Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 21. nóvember 2024 12:15 Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og verja réttindi og kjör einyrkja og sjálfstætt starfandi. Staða þess hóps getur verið mjög misjöfn en í mjög mörgum tilfellum er gengið á réttindi þeirra. Einyrkjar og sjálfstætt starfandi sem starfa mikið fyrir stór fyrirtæki eða stofnanir geta oft illa varist sterkri samningsstöðu stóru aðilanna, geta ekki verðlagt sig eftir eigin verðleikum og hafa oftar en ekki litla stjórn á sínum vinnutíma og aðstæðum. Stjórnmálamenn þurfa því að huga sérstaklega að kjörum og aðstæðum þeirra og við í Samfylkingunni höfnum hvers kyns hugmyndum um að einyrkjar og sjálfstætt starfandi séu skattlagðir umfram aðra hópa. Kvikmyndageirinn skiptir landið miklu máli enda mikil verðmætasköpun sem þar fer fram. Við höfum upp á fjölmargt að bjóða sem gerir okkur eftirsótt. Þá er það ekki bara okkar fallega land heldur eru það sérfræðingarnir, kvikmyndagerðarfólkið, sem hafa framúrskarandi hæfileika sem er langstærsti þátturinn sem erlend stórfyrirtæki sækja í. Okkur ber að tryggja þessu frábæra fólki viðunandi starfsaðstæður og starfskjör. Gigg- eða deilihagkerfið hefur sína kosti og galla. Það getur verið eftirsóknarvert að taka upp nýjar aðferðir við atvinnusköpun en sporin hræða. Það er mjög brýnt að tryggja hagsmuni fólksins þegar nýjungar eru teknar upp. Hver tryggir fólki veikindaréttinn þegar þú ert verkefnaráðinn? Hver er uppsagnarfresturinn þinn? Færðu fæðingarorlof og hvernig er með sumarorlofið þitt? Því miður er neikvæða hlið deilihagkerfisins sú að þessir grundvallarþættir eru oft hunsaðir og hreinlega tapast. Það viljum við ekki. Við sem norrænt velferðarsamfélag eigum að styðja hvert annað þegar á reynir. Hvað þarf að gera til að verja stöðu einyrkja og sjálfstætt starfandi? Það þarf að tryggja að ákvæði kjarasamninga verkalýðsfélaga séu virt í einu og öllu og að tekið sé tillit til þeirra réttinda sem kjarasamningar kveða á um. Við þurfum að tryggja að sterkir aðilar geti ekki haft hamlandi áhrif á samkeppni á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður að tryggja að samkeppnislög séu virt en ekki á kostnað launafólks, einyrkja eða sjálfstætt starfandi. Styrkja þarf verulega Samkeppniseftirlitið enda er það megin forsenda þess að mögulegt sé að bregðast við grunsemdum um brot á samkeppnislögum að eftirlitið hafi fjármagn og mannafla til að beita sér í þeim málum. Raunin er hins vegar sú að Samkeppniseftirlitið hefur verið fjársvelt á undanförnum árum. Tryggja þarf að einyrkjar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geti leitað til aðila sem geta veitt stuðning þegar grunur er um að á þeim sé brotið. Félagsleg undirboð verður að stöðva hvar sem þau er að finna. Stöndum vörð um réttindi fólksins! Höfundur er formaður RSÍ, fyrrv. forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og verja réttindi og kjör einyrkja og sjálfstætt starfandi. Staða þess hóps getur verið mjög misjöfn en í mjög mörgum tilfellum er gengið á réttindi þeirra. Einyrkjar og sjálfstætt starfandi sem starfa mikið fyrir stór fyrirtæki eða stofnanir geta oft illa varist sterkri samningsstöðu stóru aðilanna, geta ekki verðlagt sig eftir eigin verðleikum og hafa oftar en ekki litla stjórn á sínum vinnutíma og aðstæðum. Stjórnmálamenn þurfa því að huga sérstaklega að kjörum og aðstæðum þeirra og við í Samfylkingunni höfnum hvers kyns hugmyndum um að einyrkjar og sjálfstætt starfandi séu skattlagðir umfram aðra hópa. Kvikmyndageirinn skiptir landið miklu máli enda mikil verðmætasköpun sem þar fer fram. Við höfum upp á fjölmargt að bjóða sem gerir okkur eftirsótt. Þá er það ekki bara okkar fallega land heldur eru það sérfræðingarnir, kvikmyndagerðarfólkið, sem hafa framúrskarandi hæfileika sem er langstærsti þátturinn sem erlend stórfyrirtæki sækja í. Okkur ber að tryggja þessu frábæra fólki viðunandi starfsaðstæður og starfskjör. Gigg- eða deilihagkerfið hefur sína kosti og galla. Það getur verið eftirsóknarvert að taka upp nýjar aðferðir við atvinnusköpun en sporin hræða. Það er mjög brýnt að tryggja hagsmuni fólksins þegar nýjungar eru teknar upp. Hver tryggir fólki veikindaréttinn þegar þú ert verkefnaráðinn? Hver er uppsagnarfresturinn þinn? Færðu fæðingarorlof og hvernig er með sumarorlofið þitt? Því miður er neikvæða hlið deilihagkerfisins sú að þessir grundvallarþættir eru oft hunsaðir og hreinlega tapast. Það viljum við ekki. Við sem norrænt velferðarsamfélag eigum að styðja hvert annað þegar á reynir. Hvað þarf að gera til að verja stöðu einyrkja og sjálfstætt starfandi? Það þarf að tryggja að ákvæði kjarasamninga verkalýðsfélaga séu virt í einu og öllu og að tekið sé tillit til þeirra réttinda sem kjarasamningar kveða á um. Við þurfum að tryggja að sterkir aðilar geti ekki haft hamlandi áhrif á samkeppni á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður að tryggja að samkeppnislög séu virt en ekki á kostnað launafólks, einyrkja eða sjálfstætt starfandi. Styrkja þarf verulega Samkeppniseftirlitið enda er það megin forsenda þess að mögulegt sé að bregðast við grunsemdum um brot á samkeppnislögum að eftirlitið hafi fjármagn og mannafla til að beita sér í þeim málum. Raunin er hins vegar sú að Samkeppniseftirlitið hefur verið fjársvelt á undanförnum árum. Tryggja þarf að einyrkjar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geti leitað til aðila sem geta veitt stuðning þegar grunur er um að á þeim sé brotið. Félagsleg undirboð verður að stöðva hvar sem þau er að finna. Stöndum vörð um réttindi fólksins! Höfundur er formaður RSÍ, fyrrv. forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar