Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar 20. nóvember 2024 14:16 Hann Guðmundur Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir kona hans, langalangafi minn og langalangamma fluttu ásamt börnum sínum frá Skálum á Langanesi til Norður-Dakota í lok 19. aldar. Ástæðan; langvinn harðindi á Norðurlandi. Ís var fyrir landi sumarlangt, spretta engin og bústofn féll. Þau voru loftslagsflóttafólk. Langafi minn varð einn eftir á Íslandi, þökk sé langömmu minni, greindri konu og ákveðinni. Því er ég hér til frásagnar. Nýlega var sagt frá því í fréttum að hringrás sjávarstrauma í Atlantshafi (AMOC) væri mögulega að nálgast þröskuld hraðfara breytinga. Það var rakið til hlýnunar andrúmslofts með hugsanlega válegum afleiðingum á Íslandi. Golfstraumurinn gæti veiktist verulega þannig að snarkólnaði hér og reyndar á öllum Norðurlöndunum. Við Íslendingar höfum hingað til verið lúmskt ánægðir með hlýnun andrúmsloftsins – segjum það þó sjaldnast opinberlega. Ef loftslag hlýnaði á Íslandi um tvær-þrjár gráður, eins og meðaltalshækkunin á Jörðinni stefnir í, þá höfum við talið að hér yrði notarlegra að búa. Því miður er þetta hættuleg hégilja. Þvert á móti eru líkindi til þess að breytingarnar verði þveröfugar hér á landi, jafnvel fyrir næstu aldamót. Það gæti kólnað um nokkrar gráður. Ef þessar áhyggjur vísindamanna, s.s. Stefans Rahmstorf, prófessors í hafeðlisfræði við Potsdam stofnunina í Þýskalandi raungerast, gæti orðið ill-búandi hér og landbúnaður leggðist af sökum harðinda. Líkt og gerðist á Norð-Austurlandi í tíð langa-langafa míns og -ömmu. Loftslagsflóttafólk fyrr og síðar. Loftslagsváin er því dauðans alvara fyrir okkur Íslendinga. Nú er stutt í kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að selja okkur kjósendum stefnumál sín. Sumir frambjóðendur afneita jafnvel loftslagsbreytingum, öðrum finnst þær ekki skipta máli, en tala samt fjálglega um að „framtíð Íslands sé í húfi“. Mikið rétt, mikið rétt. Það er reyndar svo að framtíð þess heims við við þekkjum sem tegund, homo sapiens, er í húfi. Stór svæði geta orðið óbyggileg. Öfgar í veðurfari eru nú þegar daglegt brauð. Og loftslagsflóttafólki á eftir að stór-fjölga. Já, framtíð Íslands er í húfi, framtíð barnabarnanna okkar sem erum komin á efri ár. Þeirra framtíð markast hugsanlega af því hvort við sem nú kjósum tökum loftslagsvána alvarlega, eins og öll þekking og fræði hvetja okkur til að gera. Við hljótum því að velja þá stjórnmálaflokka sem eru reiðubúnir að taka til hendinni í loftslagsmálum, en hafna þeim sem hópa: „Friður, friður , engin hætta – eftir mig flóðið!“ Við erum vaxandi hreyfing eldri aðgerðarsinna í loftslagsmálum og köllum okkur Aldin. Í þessum kosningum munum við flest gefa þeim flokkum atkvæði sem taka loftslagsvána alvarlega. Við munum hafna hinum sem telja enga hættu á ferðinni, en þykjast samt vita, hvað sé best fyrir Ísland framtíðar. Þegar dóttursonur minn sem nú er þriggja ára verður kominn á sama aldur og ég er nú, verður komið árið 2092. Hugsanlega á hann þá barnabörn. Og hver verður framtíð þeirra? Loftslagshamfarir? Ég verð þá löngu kominn undir græna torfu en þau, barnabörn míns barnabarns, gætu hugsað mér þegjandi þörfina langa-langafa sínum, hvar sem þau verða niðurkomin, - hugsanlega loftslagsflóttafólk frá Íslandi: Af hverju gerðirðu ekki neitt? Höfundur er félagi í Aldini, eldri aðgerðarsinnum gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Hann Guðmundur Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir kona hans, langalangafi minn og langalangamma fluttu ásamt börnum sínum frá Skálum á Langanesi til Norður-Dakota í lok 19. aldar. Ástæðan; langvinn harðindi á Norðurlandi. Ís var fyrir landi sumarlangt, spretta engin og bústofn féll. Þau voru loftslagsflóttafólk. Langafi minn varð einn eftir á Íslandi, þökk sé langömmu minni, greindri konu og ákveðinni. Því er ég hér til frásagnar. Nýlega var sagt frá því í fréttum að hringrás sjávarstrauma í Atlantshafi (AMOC) væri mögulega að nálgast þröskuld hraðfara breytinga. Það var rakið til hlýnunar andrúmslofts með hugsanlega válegum afleiðingum á Íslandi. Golfstraumurinn gæti veiktist verulega þannig að snarkólnaði hér og reyndar á öllum Norðurlöndunum. Við Íslendingar höfum hingað til verið lúmskt ánægðir með hlýnun andrúmsloftsins – segjum það þó sjaldnast opinberlega. Ef loftslag hlýnaði á Íslandi um tvær-þrjár gráður, eins og meðaltalshækkunin á Jörðinni stefnir í, þá höfum við talið að hér yrði notarlegra að búa. Því miður er þetta hættuleg hégilja. Þvert á móti eru líkindi til þess að breytingarnar verði þveröfugar hér á landi, jafnvel fyrir næstu aldamót. Það gæti kólnað um nokkrar gráður. Ef þessar áhyggjur vísindamanna, s.s. Stefans Rahmstorf, prófessors í hafeðlisfræði við Potsdam stofnunina í Þýskalandi raungerast, gæti orðið ill-búandi hér og landbúnaður leggðist af sökum harðinda. Líkt og gerðist á Norð-Austurlandi í tíð langa-langafa míns og -ömmu. Loftslagsflóttafólk fyrr og síðar. Loftslagsváin er því dauðans alvara fyrir okkur Íslendinga. Nú er stutt í kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að selja okkur kjósendum stefnumál sín. Sumir frambjóðendur afneita jafnvel loftslagsbreytingum, öðrum finnst þær ekki skipta máli, en tala samt fjálglega um að „framtíð Íslands sé í húfi“. Mikið rétt, mikið rétt. Það er reyndar svo að framtíð þess heims við við þekkjum sem tegund, homo sapiens, er í húfi. Stór svæði geta orðið óbyggileg. Öfgar í veðurfari eru nú þegar daglegt brauð. Og loftslagsflóttafólki á eftir að stór-fjölga. Já, framtíð Íslands er í húfi, framtíð barnabarnanna okkar sem erum komin á efri ár. Þeirra framtíð markast hugsanlega af því hvort við sem nú kjósum tökum loftslagsvána alvarlega, eins og öll þekking og fræði hvetja okkur til að gera. Við hljótum því að velja þá stjórnmálaflokka sem eru reiðubúnir að taka til hendinni í loftslagsmálum, en hafna þeim sem hópa: „Friður, friður , engin hætta – eftir mig flóðið!“ Við erum vaxandi hreyfing eldri aðgerðarsinna í loftslagsmálum og köllum okkur Aldin. Í þessum kosningum munum við flest gefa þeim flokkum atkvæði sem taka loftslagsvána alvarlega. Við munum hafna hinum sem telja enga hættu á ferðinni, en þykjast samt vita, hvað sé best fyrir Ísland framtíðar. Þegar dóttursonur minn sem nú er þriggja ára verður kominn á sama aldur og ég er nú, verður komið árið 2092. Hugsanlega á hann þá barnabörn. Og hver verður framtíð þeirra? Loftslagshamfarir? Ég verð þá löngu kominn undir græna torfu en þau, barnabörn míns barnabarns, gætu hugsað mér þegjandi þörfina langa-langafa sínum, hvar sem þau verða niðurkomin, - hugsanlega loftslagsflóttafólk frá Íslandi: Af hverju gerðirðu ekki neitt? Höfundur er félagi í Aldini, eldri aðgerðarsinnum gegn loftslagsvá.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun