Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 21. nóvember 2024 08:46 Ég hef komist að því að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru haldnir loftslagskvíða og pestin hafi herjað á þá um skeið. Í stað þess að leita sér lækninga hafa þeir hunsað einkennin. Annað og öllu verra er að sumir þeirra beinlínis segja ósatt í ræðu, greinum og viðtölum. Loftslagssamningur Sameinuðu Þjóðanna var undirritaður 2015 með þátttöku Íslands en ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi pólitískt skynsamlegt að taka þátt á þeim tíma. Var tekin ákvörðun af ríkisstjórn um að stefna að sömu markmiðum og Evrópusambandið og Noregur þ.e. að ná 40% samdrætti í losun árið 2030 m.v. útblástur árið 1990. Í aðdraganda Parísarfundarinns birti Evrópusambandið afstöðu sína til samningsins þar sem m.a. segir í lið 10, þar sem fjallað er um tillögur ESB til samningsins, að hann skuli innihalda sanngjarnar, metnaðarfullar og mælanlegar skuldbindingar. “10….contain fair, ambitious and quantifiable mitigation commitments by all Parties, consistent with the UNFCCC's principles applied in light of different national circumstances and evolving economic realities and capabilitie”. ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) ESB fagnaði því svo að það væri markmið Íslands og Noregs að fara í samflot með ESB. “ 17. CONFIRMS that the EU and its Member States intend to fulfil their commitments jointly under the Paris Agreement; WELCOMES Norway's and Iceland's intention to participate in this joint fulfilment” ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) Í september 2016 mælti þáverandi utanríkisráðherra fyrir tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins og sjá má í ræðum þingmanna um málið að öll vinnan sé eftir og reyndar þykir sumum að það að stefna að þessum 40% sé ekki nóg. Í þingsályktuninni segir m.a. “[jafnframt] kemur fram að eftir sé að semja við ESB og mögulega önnur ríki um hver skuldbinding Íslands verði innan slíks samkomulags. Ísland muni tryggja að 40% takmarkinu verði náð með því að: 1) halda áfram þátttöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og 2) ákvarða losunarmarkmið utan viðskiptakerfisins með því að beita sömu aðferðafræði og ríki ESB. Einnig kemur fram að komi til þess að samkomulag náist ekki við ESB muni Ísland ákvarða framlag með öðrum hætti. Það voru því ráðherrar Bjartrar Framtíðar (Ríkisstjórnin 2017), Vinstri Grænna, og Sjálfstæðisflokksins sem bera ábyrgð á því að semja um framlag Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig verið við samningaborðið þann tíma sem samningaviðræður um hlut Íslands fóru fram. Allt skynsamt fólk sem ekki kýs að hagræða sannleikanum sér að 2015 var eingöngu stefnt að því að ná 40% samdrætti. Restin er því á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og fylgifiska hans. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég hef komist að því að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru haldnir loftslagskvíða og pestin hafi herjað á þá um skeið. Í stað þess að leita sér lækninga hafa þeir hunsað einkennin. Annað og öllu verra er að sumir þeirra beinlínis segja ósatt í ræðu, greinum og viðtölum. Loftslagssamningur Sameinuðu Þjóðanna var undirritaður 2015 með þátttöku Íslands en ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi pólitískt skynsamlegt að taka þátt á þeim tíma. Var tekin ákvörðun af ríkisstjórn um að stefna að sömu markmiðum og Evrópusambandið og Noregur þ.e. að ná 40% samdrætti í losun árið 2030 m.v. útblástur árið 1990. Í aðdraganda Parísarfundarinns birti Evrópusambandið afstöðu sína til samningsins þar sem m.a. segir í lið 10, þar sem fjallað er um tillögur ESB til samningsins, að hann skuli innihalda sanngjarnar, metnaðarfullar og mælanlegar skuldbindingar. “10….contain fair, ambitious and quantifiable mitigation commitments by all Parties, consistent with the UNFCCC's principles applied in light of different national circumstances and evolving economic realities and capabilitie”. ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) ESB fagnaði því svo að það væri markmið Íslands og Noregs að fara í samflot með ESB. “ 17. CONFIRMS that the EU and its Member States intend to fulfil their commitments jointly under the Paris Agreement; WELCOMES Norway's and Iceland's intention to participate in this joint fulfilment” ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) Í september 2016 mælti þáverandi utanríkisráðherra fyrir tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins og sjá má í ræðum þingmanna um málið að öll vinnan sé eftir og reyndar þykir sumum að það að stefna að þessum 40% sé ekki nóg. Í þingsályktuninni segir m.a. “[jafnframt] kemur fram að eftir sé að semja við ESB og mögulega önnur ríki um hver skuldbinding Íslands verði innan slíks samkomulags. Ísland muni tryggja að 40% takmarkinu verði náð með því að: 1) halda áfram þátttöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og 2) ákvarða losunarmarkmið utan viðskiptakerfisins með því að beita sömu aðferðafræði og ríki ESB. Einnig kemur fram að komi til þess að samkomulag náist ekki við ESB muni Ísland ákvarða framlag með öðrum hætti. Það voru því ráðherrar Bjartrar Framtíðar (Ríkisstjórnin 2017), Vinstri Grænna, og Sjálfstæðisflokksins sem bera ábyrgð á því að semja um framlag Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig verið við samningaborðið þann tíma sem samningaviðræður um hlut Íslands fóru fram. Allt skynsamt fólk sem ekki kýs að hagræða sannleikanum sér að 2015 var eingöngu stefnt að því að ná 40% samdrætti. Restin er því á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og fylgifiska hans. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar