Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 13:46 Ása og dóttir hennar Victoria á skrifstofu lögmanns Ásu í Central Islip í New York. Getty/Newsday/James Carbone Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu, hyggst selja hús þeirra hjóna á Long Island þar sem talið er að voðaverkin hafi verið framið. Dagblaðið New York Times greinir frá þessu. DV greindi frá fyrst íslenskra miðla. Tómum gám hefur verið komið fyrir við heimilið og virðist sem svo að Ása og fjölskylda sé að flytja búslóðina á brott. „Það besta sem gæti gerst er að ef húsið yrði rifið niður og nýtt hús yrði byggt á lóðinni, þannig er hægt að eyða öllum minningum um þetta,“ sagði áttræður nágranni í samtali við New York Times. Heuermann er nú vistaður í fangelsi í Suffolk-sýslu í New York en hann hefur tvisvar verið dreginn fyrir dómstól síðan hann var ákærður í fyrra. Hann býður nú yfirvofandi réttarhalda. Lögmaður Heuermann vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldum og segir tæknina sem notuð var við að bendla umbjóðanda sinn við morðin vera „töfra“. Umrætt hús var æskuheimili Heuermanns en Ása bjó með honum þar síðustu þrjá áratugi á sama tíma og morðin sex áttu sér stað. Ása er sögð ætla flytja til Suður Karólínu ásamt börnunum sínum tveimur sem eru upp komin. Ása hefur áður krafið alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, um bætur eftir leit þeirra á heimilinu lagði allt í rúst. Ása mun hljóta lögskilnað frá Heuermann innan sex mánaða en þá mun hún setja húsið á sölulista en í kjallara hússins er Heuermann sagður hafa geymt vopn og skipulagsgögn fyrir morðin. Unnið er að gerð heimildarmyndar um málið sem Ása tekur þátt í. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Dagblaðið New York Times greinir frá þessu. DV greindi frá fyrst íslenskra miðla. Tómum gám hefur verið komið fyrir við heimilið og virðist sem svo að Ása og fjölskylda sé að flytja búslóðina á brott. „Það besta sem gæti gerst er að ef húsið yrði rifið niður og nýtt hús yrði byggt á lóðinni, þannig er hægt að eyða öllum minningum um þetta,“ sagði áttræður nágranni í samtali við New York Times. Heuermann er nú vistaður í fangelsi í Suffolk-sýslu í New York en hann hefur tvisvar verið dreginn fyrir dómstól síðan hann var ákærður í fyrra. Hann býður nú yfirvofandi réttarhalda. Lögmaður Heuermann vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldum og segir tæknina sem notuð var við að bendla umbjóðanda sinn við morðin vera „töfra“. Umrætt hús var æskuheimili Heuermanns en Ása bjó með honum þar síðustu þrjá áratugi á sama tíma og morðin sex áttu sér stað. Ása er sögð ætla flytja til Suður Karólínu ásamt börnunum sínum tveimur sem eru upp komin. Ása hefur áður krafið alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, um bætur eftir leit þeirra á heimilinu lagði allt í rúst. Ása mun hljóta lögskilnað frá Heuermann innan sex mánaða en þá mun hún setja húsið á sölulista en í kjallara hússins er Heuermann sagður hafa geymt vopn og skipulagsgögn fyrir morðin. Unnið er að gerð heimildarmyndar um málið sem Ása tekur þátt í.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03