Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar 22. nóvember 2024 17:16 Flestu venjulegu fólki var væntanlega brugðið þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var uppfærður með viðauka í ágúst s.l. Gjörningurinn sýnir vel hve Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður ríkjum í nær öllum sveitarfélögum í kringum Reykjavík, hefur fjarlægst gildi sín. Verðmiði sáttmálans hækkaði um litla 190 ma. kr., fór úr 120 ma. kr. í 311 ma.kr. Hefur þá kostnaðurinn við hann 2,5 faldast frá gerð hans í september 2019. Virðingarleysið fyrir kostnaðaráætluninni er slíkt að sjálfur fjármálaráðherrann lét þess getið á undirritunardegi viðaukans að líklega myndi kostnaður hans hækka enn frekar. Eftir uppfærsluna er ráðgert að minnsta kosti 143 ma. kr. kostnaðarins verði fjármagnaður með flýti- og umferðargjöldum. Almenningur greiðir því líklega mesta framlagið með beinum gjöldum. Það stefnir í að Betri samgöngur ohf. verði ríki í ríkinu verði sáttmálinn að veruleika. Ljósastýrða umferð „strax“ Rúmlega fimm ár eru síðan samgöngusáttmálinn var undirritaður. Þar segir að ráðast skuli strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að orðið „strax“ hefur skrýtna merkingu hjá þeim stjórnmálaflokkum sem standa að sáttmálanum því nær ekkert hefur verið gert til að bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Þó liggur fyrir samkvæmt úttektum að þessi ódýrasti hluti sáttmálans getur bætt umferðarflæði um höfuðborgarsvæðið um allt að 40%, líka á annatímum. Þennan hluta samgöngusáttmálans vill Miðflokkurinn að verði framkvæmdur strax, þá meinum við strax í eiginlegum skilningi orðsins og að framkvæmd þessa hluta sáttmálans sé forsenda frekari þátttöku ríkisins að málinu. Nálgun Miðflokksins við uppbyggingu samgöngumannvirkja höfuðborgarsvæðisins Miðflokkurinn hefur aðra nálgun varðandi samgöngusáttmálann og hafnar núverandi hugmyndum um borgarlínu. Stefna okkar byggir á heilbrigðri skynsemi. Við viljum rjúfa áratuga kyrrstöðu í nauðsynlegri uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að festa íbúa í vítahring óraunhæfra og kostnaðarsamra hugmynda borgarlínu og samgöngusáttmála. Gíslatöku höfuðborgarsvæðisins verður að ljúka þegar kemur að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Þá verður fjármögnun slíks sáttmála að byggja á raunveruleikanum og skynsemi þar sem bein gjaldtaka af notendum verði í raun afmörkuð við einstakar framkvæmdir en ekki opin og almenn veiðiheimild á almenning til mjög langrar framtíðar eins og nú er gert ráð fyrir í fagurorðinu „flýtigjöld“. Sundabrautin verður að komast í framkvæmd eftir áratuga hik og tafir. Sundabraut er mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsins og tryggir flóttaleið frá höfuðborgarsvæðinu. Hún léttir á umferð í gegnum Mosfellsbæ og efri byggðir Reykjavíkur, styttir vegalengdir landsmanna inn í höfuðborgina, skapar gott byggingarland meðfram allri leiðinni og dregur úr umferð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Engin uppbygging samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu er jafn mikilvæg og skynsöm og þessi. Vilji er allt sem þarf Þessar tvær aðgerðir, bætt umferðarljósastýring og Sundabraut, eiga að hafa algjöran forgang í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tvær aðgerðir eru ekki bara raunhæfar heldur leggja þær nýjan grundvöll að forgangsröðun frekari framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þar hljóta mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og Fjarðarhraun og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar að vera mjög ofarlega í röðinni í ljósi umferðarþunga. Við þurfum að áfangaskipta uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu og forgangsraða í þágu þeirrar staðreyndar að almenningur fer ferða sinna á einkabíl í þeirri veðráttu sem hér ríkir. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samgöngur Borgarlína Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Flestu venjulegu fólki var væntanlega brugðið þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var uppfærður með viðauka í ágúst s.l. Gjörningurinn sýnir vel hve Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður ríkjum í nær öllum sveitarfélögum í kringum Reykjavík, hefur fjarlægst gildi sín. Verðmiði sáttmálans hækkaði um litla 190 ma. kr., fór úr 120 ma. kr. í 311 ma.kr. Hefur þá kostnaðurinn við hann 2,5 faldast frá gerð hans í september 2019. Virðingarleysið fyrir kostnaðaráætluninni er slíkt að sjálfur fjármálaráðherrann lét þess getið á undirritunardegi viðaukans að líklega myndi kostnaður hans hækka enn frekar. Eftir uppfærsluna er ráðgert að minnsta kosti 143 ma. kr. kostnaðarins verði fjármagnaður með flýti- og umferðargjöldum. Almenningur greiðir því líklega mesta framlagið með beinum gjöldum. Það stefnir í að Betri samgöngur ohf. verði ríki í ríkinu verði sáttmálinn að veruleika. Ljósastýrða umferð „strax“ Rúmlega fimm ár eru síðan samgöngusáttmálinn var undirritaður. Þar segir að ráðast skuli strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að orðið „strax“ hefur skrýtna merkingu hjá þeim stjórnmálaflokkum sem standa að sáttmálanum því nær ekkert hefur verið gert til að bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Þó liggur fyrir samkvæmt úttektum að þessi ódýrasti hluti sáttmálans getur bætt umferðarflæði um höfuðborgarsvæðið um allt að 40%, líka á annatímum. Þennan hluta samgöngusáttmálans vill Miðflokkurinn að verði framkvæmdur strax, þá meinum við strax í eiginlegum skilningi orðsins og að framkvæmd þessa hluta sáttmálans sé forsenda frekari þátttöku ríkisins að málinu. Nálgun Miðflokksins við uppbyggingu samgöngumannvirkja höfuðborgarsvæðisins Miðflokkurinn hefur aðra nálgun varðandi samgöngusáttmálann og hafnar núverandi hugmyndum um borgarlínu. Stefna okkar byggir á heilbrigðri skynsemi. Við viljum rjúfa áratuga kyrrstöðu í nauðsynlegri uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að festa íbúa í vítahring óraunhæfra og kostnaðarsamra hugmynda borgarlínu og samgöngusáttmála. Gíslatöku höfuðborgarsvæðisins verður að ljúka þegar kemur að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Þá verður fjármögnun slíks sáttmála að byggja á raunveruleikanum og skynsemi þar sem bein gjaldtaka af notendum verði í raun afmörkuð við einstakar framkvæmdir en ekki opin og almenn veiðiheimild á almenning til mjög langrar framtíðar eins og nú er gert ráð fyrir í fagurorðinu „flýtigjöld“. Sundabrautin verður að komast í framkvæmd eftir áratuga hik og tafir. Sundabraut er mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsins og tryggir flóttaleið frá höfuðborgarsvæðinu. Hún léttir á umferð í gegnum Mosfellsbæ og efri byggðir Reykjavíkur, styttir vegalengdir landsmanna inn í höfuðborgina, skapar gott byggingarland meðfram allri leiðinni og dregur úr umferð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Engin uppbygging samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu er jafn mikilvæg og skynsöm og þessi. Vilji er allt sem þarf Þessar tvær aðgerðir, bætt umferðarljósastýring og Sundabraut, eiga að hafa algjöran forgang í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tvær aðgerðir eru ekki bara raunhæfar heldur leggja þær nýjan grundvöll að forgangsröðun frekari framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þar hljóta mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og Fjarðarhraun og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar að vera mjög ofarlega í röðinni í ljósi umferðarþunga. Við þurfum að áfangaskipta uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu og forgangsraða í þágu þeirrar staðreyndar að almenningur fer ferða sinna á einkabíl í þeirri veðráttu sem hér ríkir. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun