Tárvotur Nadal kvaddi: „Góð manneskja frá litlum bæ“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 09:32 Rafael Nadal þerrar tárin á kveðjustundinni í Málaga í gærkvöld. Getty/Clive Brunskill Spænska tennisgoðsögnin Rafa Nadal kvaddi með tár á hvarmi, og sömuleiðis mátti sjá tár í augum áhorfenda, eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í gærkvöld. Nadal, sem vann 22 risamót á sínum frábæra ferli, tilkynnti í október að hann hygðist leggja tennisspaðann á hilluna. Á glæsilegum ferli settu meiðsli stórt strik í reikninginn síðustu misserin. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Hinn 38 ára gamli Nadal lauk 23 ára ferli sem atvinnumaður á því að spila með spænska landsliðinu í Davis Cup, á heimavelli í Málaga. Hann endaði á tapi gegn Botic van de Zandschulp frá Hollandi í 8-liða úrslitum, 6-4 og 6-4. „Hringnum er þar með lokað“ „Ég tapaði fyrsta leiknum mínum á Davis Cup og núna þeim síðasta. Hringnum er þar með lokað,“ sagði Nadal við blaðamenn í gærkvöld eftir að aðdáendur höfðu kyrjað nafn hans og hyllt hann. Rafa Nadal with tears in his eyes as he says goodbye to tennis. His family is in tears. We’re all in tears for this man. The greatest fighter in history… Rafael Nadal Parera.You. Are. Infinite. 🥹🇪🇸❤️🇪🇸 pic.twitter.com/mMCrqESpLR— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) November 19, 2024 „Sannleikurinn er sá að maður vill aldrei að það komi að þessum tímapunkti. Ég er ekki þreyttur á að spila tennis en líkaminn minn vill ekki spila lengur og maður verður að sætta sig við það,“ sagði Nadal en bætti við að það væru forréttindi að hafa getað spilað svona lengi. Aðspurður hvernig hann vildi að sín yrði minnst svaraði Spánverjinn geðugi: „Ég myndi óska að fólk myndi eftir mér sem góðri manneskju frá litlum bæ í Mallorca. Að ég hefði átt þetta líf. Ég átti frænda sem var tennisþjálfari í bænum mínum þegar ég var lítill krakki. Bara krakki sem að elti drauminn sinn og lagði allt í sölurnar til að ná þangað sem ég hef náð. Það er þannig að margir leggja hart að sér, reyna sitt allra besta alla daga. Ég er einn af þeim sem varð heppinn,“ sagði Nadal. Tennis Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Nadal, sem vann 22 risamót á sínum frábæra ferli, tilkynnti í október að hann hygðist leggja tennisspaðann á hilluna. Á glæsilegum ferli settu meiðsli stórt strik í reikninginn síðustu misserin. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Hinn 38 ára gamli Nadal lauk 23 ára ferli sem atvinnumaður á því að spila með spænska landsliðinu í Davis Cup, á heimavelli í Málaga. Hann endaði á tapi gegn Botic van de Zandschulp frá Hollandi í 8-liða úrslitum, 6-4 og 6-4. „Hringnum er þar með lokað“ „Ég tapaði fyrsta leiknum mínum á Davis Cup og núna þeim síðasta. Hringnum er þar með lokað,“ sagði Nadal við blaðamenn í gærkvöld eftir að aðdáendur höfðu kyrjað nafn hans og hyllt hann. Rafa Nadal with tears in his eyes as he says goodbye to tennis. His family is in tears. We’re all in tears for this man. The greatest fighter in history… Rafael Nadal Parera.You. Are. Infinite. 🥹🇪🇸❤️🇪🇸 pic.twitter.com/mMCrqESpLR— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) November 19, 2024 „Sannleikurinn er sá að maður vill aldrei að það komi að þessum tímapunkti. Ég er ekki þreyttur á að spila tennis en líkaminn minn vill ekki spila lengur og maður verður að sætta sig við það,“ sagði Nadal en bætti við að það væru forréttindi að hafa getað spilað svona lengi. Aðspurður hvernig hann vildi að sín yrði minnst svaraði Spánverjinn geðugi: „Ég myndi óska að fólk myndi eftir mér sem góðri manneskju frá litlum bæ í Mallorca. Að ég hefði átt þetta líf. Ég átti frænda sem var tennisþjálfari í bænum mínum þegar ég var lítill krakki. Bara krakki sem að elti drauminn sinn og lagði allt í sölurnar til að ná þangað sem ég hef náð. Það er þannig að margir leggja hart að sér, reyna sitt allra besta alla daga. Ég er einn af þeim sem varð heppinn,“ sagði Nadal.
Tennis Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum