Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar 21. nóvember 2024 13:30 Frelsi einstaklinga til skoðana og athafna er ekkert sérlega umdeilt lengur á Íslandi, sem betur fer. En það þarf þó að standa vörð um það sem endranær. Þá setur að manni ugg þegar maður les um stórfelldar takmarkanir á einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum, sérstaklega gagnvart konum, en þangað var jú horft í miklum mæli áður þegar rætt var um einstaklingsfrelsi. Hvernig hægt var að rjúfa fimmtíu ára gamla sátt um þungunarrof fyrir skemmstu er í raun nánast óskiljanlegt fyrir okkur sem búum í frjálslyndu landi þar sem sjálfsagt þykir að konur ráði sér sjálfar án afskipta af stjórnvöldum. Sem betur fer hefur persónuvernd hér á landi aukist jafnt og þétt á síðustu árum og með sífellt fullkomnari auðkenningartækni hefur frelsi einstaklingsins tekið framförum í samræmi við það. Þá þykir sífellt sjálfsagðara að horfast í augu við að gamlar staðalímyndir eru á margan hátt barn síns tíma og úreltar sem slíkar. Viðreisn fagnar fjölbreytileikanum og tekur sérstaklega fram í stefnuskrá sinni að hver og einn fái að elska þann sem þeim sýnist og kemur það einfaldlega stjórnvöldum ekki við hvert ástin leitar. Hvað á barnið að heita? Þessari spurningu svara foreldrar best sjálfir. Frekar en mannanafnanefnd. Það má þó réttlæta það að halda til haga sem fjölbreyttustu tillögum um mannanöfn til fróðleiks og skoðunar, en í öllum meginatriðum ættu foreldrar að ráða ferðinni. Það má líka horfa til þess hvernig nafn beygist í íslenskri málfræði svona til hliðsjónar sem fróðleiksmola en ekki endilega úrslitaatriðis um nafngift. Nefnt er stundum að varast beri að skrá nöfn gild sem gætu valdið barninu áreiti og stríðni þegar fram líða stundir og má það til sanns vegar færa, en vísast er það afar óalgengt. Nú berast líka fréttir frá BNA þess efnis að sótt er að litríkum fána hinsegins samfélagsins og víða stungið upp á því að láta fjarlægja hann úr skólastofum þar sem mest ríkir fáfræðin. Það er dapurlegt ef satt reynist. Hér hjá okkur á litla Íslandi er hins vegar tekið til þess hversu viðurkenndan sess hann skipar í okkar samfélagi. Við lútum reyndar ansi ströngum fánalögum miðað við nágrannalönd og mætti kannski endurskoða þau til meira frjálsræðis. Varla verður hins vegar um það deilt að fánarnir okkar tveir, fara einstaklega vel saman og bæta við vel þeginni litadýrð í svartasta skammdeginu. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Frelsi einstaklinga til skoðana og athafna er ekkert sérlega umdeilt lengur á Íslandi, sem betur fer. En það þarf þó að standa vörð um það sem endranær. Þá setur að manni ugg þegar maður les um stórfelldar takmarkanir á einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum, sérstaklega gagnvart konum, en þangað var jú horft í miklum mæli áður þegar rætt var um einstaklingsfrelsi. Hvernig hægt var að rjúfa fimmtíu ára gamla sátt um þungunarrof fyrir skemmstu er í raun nánast óskiljanlegt fyrir okkur sem búum í frjálslyndu landi þar sem sjálfsagt þykir að konur ráði sér sjálfar án afskipta af stjórnvöldum. Sem betur fer hefur persónuvernd hér á landi aukist jafnt og þétt á síðustu árum og með sífellt fullkomnari auðkenningartækni hefur frelsi einstaklingsins tekið framförum í samræmi við það. Þá þykir sífellt sjálfsagðara að horfast í augu við að gamlar staðalímyndir eru á margan hátt barn síns tíma og úreltar sem slíkar. Viðreisn fagnar fjölbreytileikanum og tekur sérstaklega fram í stefnuskrá sinni að hver og einn fái að elska þann sem þeim sýnist og kemur það einfaldlega stjórnvöldum ekki við hvert ástin leitar. Hvað á barnið að heita? Þessari spurningu svara foreldrar best sjálfir. Frekar en mannanafnanefnd. Það má þó réttlæta það að halda til haga sem fjölbreyttustu tillögum um mannanöfn til fróðleiks og skoðunar, en í öllum meginatriðum ættu foreldrar að ráða ferðinni. Það má líka horfa til þess hvernig nafn beygist í íslenskri málfræði svona til hliðsjónar sem fróðleiksmola en ekki endilega úrslitaatriðis um nafngift. Nefnt er stundum að varast beri að skrá nöfn gild sem gætu valdið barninu áreiti og stríðni þegar fram líða stundir og má það til sanns vegar færa, en vísast er það afar óalgengt. Nú berast líka fréttir frá BNA þess efnis að sótt er að litríkum fána hinsegins samfélagsins og víða stungið upp á því að láta fjarlægja hann úr skólastofum þar sem mest ríkir fáfræðin. Það er dapurlegt ef satt reynist. Hér hjá okkur á litla Íslandi er hins vegar tekið til þess hversu viðurkenndan sess hann skipar í okkar samfélagi. Við lútum reyndar ansi ströngum fánalögum miðað við nágrannalönd og mætti kannski endurskoða þau til meira frjálsræðis. Varla verður hins vegar um það deilt að fánarnir okkar tveir, fara einstaklega vel saman og bæta við vel þeginni litadýrð í svartasta skammdeginu. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun