Þetta kemur fram á bandaríska slúðurmiðlinum TMZ. Þar segir að hjónin hafi ákveðið flytja til Englands eftir að ljóst var að Donald Trump hafði betur gegn Demókratanum Kamölu Harris í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum.
Þá segir að Ellen og Portia hafi nú þegar komið sér fyrir í húsi á Cotswolds svæðinu, sem er tveimur tímum fyrir utan London. Líkt og við var að búast eiga aðrar stórstjörnur eignir á svæðinu. Má þar nefna David og Victoriu Beckham, Kate Moss, Elizabeth Hurley, og Jeremy Clarkson.
Auk þess kemur fram að hjónin hyggjast selja glæsisetur sitt í Montecito, fyrir utan Los Angeles, á sölu á næstunni. Ólíklegt sé að þær muni flytja aftur til Bandaríkjanna á meðan Trump sitji við stjórnvölinn.
Portia og Ellen byrjuðu saman árið 2004. Þær gengu svo í hjónaband á heimili þeirra í ágúst árið 2008.