Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar 24. nóvember 2024 13:17 Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg. Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra kynnti áætlanir um uppbyggingu nýs öryggisfangelsins í landi Stóra Hrauns við Eyrarbakka. Nýja fangelsið á að geta tekið við um 128 föngum þegar það er fullbyggt, með möguleika á stækkun til framtíðar. Í dag geta verið allt að 80 fangar á Litla Hrauni í húsnæði sem komið er í viðhaldsþörf. Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg. Áætlað er að byggja fangelsið upp á næstu fjórum árum og taka það í notkun á árinu 2028. Vonandi ganga þau áform eftir enda um stóra fjárfestingu að ræða fyrir samfélagið okkar. Fram kom á kynningunni að um væri að ræða nútíma öryggisfangelsi sem yrði byggt upp að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Selfossbrú mun rísa Það létti hjá mörgum þegar undirritun fór fram um byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá í golfskálanum á Selfossi. Verkefni sem hefur tafist óþarflega mikið en fögnum því að loksins sé komið að framkvæmdum. Strax í framhaldinu tók Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og innviðaráðherra fyrstu skóflustunguna að brúnni sem áætlað er að verði tilbúin árið 2028. Brúin verður byggð af ÞG verktökum og hefur verið nefnd “Selfossbrúin” af heimafólki. Finnst það nafn falla vel að verkefninu sem felur bæði í sér uppbyggingu brúarinnar og tengivega báðu megin árinnar. Selfossbrú séð frá núverandi Ölfusárbrú.Örn Óskarsson Selfossbrúin verður mikil samgöngubót við Selfoss þar sem ófáir kannast við langar raðir eftir Suðurlandsvegi í dag til að komast yfir núverandi brú í austur eða vesturátt. Íbúar og gestir sem vilja nýta þá fjölbreyttu þjónustu sem er á svæðinu, geta þá vonandi átt greiðari leið um gömlu brúnna. Þessi verkefni ásamt fleirum á Suðurlandi eru mikil lyftistöng fyrir samfélagið og sýna þá miklu uppbyggingu sem er í gangi á svæðinu. Hvort sem um er að ræða samgöngur, orkumál, íbúðauppbyggingu eða aðra atvinnustarfsemi þá er hugur í Sunnlendingum að halda áfram og efla svæðið enn frekar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Samgöngur Fangelsismál Byggðamál Ný Ölfusárbrú Bragi Bjarnason Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg. Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra kynnti áætlanir um uppbyggingu nýs öryggisfangelsins í landi Stóra Hrauns við Eyrarbakka. Nýja fangelsið á að geta tekið við um 128 föngum þegar það er fullbyggt, með möguleika á stækkun til framtíðar. Í dag geta verið allt að 80 fangar á Litla Hrauni í húsnæði sem komið er í viðhaldsþörf. Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg. Áætlað er að byggja fangelsið upp á næstu fjórum árum og taka það í notkun á árinu 2028. Vonandi ganga þau áform eftir enda um stóra fjárfestingu að ræða fyrir samfélagið okkar. Fram kom á kynningunni að um væri að ræða nútíma öryggisfangelsi sem yrði byggt upp að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Selfossbrú mun rísa Það létti hjá mörgum þegar undirritun fór fram um byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá í golfskálanum á Selfossi. Verkefni sem hefur tafist óþarflega mikið en fögnum því að loksins sé komið að framkvæmdum. Strax í framhaldinu tók Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og innviðaráðherra fyrstu skóflustunguna að brúnni sem áætlað er að verði tilbúin árið 2028. Brúin verður byggð af ÞG verktökum og hefur verið nefnd “Selfossbrúin” af heimafólki. Finnst það nafn falla vel að verkefninu sem felur bæði í sér uppbyggingu brúarinnar og tengivega báðu megin árinnar. Selfossbrú séð frá núverandi Ölfusárbrú.Örn Óskarsson Selfossbrúin verður mikil samgöngubót við Selfoss þar sem ófáir kannast við langar raðir eftir Suðurlandsvegi í dag til að komast yfir núverandi brú í austur eða vesturátt. Íbúar og gestir sem vilja nýta þá fjölbreyttu þjónustu sem er á svæðinu, geta þá vonandi átt greiðari leið um gömlu brúnna. Þessi verkefni ásamt fleirum á Suðurlandi eru mikil lyftistöng fyrir samfélagið og sýna þá miklu uppbyggingu sem er í gangi á svæðinu. Hvort sem um er að ræða samgöngur, orkumál, íbúðauppbyggingu eða aðra atvinnustarfsemi þá er hugur í Sunnlendingum að halda áfram og efla svæðið enn frekar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar