„Þetta var mjög skrýtin stemning“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 13:39 Laura Sólveig Lefort Scheefer er fulltrúi Ungra umhverfissinna á COP29. Laura Sólveig Fulltrúi Ungra umhverfissinna á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, segir samkomulag sem skrifað var undir í nótt ekki ganga nærri því nógu langt. Dramatík hafi einkennt undirskriftina, eins og ráðstefnuna sjálfa daginn á undan. Fagnaðarlæti brutust út á COP29 í Bakú í Aserbaídsjan í nótt, þegar samkomulag náðist loks um fjárveitingu þróaðra ríkja til þróunarríkja, til aðstoðar þeim síðarnefndu í baráttu við loftslagsvána. Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra umhverfissinna, hefur verið á ráðstefnunni í Bakú síðustu tvær vikur og fylgdist með því þegar tilkynnt var um hið langþráða samkomulag. „Þetta var mjög skrýtin stemning og mikið klappað en á sama tíma voru líka ákveðin ríki sem réttu hendurnar upp og settu í kross, svona neitunarmerki. Þetta var hádramatískt? „Mjög.“ Blendnar tilfinningar og kaos Sæst var á þrjú hundruð milljarða framlag á ári, sem Lauru sjálfri finnst ekki ganga nógu langt. Þróunarríkin höfðu farið fram á 1,3 billjónir dala. „Sumum finnst þetta frábært og söguleg stund, öðrum finnst þetta ofboðslega leiðinlegt eða jafnvel hrokafullt gagnvart ríkjum sem koma verst úti úr hlýnun jarðar og áhrifum hennar.“ Uppþot varð á ráðstefnunni í gær, þegar fulltrúar þróunarríkjanna strunsuðu margir út af fundi vegna óánægju með upphæðina sem þá var á borðinu. „Þetta var svakalegt, það var rosa mikið af látum og mjög mikil mótmæli á svæðinu. Meira að segja fólkið sem var á vegum umhverfisráðuneyta mismunandi landa vissi jafnmikið og við. Það vissi enginn hvað var í gangi.“ Skandall á ráðstefunni í ár Laura bendir á að í samkomulaginu felist ekki bein skuldbinding fyrir þróuðu ríkin. Hún segir mikilvægt að ráðstefnur á borð við þessa séu áfram haldnar en brýnt sé að endurskoða fyrirkomulagið. Síðustu ár hafi þær í æ auknari mæli orðið vettvangur fyrir fyrirtæki að auglýsa sig. „Það hefur einmitt verið talað um þennan skandal í ár að lobbýistar fyrir jarðefnaeldsneytisiðnaðinn eru hér í massavís, mun fleiri þaðan en þau sem eru hér á vegum tíu fátækustu ríkja í heiminum,“ segir Laura, sem heldur loks heim á leið frá Bakú á morgun. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Aserbaídsjan Tengdar fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23. nóvember 2024 23:12 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. 23. nóvember 2024 14:22 Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. 15. nóvember 2024 06:55 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Fagnaðarlæti brutust út á COP29 í Bakú í Aserbaídsjan í nótt, þegar samkomulag náðist loks um fjárveitingu þróaðra ríkja til þróunarríkja, til aðstoðar þeim síðarnefndu í baráttu við loftslagsvána. Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra umhverfissinna, hefur verið á ráðstefnunni í Bakú síðustu tvær vikur og fylgdist með því þegar tilkynnt var um hið langþráða samkomulag. „Þetta var mjög skrýtin stemning og mikið klappað en á sama tíma voru líka ákveðin ríki sem réttu hendurnar upp og settu í kross, svona neitunarmerki. Þetta var hádramatískt? „Mjög.“ Blendnar tilfinningar og kaos Sæst var á þrjú hundruð milljarða framlag á ári, sem Lauru sjálfri finnst ekki ganga nógu langt. Þróunarríkin höfðu farið fram á 1,3 billjónir dala. „Sumum finnst þetta frábært og söguleg stund, öðrum finnst þetta ofboðslega leiðinlegt eða jafnvel hrokafullt gagnvart ríkjum sem koma verst úti úr hlýnun jarðar og áhrifum hennar.“ Uppþot varð á ráðstefnunni í gær, þegar fulltrúar þróunarríkjanna strunsuðu margir út af fundi vegna óánægju með upphæðina sem þá var á borðinu. „Þetta var svakalegt, það var rosa mikið af látum og mjög mikil mótmæli á svæðinu. Meira að segja fólkið sem var á vegum umhverfisráðuneyta mismunandi landa vissi jafnmikið og við. Það vissi enginn hvað var í gangi.“ Skandall á ráðstefunni í ár Laura bendir á að í samkomulaginu felist ekki bein skuldbinding fyrir þróuðu ríkin. Hún segir mikilvægt að ráðstefnur á borð við þessa séu áfram haldnar en brýnt sé að endurskoða fyrirkomulagið. Síðustu ár hafi þær í æ auknari mæli orðið vettvangur fyrir fyrirtæki að auglýsa sig. „Það hefur einmitt verið talað um þennan skandal í ár að lobbýistar fyrir jarðefnaeldsneytisiðnaðinn eru hér í massavís, mun fleiri þaðan en þau sem eru hér á vegum tíu fátækustu ríkja í heiminum,“ segir Laura, sem heldur loks heim á leið frá Bakú á morgun.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Aserbaídsjan Tengdar fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23. nóvember 2024 23:12 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. 23. nóvember 2024 14:22 Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. 15. nóvember 2024 06:55 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23. nóvember 2024 23:12
Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. 23. nóvember 2024 14:22
Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. 15. nóvember 2024 06:55