Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 12:28 Alfreð Finnbogason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hann var heiðraður fyrir sín störf í þágu þjóðar, fyrir leikinn í gær. vísir/Anton Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. Alfreð, sem er 35 ára gamall, tilkynnti í ágúst að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Hans síðasti leikur á ferlinum var með belgíska liðinu Eupen í ágúst en síðan þá hefur hann verið án félags, og óvissa ríkt um framhaldið. Í færslu á Instagram í dag skrifar Alfreð hins vegar stutt kveðjubréf til fótboltans. View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) „Kæri fótbolti. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Þessi fimm ára strákur átti sér einn draum. Ég var nógu heppinn að fá að upplifa hann á hverjum degi, og svo mikið meira. Bless.“ Alfreð er uppalinn í Grindavík en bjó einnig í Skotlandi í tvö ár og æfði svo einnig með yngri flokkum Fjölnis og Breiðabliks. Hann hóf svo meistaraflokksferil sinn með Breiðabliki, þar sem hann sló í gegn sumarið 2009 og skoraði þrettán mörk í efstu deild, í aðeins átján leikjum, og hlaut bronsskóinn. Markið gegn Argentínu og mörkin sem komu Íslandi á HM Þessi mikli markahrókur var þar með kominn á kortið og átti eftir að raða inn mörkum víða um Evrópu. Hann náði sérstaklega miklu flugi sem framherji Heerenveen í Hollandi, þar sem hann gerði heil 53 mörk í 65 leikjum í efstu deild, og hjá Augsburg í Þýskalandi, þar sem hann dvaldi lengst eða sex ár, en lék einnig í Belgíu, á Spáni og í Danmörku. Fyrir Ísland skoraði hann átján mörk í 73 A-landsleikjum og það eftirminnilegasta í hugum flestra er eflaust markið gegn Argentínu 2018, það fyrsta sem Ísland skoraði á heimsmeistaramóti. 🇮🇸🌍🥳#OnThisDay in 2018, Iceland became the smallest nation ever to compete at the #WorldCup - and marked the occasion by drawing 1-1 with Messi's Argentina. @footballiceland | @A_Finnbogason pic.twitter.com/KhD9rwMeud— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2021 Hann skoraði einnig þrjú dýrmæt mörk á leið Íslands á sitt fyrsta HM, í leikjum við Úkraínu, Finnland og Tyrkland í undankeppninni. Tæknilegur rágjafi Breiðabliks Ljóst er að Alfreð verður áfram við störf í knattspyrnuheiminum en í byrjun ágúst var tilkynnt að hann hefði verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks, félagsins sem hann fagnaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitli með á sínum tíma. Alfreð sagði þegar ráðningin var tilkynnt að fótboltaferill sinn yrði áfram í forgangi en nú er ljóst að hann spilar ekki fleiri leiki. „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ásamt því að vera þeirra ráðgjafi varðandi fótbolta tengdar ákvarðanir, þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Við áttum góð samtöl og vorum sammála um að á meðan margt er í mjög góðum farvegi hjá Breiðablik, þá eru atriði sem hægt er að gera betur í sameiningu með rétta teyminu. Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið. Minn fótboltaferill mun áfram vera mitt forgangsatriði ásamt því núna að vera Breiðablik til halds og traust þegar það á við,“ sagði Alfreð í ágúst. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Alfreð, sem er 35 ára gamall, tilkynnti í ágúst að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Hans síðasti leikur á ferlinum var með belgíska liðinu Eupen í ágúst en síðan þá hefur hann verið án félags, og óvissa ríkt um framhaldið. Í færslu á Instagram í dag skrifar Alfreð hins vegar stutt kveðjubréf til fótboltans. View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) „Kæri fótbolti. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Þessi fimm ára strákur átti sér einn draum. Ég var nógu heppinn að fá að upplifa hann á hverjum degi, og svo mikið meira. Bless.“ Alfreð er uppalinn í Grindavík en bjó einnig í Skotlandi í tvö ár og æfði svo einnig með yngri flokkum Fjölnis og Breiðabliks. Hann hóf svo meistaraflokksferil sinn með Breiðabliki, þar sem hann sló í gegn sumarið 2009 og skoraði þrettán mörk í efstu deild, í aðeins átján leikjum, og hlaut bronsskóinn. Markið gegn Argentínu og mörkin sem komu Íslandi á HM Þessi mikli markahrókur var þar með kominn á kortið og átti eftir að raða inn mörkum víða um Evrópu. Hann náði sérstaklega miklu flugi sem framherji Heerenveen í Hollandi, þar sem hann gerði heil 53 mörk í 65 leikjum í efstu deild, og hjá Augsburg í Þýskalandi, þar sem hann dvaldi lengst eða sex ár, en lék einnig í Belgíu, á Spáni og í Danmörku. Fyrir Ísland skoraði hann átján mörk í 73 A-landsleikjum og það eftirminnilegasta í hugum flestra er eflaust markið gegn Argentínu 2018, það fyrsta sem Ísland skoraði á heimsmeistaramóti. 🇮🇸🌍🥳#OnThisDay in 2018, Iceland became the smallest nation ever to compete at the #WorldCup - and marked the occasion by drawing 1-1 with Messi's Argentina. @footballiceland | @A_Finnbogason pic.twitter.com/KhD9rwMeud— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2021 Hann skoraði einnig þrjú dýrmæt mörk á leið Íslands á sitt fyrsta HM, í leikjum við Úkraínu, Finnland og Tyrkland í undankeppninni. Tæknilegur rágjafi Breiðabliks Ljóst er að Alfreð verður áfram við störf í knattspyrnuheiminum en í byrjun ágúst var tilkynnt að hann hefði verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks, félagsins sem hann fagnaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitli með á sínum tíma. Alfreð sagði þegar ráðningin var tilkynnt að fótboltaferill sinn yrði áfram í forgangi en nú er ljóst að hann spilar ekki fleiri leiki. „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ásamt því að vera þeirra ráðgjafi varðandi fótbolta tengdar ákvarðanir, þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Við áttum góð samtöl og vorum sammála um að á meðan margt er í mjög góðum farvegi hjá Breiðablik, þá eru atriði sem hægt er að gera betur í sameiningu með rétta teyminu. Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið. Minn fótboltaferill mun áfram vera mitt forgangsatriði ásamt því núna að vera Breiðablik til halds og traust þegar það á við,“ sagði Alfreð í ágúst.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira