„Þurftu að þora að vera til“ Kári Mímisson skrifar 20. nóvember 2024 22:05 Friðrik Ingi Rúnarsson og stelpurnar hans í Keflavík lönduðu naumun sigri á móti nýliðunum í kvöld. Vísir/Diego Það var létt yfir Friðriki Inga Rúnarssyni, þjálfara Keflavíkur, eftir dramatískan 90-89 sigur hans kvenna gegn nýliðum Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Friðrik segir að liðið hafi gert sér erfitt fyrir og segist vissulega vera glaður með sigurinn en spilamennskan hafi ekki verið fullkomin í kvöld. „Ég er auðvitað mjög glaður að ná sigrinum og við eigum að vera það. Áttum ágætis spretti inn á milli í fyrri hálfleik en duttum þessa á milli hressilega niður fannst mér og gerðum okkur erfitt fyrir. Tindastóls liðið er gott með mjög góðan leikmann sem erfitt er að eiga við. Þannig að við grófum okkur í smá holu og Tindastólsstúlkur náðu einhverri 10 til 13 stiga forystu. Að koma til baka í seinni hálfleik úr því er bara mjög gott og jákvætt. Á sama tíma og við eigum að vera ánægðar með að vinna leik og koma til baka þá gerum við okkur líka grein fyrir því að við þurfum að halda áfram að þroskast, læra og verða aðeins skarpari í ákvörðunartöku inn á vellinum. Mér finnst það vera að koma hægt og rólega. Þetta var samt alvöru leikur,“ sagði Friðrik Ingi. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og voru í rauninni töluvert betri aðilinn. Keflvíkingar mættu þó mun beittari og ákveðnari og tókst að jafn mjög fljótlega í seinni hálfleik. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sínar konur í hálfleik svarar Friðrik eftirfarandi. „Það voru engin læti eða flugeldasýning í hálfleik heldur einfaldlega þurftum við bara að gera okkur grein fyrir ýmsu í þessu. Fyrst og fremst þurftum við bara að hafa gaman og þora að vera til. Við skerptum aðeins á ákvarðanatöku og fengum aðeins betri færslu í vörnina, okkur tókst að fá aðstoð frá næsta manni. Í sókninni tókst okkur svo ágætlega að láta boltann fljóta meira og betur í sókninni. Ég er ánægður með karakterinn og vinnsluna í liðinu. Það komu þarna einhverjir gluggar þar sem þetta opnaðist og við vorum dugleg á þeim augnablikum að nýta okkur það. Eftir að við fundum lyktina þá fórum við bara alla leið með þetta og náðum að klára sigurinn sem er auðvitað mjög gott,“ sagði Friðrik. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Jasmine Dickey kom Keflavík þremur stigum yfir þegar fjórar sekúndur voru til leiks. Einhverjir samskiptaörðugleikar hafa verið á ritaraborðinu hafa verið Tindastóll brunaði allavegana í sókn áður en flautan gall og leikhléið kom. Að lokum fékk Tindastóll leikhléið en tíminn virtist hreinlega vera búinn. Bæði lið því ósátt en hvernig leit þetta við Friðriki? „Þetta snerist um það hvort að Tindastóll hafði verið búið að biðja um leikhlé þegar leikmaðurinn minn skoraði úr vítinu. Niðurstaðan var sú að það hafi ekki verið og þá fer einhver tími af klukkunni. Á einhverjum tímapunkti þurfti samt að endurstilla þetta allt saman og þannig fékk hann í raun leikhléið á meðan dómararnir voru að ráða ráðum sínum en í staðinn var tíminn minni. Við auðvitað ætluðum bara að passa þriggja stiga línuna og það var svo sem ekkert hundrað í hættunni þó svo að Tindastóll hafi sætt sig við að taka sniðskot á loka sekúndunni því munurinn var þrjú stig,“ sagði Friðrik. Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Sjá meira
„Ég er auðvitað mjög glaður að ná sigrinum og við eigum að vera það. Áttum ágætis spretti inn á milli í fyrri hálfleik en duttum þessa á milli hressilega niður fannst mér og gerðum okkur erfitt fyrir. Tindastóls liðið er gott með mjög góðan leikmann sem erfitt er að eiga við. Þannig að við grófum okkur í smá holu og Tindastólsstúlkur náðu einhverri 10 til 13 stiga forystu. Að koma til baka í seinni hálfleik úr því er bara mjög gott og jákvætt. Á sama tíma og við eigum að vera ánægðar með að vinna leik og koma til baka þá gerum við okkur líka grein fyrir því að við þurfum að halda áfram að þroskast, læra og verða aðeins skarpari í ákvörðunartöku inn á vellinum. Mér finnst það vera að koma hægt og rólega. Þetta var samt alvöru leikur,“ sagði Friðrik Ingi. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og voru í rauninni töluvert betri aðilinn. Keflvíkingar mættu þó mun beittari og ákveðnari og tókst að jafn mjög fljótlega í seinni hálfleik. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sínar konur í hálfleik svarar Friðrik eftirfarandi. „Það voru engin læti eða flugeldasýning í hálfleik heldur einfaldlega þurftum við bara að gera okkur grein fyrir ýmsu í þessu. Fyrst og fremst þurftum við bara að hafa gaman og þora að vera til. Við skerptum aðeins á ákvarðanatöku og fengum aðeins betri færslu í vörnina, okkur tókst að fá aðstoð frá næsta manni. Í sókninni tókst okkur svo ágætlega að láta boltann fljóta meira og betur í sókninni. Ég er ánægður með karakterinn og vinnsluna í liðinu. Það komu þarna einhverjir gluggar þar sem þetta opnaðist og við vorum dugleg á þeim augnablikum að nýta okkur það. Eftir að við fundum lyktina þá fórum við bara alla leið með þetta og náðum að klára sigurinn sem er auðvitað mjög gott,“ sagði Friðrik. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Jasmine Dickey kom Keflavík þremur stigum yfir þegar fjórar sekúndur voru til leiks. Einhverjir samskiptaörðugleikar hafa verið á ritaraborðinu hafa verið Tindastóll brunaði allavegana í sókn áður en flautan gall og leikhléið kom. Að lokum fékk Tindastóll leikhléið en tíminn virtist hreinlega vera búinn. Bæði lið því ósátt en hvernig leit þetta við Friðriki? „Þetta snerist um það hvort að Tindastóll hafði verið búið að biðja um leikhlé þegar leikmaðurinn minn skoraði úr vítinu. Niðurstaðan var sú að það hafi ekki verið og þá fer einhver tími af klukkunni. Á einhverjum tímapunkti þurfti samt að endurstilla þetta allt saman og þannig fékk hann í raun leikhléið á meðan dómararnir voru að ráða ráðum sínum en í staðinn var tíminn minni. Við auðvitað ætluðum bara að passa þriggja stiga línuna og það var svo sem ekkert hundrað í hættunni þó svo að Tindastóll hafi sætt sig við að taka sniðskot á loka sekúndunni því munurinn var þrjú stig,“ sagði Friðrik.
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Sjá meira