Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2024 08:44 Ástralirnir sem veiktust voru fluttir á sjúkrahús í Bangkok í Taílandi. Annar þeirra lést. AP/Sakchai Lalit Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. Að minnsta kosti fimm hafa látist af völdum eitrunarinnar en talið er að einstaklingarnir hafi neytt áfengis sem meðal annars var gert úr tréspíra. Nokkrir virðast hafa verið handteknir í tengslum við málið en starfsmenn Nana gistiheimilisins staðfestu að eigandinn og framkvæmdastjórinn væru þeirra á meðal. Tvær stúlkur frá Ástralíu sem urðu fyrir eitruninni dvöldu á gistiheimilinu. Önnur þeirra er látin og hin þungt haldin. Yfirvöld í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum hafa gefið út ferðaviðvörun vegna málsins en ekki er vitað hversu umfangsmikið það er. Einn Bandaríkjamaður er meðal látnu, auk áströlsku stúlkunnar, tveggja Dana og 28 ára breskrar konu. Afar litlar upplýsingar hafa fengist um málið og rannsókn þess og utanríkisráðuneyti Laos neitað að tjá sig. Sjúkrahúsið þar sem sjúklingar eru taldir hafa fengið meðferð vísaði á bæjaryfirvöld í Vang Vieng, sem einnig hafa neitað að tjá sig. Guardian hefur eftir Neil Farmiloe, eiganda veitingastaðarins Kiwi Kitchen, að margir viðskiptavina hans séu uggandi vegna málsins en eins og fyrr segir er algjörlega óvíst hversu umfangsmikið það kann að vera. Vitað er að Ástralirnir tveir höfðu verið á djamminu áður en þeir veiktust og meðal annars þegið ókeypis skot af innlendum vodka ásamt öðrum gestum Nana gistiheimilisins. Laos Áfengi og tóbak Danmörk Bandaríkin Ástralía Taíland Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Að minnsta kosti fimm hafa látist af völdum eitrunarinnar en talið er að einstaklingarnir hafi neytt áfengis sem meðal annars var gert úr tréspíra. Nokkrir virðast hafa verið handteknir í tengslum við málið en starfsmenn Nana gistiheimilisins staðfestu að eigandinn og framkvæmdastjórinn væru þeirra á meðal. Tvær stúlkur frá Ástralíu sem urðu fyrir eitruninni dvöldu á gistiheimilinu. Önnur þeirra er látin og hin þungt haldin. Yfirvöld í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum hafa gefið út ferðaviðvörun vegna málsins en ekki er vitað hversu umfangsmikið það er. Einn Bandaríkjamaður er meðal látnu, auk áströlsku stúlkunnar, tveggja Dana og 28 ára breskrar konu. Afar litlar upplýsingar hafa fengist um málið og rannsókn þess og utanríkisráðuneyti Laos neitað að tjá sig. Sjúkrahúsið þar sem sjúklingar eru taldir hafa fengið meðferð vísaði á bæjaryfirvöld í Vang Vieng, sem einnig hafa neitað að tjá sig. Guardian hefur eftir Neil Farmiloe, eiganda veitingastaðarins Kiwi Kitchen, að margir viðskiptavina hans séu uggandi vegna málsins en eins og fyrr segir er algjörlega óvíst hversu umfangsmikið það kann að vera. Vitað er að Ástralirnir tveir höfðu verið á djamminu áður en þeir veiktust og meðal annars þegið ókeypis skot af innlendum vodka ásamt öðrum gestum Nana gistiheimilisins.
Laos Áfengi og tóbak Danmörk Bandaríkin Ástralía Taíland Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira