Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar 20. nóvember 2024 15:31 Merkilegt þegar verkalýðsfélög aðstoða vinnuveitendur við að efla starfsemi sína. Stundum kemur slíkt uppúr grimmum vinnudeilum og verkfallshótunum. Viðar Þorsteinsson fræðslustjóri verkalýðsfélags kenndi okkur sem gestur í fjármálalæsisáfanga mínum að nýlegir samningar Eflingar- stéttafélags gerðu ráð fyrir aðgerðum til að taka á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Bætt kjör umönnunarfólks og betra vinnufyrirkomulag og einhverjar fleiri aðgerðir verða hjúkrunarheimilunum að liði við að bæta þjónustu sína við gamla fólkið. Framhaldsskólakennarar fengu verulegar kjarabætur eftir 3 vikna verkfall árið 2014. Ég hef tekið eftir stöðugu streymi hæfra kennara inn í minn skóla síðan. Kennslan, menntun unglinganna hefur eflst vil ég fullyrða og skólinn sífellt vinsælli sem menntakostur. Sumir þessara kennara sogast vissulega úr grunnskólum landsins. En við höfum svarað grunnskólafólki því til að gott sé að kennarar þessir haldist allavega innan menntakerfis landsins. Leiti ekki á önnur mið og yfirgefi alfarið kennslu barna og unglinga. Nú er Kennarasamband Íslands komið í vinnudeilu við vinnuveitendur sína undir slagorðinu „Fjárfestum í kennururm“. Gott slagorð sem margir hafa því miður litið framhjá í æsingi undanfarinna dag. Löngu lausir samningar og sinnuleysi og slöttólfaskapur við að uppfylla gefin samningsloforð rýra daglega kjör kennara. Hættan er sú að þróunin snúist við og þessir góðu kennarar sem ég minntist á yfirgefi vinnustaðinn. Eitthvað sem ég vil helst ekki upplifa er ég læt brátt sjálfur af störfum. Höfundur kennir viðskiptagreinar í menntaskóla en kemst brátt á eftirlaun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Merkilegt þegar verkalýðsfélög aðstoða vinnuveitendur við að efla starfsemi sína. Stundum kemur slíkt uppúr grimmum vinnudeilum og verkfallshótunum. Viðar Þorsteinsson fræðslustjóri verkalýðsfélags kenndi okkur sem gestur í fjármálalæsisáfanga mínum að nýlegir samningar Eflingar- stéttafélags gerðu ráð fyrir aðgerðum til að taka á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Bætt kjör umönnunarfólks og betra vinnufyrirkomulag og einhverjar fleiri aðgerðir verða hjúkrunarheimilunum að liði við að bæta þjónustu sína við gamla fólkið. Framhaldsskólakennarar fengu verulegar kjarabætur eftir 3 vikna verkfall árið 2014. Ég hef tekið eftir stöðugu streymi hæfra kennara inn í minn skóla síðan. Kennslan, menntun unglinganna hefur eflst vil ég fullyrða og skólinn sífellt vinsælli sem menntakostur. Sumir þessara kennara sogast vissulega úr grunnskólum landsins. En við höfum svarað grunnskólafólki því til að gott sé að kennarar þessir haldist allavega innan menntakerfis landsins. Leiti ekki á önnur mið og yfirgefi alfarið kennslu barna og unglinga. Nú er Kennarasamband Íslands komið í vinnudeilu við vinnuveitendur sína undir slagorðinu „Fjárfestum í kennururm“. Gott slagorð sem margir hafa því miður litið framhjá í æsingi undanfarinna dag. Löngu lausir samningar og sinnuleysi og slöttólfaskapur við að uppfylla gefin samningsloforð rýra daglega kjör kennara. Hættan er sú að þróunin snúist við og þessir góðu kennarar sem ég minntist á yfirgefi vinnustaðinn. Eitthvað sem ég vil helst ekki upplifa er ég læt brátt sjálfur af störfum. Höfundur kennir viðskiptagreinar í menntaskóla en kemst brátt á eftirlaun.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar