Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2024 22:03 Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar og Þorvaldur frá ÞG verk handsala hér verksamninginn með Sigurð Inga á milli sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá við Selfoss. Fyrsta skóflustungan af brúnni var tekin í dag. Ráðherra segir að veggjaldið yfir brúnna verði eins og verðið á einni kókflösku. Áður en Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra skellti sér upp í gröfuna var skrifað undir verksamnings inn í golfskálanum á Selfoss á milli Vegagerðarinnar, ríkisins og ÞG verks. Þegar undirskriftunum var lokið var komið að ráðherra. Hann var ekki í vandræðum eða lengi að taka skóflustunguna. Nýja brúin verður um 330 metra löng og 19 metra breið. „Þetta er bara stórkostlegur dagur í samgöngusögu Íslands Nýja brúin mun auðvitað hafa verulega áhrif á, bæði fækka slysum, minnka tafirnar og gera fólki auðveldara fyrir að ferðast hér um landið og komast hér austur um þeir sem ætla ekki að stoppa á Selfossi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra, sem tók fyrstu skóflustunguna af nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Sigurður Ingi var búin að lofa nýrri Ölfusárbrú fyrir nokkrum árum en þá gerðist ekkert. Hvað hefur breyst? „Fréttin er að við erum komin á þennan stað og hún er að hefjast en það er rétt að það hafa verið hindranir og þröskuldar og tafir en allt fer vel að lokum,“ segir ráðherra. Það verður veggjald yfir nýju brúnna, sem á að vera tilbúin haustið 2028. En hvað mun ferðin kosta? „Það verður sirka svona kókflaska fyrir þá sem fara oft,“ segir Sigurður Ingi. „Við hefjumst bara handa strax. Framkvæmdir eru að sjálfum sér komnar af stað í hönnun, hönnun er komin á fullan kraft og núna standa yfir jarðvegsrannsóknir og síðan í kjölfarið fer verkið af stað,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks og eigandi en fyrirtækið hans mun sjá um smíði brúarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En munu margir fá vinnu við smíði nýju brúarinnar? „Það verður mjög breytilegt á verktímanum en þegar mest lætur verða það svona um 150 manns,“ segir Þorvaldur. Íslenska fánanum var að sjálfsögðu flaggað við golfskála Golfklúbbs Selfoss í dag þar sem athöfnin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ný Ölfusárbrú Framsóknarflokkurinn Vegagerð Samgöngur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. 20. nóvember 2024 16:39 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Áður en Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra skellti sér upp í gröfuna var skrifað undir verksamnings inn í golfskálanum á Selfoss á milli Vegagerðarinnar, ríkisins og ÞG verks. Þegar undirskriftunum var lokið var komið að ráðherra. Hann var ekki í vandræðum eða lengi að taka skóflustunguna. Nýja brúin verður um 330 metra löng og 19 metra breið. „Þetta er bara stórkostlegur dagur í samgöngusögu Íslands Nýja brúin mun auðvitað hafa verulega áhrif á, bæði fækka slysum, minnka tafirnar og gera fólki auðveldara fyrir að ferðast hér um landið og komast hér austur um þeir sem ætla ekki að stoppa á Selfossi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra, sem tók fyrstu skóflustunguna af nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Sigurður Ingi var búin að lofa nýrri Ölfusárbrú fyrir nokkrum árum en þá gerðist ekkert. Hvað hefur breyst? „Fréttin er að við erum komin á þennan stað og hún er að hefjast en það er rétt að það hafa verið hindranir og þröskuldar og tafir en allt fer vel að lokum,“ segir ráðherra. Það verður veggjald yfir nýju brúnna, sem á að vera tilbúin haustið 2028. En hvað mun ferðin kosta? „Það verður sirka svona kókflaska fyrir þá sem fara oft,“ segir Sigurður Ingi. „Við hefjumst bara handa strax. Framkvæmdir eru að sjálfum sér komnar af stað í hönnun, hönnun er komin á fullan kraft og núna standa yfir jarðvegsrannsóknir og síðan í kjölfarið fer verkið af stað,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks og eigandi en fyrirtækið hans mun sjá um smíði brúarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En munu margir fá vinnu við smíði nýju brúarinnar? „Það verður mjög breytilegt á verktímanum en þegar mest lætur verða það svona um 150 manns,“ segir Þorvaldur. Íslenska fánanum var að sjálfsögðu flaggað við golfskála Golfklúbbs Selfoss í dag þar sem athöfnin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ný Ölfusárbrú Framsóknarflokkurinn Vegagerð Samgöngur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. 20. nóvember 2024 16:39 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. 20. nóvember 2024 16:39
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21
Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07