Innlent

Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til Geirlands þar sem kviknaði í vörubíl.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til Geirlands þar sem kviknaði í vörubíl. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsæðinu sinnti fjórum dælubílaútköllum síðastliðinn sólarhring, þar á meðal til þess að aðstoða stúlku sem hafði skorðað sig fasta undir þili á milli klósettbása. Þá var töluverð útbreiðsluhætta þegar eldur kom upp í bifreið í Hafnarfirði en betur fór en á horfðist.

Þetta kemur fram í samantekt slökkviliðsins á Facebook yfir helstu verkefni í umdæminu síðastliðinn sólarhring.

„Dælubílar fóru í fjögur útköll og næturvaktin átti tvö þeirra, annað var vegna stúlku sem hafði náð að skorða sig fasta undir þili á milli klósettbása og náðum við að skrúfa þilið laust og ná henni undan. Henni varð ekki meint af nema sært stolt. Einnig kviknaði í bíl í nótt í Hafnarfirði og fyrir snögg og fumlaus viðbrögð þeirra á stöðinni þar þá varð ekki tjón á öðrum bílum en þeim sem eldurinn var í. Að sögn varðstjóra var töluverð útbreiðsluhætta,” segir í færslunni.

Erilsamt var hjá slökkviliðinu sem einnig sinnti alls 118 sjúkraflutningum, þar af 22 á næturvaktinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×