Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2024 07:18 Sarah McBride og Nancy Mace. Getty Sarah McBride, fyrsta trans manneskjan til að vera kjörin á bandaríska þingið, sætir nú aðför af hálfu kollega sinna en fulltrúadeildarþingmaðurinn Nancy Mace frá Suður-Karólínu hyggst leggja fram tillögur að reglum um að banna trans konum að nota baðherbergi og skiptiklefa þinghússins fyrir konur. Samkvæmt New York Times hefur Mace, sem er Repúblikani, verið afar opin með það að tillögur hennar beinist bókstaflega gegn Demókratamnum McBride. „Sarah McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði hún við blaðamenn á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Mace sagði McBride ekki eiga heim í rýmum fyrir konur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sem sjálfur er Repúblikani, hefur átt í mestu vandræðum með að svara því hvernig hann hyggst taka á málinu og hvorki svarað því af eða á hvort hann hyggst leggja tillögur Mace fram. I never thought we would need a sign for this, but women's restrooms are for BIOLOGICAL women. Not men. pic.twitter.com/42lOMhqHFT— Rep. Nancy Mace (@RepNancyMace) November 19, 2024 „Ég ætla ekki að taka þátt í kjánalegum umræðum um þetta,“ svaraði Johnson aðspurður á blaðamannafundi. Hann sagði nýja stöðu komna upp sem taka þyrfti á. Seinna sagði hann við blaðamenn: „Maður er maður og kona er kona. Og maður getur ekki orðið kona. Að því sögðu þá er það mín trú að við eigum að koma fram við alla af virðingu. Við getum gert bæði á sama tíma.“ McBride hefur ekki viljað svara spurningum um málið en sagðist á samfélagsmiðlum vonast til þess að kollegar hennar gætu fundið það hjá sér að gera eins og aðrir Bandaríkjamenn og starfa við hlið annarra hvers saga væri ólík þeirra eigin. Aðrir þingmenn Repúblikana hafa tekið undir með Mace en félagar McBride í Demókrataflokknum komið henni til varna. Þingmaðurinn Melanie Stansbury frá Nýju-Mexíkó komst við þegar hún sagði framgöngu Repúblikana hafa áhrif á milljónir hinsegin fólks sem væri uggandi um stöðu sína eftir kosningarnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Samkvæmt New York Times hefur Mace, sem er Repúblikani, verið afar opin með það að tillögur hennar beinist bókstaflega gegn Demókratamnum McBride. „Sarah McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði hún við blaðamenn á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Mace sagði McBride ekki eiga heim í rýmum fyrir konur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sem sjálfur er Repúblikani, hefur átt í mestu vandræðum með að svara því hvernig hann hyggst taka á málinu og hvorki svarað því af eða á hvort hann hyggst leggja tillögur Mace fram. I never thought we would need a sign for this, but women's restrooms are for BIOLOGICAL women. Not men. pic.twitter.com/42lOMhqHFT— Rep. Nancy Mace (@RepNancyMace) November 19, 2024 „Ég ætla ekki að taka þátt í kjánalegum umræðum um þetta,“ svaraði Johnson aðspurður á blaðamannafundi. Hann sagði nýja stöðu komna upp sem taka þyrfti á. Seinna sagði hann við blaðamenn: „Maður er maður og kona er kona. Og maður getur ekki orðið kona. Að því sögðu þá er það mín trú að við eigum að koma fram við alla af virðingu. Við getum gert bæði á sama tíma.“ McBride hefur ekki viljað svara spurningum um málið en sagðist á samfélagsmiðlum vonast til þess að kollegar hennar gætu fundið það hjá sér að gera eins og aðrir Bandaríkjamenn og starfa við hlið annarra hvers saga væri ólík þeirra eigin. Aðrir þingmenn Repúblikana hafa tekið undir með Mace en félagar McBride í Demókrataflokknum komið henni til varna. Þingmaðurinn Melanie Stansbury frá Nýju-Mexíkó komst við þegar hún sagði framgöngu Repúblikana hafa áhrif á milljónir hinsegin fólks sem væri uggandi um stöðu sína eftir kosningarnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent