Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:31 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að vextir á verðtryggðum lánum hafi hækkað í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Vísir/Arnar Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. Íslandsbanki tilkynnti um breytingar á vaxtakjörum nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Bankinn lækkaði óverðtryggða vexti á útlánum um allt að núll komma fimm prósentustig. Bankinn hækkaði hins vegar vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um núll komma tvö til núll komma þrjú prósentustig. Aðrir bankar breyta vaxtakjörum á næstunni Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætlar Arion banki að breyta sínum vaxtakjörum í fyrramálið og Landsbankinn hyggst gera það fljótlega. Alls eru 57 prósent íbúðalána í landinu nú verðtryggð en stór hluti lántakenda ákvað að breyta um lánsform og fara úr óverðtryggðum lánum þegar stýrivextir byrjuðu að hækka. Ámælisvert að hækka vexti Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að lækkun stýrivaxta hafi haft þau áhrif að vextir verðtryggðra lána hafi nú þegar verið hækkaðir hjá Íslandsbanka. „Það er ánægjulegt að loksins sjáum við einhvers konar lækkun hjá Seðlabankanum sem við erum búin að bíða eftir mjög lengi. En það skýtur skökku við að um leið hækki Íslandsbanki vexti á verðtryggðum lánum þegar meirihluti lántakenda hefur verið hrakinn inn í þessi verðtryggðu lán. Það má að segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans og það finnst mér ámælisvert,“ segir Breki. Neytendasamtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum. Oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. Samtökin hafa höfðað mál á hendur þremur bönkum. „Það er eitt af því sem við erum að berjast fyrir í vaxtamálinu að bankarnir geti ekki breytt vöxtum eins og þeim sýnist. Það verður að vera stöðugleiki í húsnæðismálum. Það gengur ekki að lántakar húsnæðislána þurfi að gerast einhverjir sérfræðingar í húsnæðislánum í hvert sinn sem Seðlabankinn breytir vöxtum. Við höfum höfðað mál gegn viðskiptabönkunum svo lántakendur þurfi ekki að verða sérfræðingar í hvert einasta sinn sem eitthvað gerist á fjármálamarkaði,“ segir Breki. Neytendur Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Tengdar fréttir Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Íslandsbanki tilkynnti um breytingar á vaxtakjörum nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Bankinn lækkaði óverðtryggða vexti á útlánum um allt að núll komma fimm prósentustig. Bankinn hækkaði hins vegar vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um núll komma tvö til núll komma þrjú prósentustig. Aðrir bankar breyta vaxtakjörum á næstunni Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætlar Arion banki að breyta sínum vaxtakjörum í fyrramálið og Landsbankinn hyggst gera það fljótlega. Alls eru 57 prósent íbúðalána í landinu nú verðtryggð en stór hluti lántakenda ákvað að breyta um lánsform og fara úr óverðtryggðum lánum þegar stýrivextir byrjuðu að hækka. Ámælisvert að hækka vexti Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að lækkun stýrivaxta hafi haft þau áhrif að vextir verðtryggðra lána hafi nú þegar verið hækkaðir hjá Íslandsbanka. „Það er ánægjulegt að loksins sjáum við einhvers konar lækkun hjá Seðlabankanum sem við erum búin að bíða eftir mjög lengi. En það skýtur skökku við að um leið hækki Íslandsbanki vexti á verðtryggðum lánum þegar meirihluti lántakenda hefur verið hrakinn inn í þessi verðtryggðu lán. Það má að segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans og það finnst mér ámælisvert,“ segir Breki. Neytendasamtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum. Oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. Samtökin hafa höfðað mál á hendur þremur bönkum. „Það er eitt af því sem við erum að berjast fyrir í vaxtamálinu að bankarnir geti ekki breytt vöxtum eins og þeim sýnist. Það verður að vera stöðugleiki í húsnæðismálum. Það gengur ekki að lántakar húsnæðislána þurfi að gerast einhverjir sérfræðingar í húsnæðislánum í hvert sinn sem Seðlabankinn breytir vöxtum. Við höfum höfðað mál gegn viðskiptabönkunum svo lántakendur þurfi ekki að verða sérfræðingar í hvert einasta sinn sem eitthvað gerist á fjármálamarkaði,“ segir Breki.
Neytendur Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Tengdar fréttir Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59