„Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar 24. nóvember 2024 14:01 Elsku fallega íslenska þjóðin mín, bæði gömul og ný, ung og miðaldra, nýja og/eða innfædda og öll þau sem eru tilbúin að læra, hlusta og heyra. Í vikunni hlustaði ég á kosningaþátt á Rás 2 þar sem leiðtogar allra flokka í kjördæminu Reykjavíkur suður komu saman og ræddu málin. Eitt af spurningunum var innflytjendamálin. Stjórnendur þáttarins og viðmælendur töluðu ítrekað, og allt of oft, um „útlendingar“ og „þetta fólk“. Þetta stakk mig frekar mikið að ég er knúin til að skrifa opinberlega um þetta. Ekki nóg með það heldur töluðu stjórnmálamenn stundum um „útlendinga“ og „þetta fólk“ í sömu setningu eða samhengi við inngildingu. Sem er auðvitað vanþekking og skammarlegt að heyra. En stjórnmálaflokkar sjálfsagt þurfa ekki neina innflytjendur á lista enda vita Íslendingar miklu betur hvernig þetta allt á að vera (kaldhæðni). Vinsamlegast, og vil meina innilega vinsamlegast, öll þið sem notið hugtakið útlendingar, hættið að kalla fólk, sem er búið að búa hér árum saman, útlendinga. Þau eru ekki útlendingar heldur innflytjendur! Þó ég sé af erlendum uppruna þá er ég ekki útlendingur heldur innflytjandi. Ég flutti frá öðru landi inn í þetta land, Ísland. Ég er flutt inn, ekki út. Útlendingar geta verið ferðamenn en ekki fólk sem sest að hér á landi. Tala nú ekki um fólk sem er búið að búa hér tugi ára. Í öðru lagi, vinsamlegast hættið að kalla innflytjendur „þetta fólk“. Hvaða „þetta fólk“? Hvað er átt við með því? Með að vísa í „þetta fólk“ eruð þið að gefa til kynna að innflytjendur séu einhvern veginn öðruvísi fólk en allir hinir. „Þetta fólk“ hefur nafn og eru kallaðir innflytjendur. Mjög fín íslensk orð. Venjist því vinsamlegast og prófið að nota fallega tungumálið okkar á annan hátt en að smætta einstaklinga af erlendum uppruna. Því þetta er auðvitað ekkert annað en smættun. Inngilding (e. inclusion) er síðan hugtak sem þýðir að tilheyra. Þú ert inni í einhverju og samþykktur sem slíkur. Hluti af einhverju. Innflytjendur og aðrir samfélagsþegnar í samfélaginu eru hluti af heildinni. Þau eru að tilheyra samfélaginu. Nei, enginn er að tala um aðlögun að innflytjendum né um að Íslendingar þurfi að breyta einu né neinu þegar við erum tala um inngildingu. Heldur vera móttækileg fyrir að opna samfélagið og taka tillit til annarra. Leyfa þeim að vera hluti af samfélaginu. Inngilding er þegar þú þekkir þína menningu, gildi og veist hver þú ert þá áttu auðvelt með að meðtaka og virða aðra og framandi menningarheima. Þetta snýst um að vita hvaðan þú kemur svo þú getir tekist á við hvaðan aðrir koma. Sýna þeim skilning, tillit og virðingu. En þú þarft ekki að breyta neinu frekar en þú vilt. Endilega takið þessum skrifum alvarlega. Því við getum aldrei orðið eitt og inngild samfélag þegar við erum að skipta fólki í „útlendinga“ og „þetta fólk“ í beinni útsendingu í útvarpi allra landsmanna. Hættum að smætta fólk með þessu hætti og tökum inngildingu alvarlega. Fólk eðlilega getur ekki tekið þátt í samfélaginu þar sem þau eru alltaf aðgreind í „þetta fólk“ og „útlendingar“. Það er augljóslega ekki inngilding því þú tilheyrir ekki sem „útlendingur“ né „þetta fólk“. Ef þú ert með fordóma og veist ekki betur þá áttu að spyrja. Þetta á við um allt og alla. Góðar stundir. Höfundur er innflytjandi sem sárnar hvert skipti sem hún heyrir að tungumálið, sem henni þykir vænt um og hefur lagt mikla áherslu á að læra, er notað gegn henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Elsku fallega íslenska þjóðin mín, bæði gömul og ný, ung og miðaldra, nýja og/eða innfædda og öll þau sem eru tilbúin að læra, hlusta og heyra. Í vikunni hlustaði ég á kosningaþátt á Rás 2 þar sem leiðtogar allra flokka í kjördæminu Reykjavíkur suður komu saman og ræddu málin. Eitt af spurningunum var innflytjendamálin. Stjórnendur þáttarins og viðmælendur töluðu ítrekað, og allt of oft, um „útlendingar“ og „þetta fólk“. Þetta stakk mig frekar mikið að ég er knúin til að skrifa opinberlega um þetta. Ekki nóg með það heldur töluðu stjórnmálamenn stundum um „útlendinga“ og „þetta fólk“ í sömu setningu eða samhengi við inngildingu. Sem er auðvitað vanþekking og skammarlegt að heyra. En stjórnmálaflokkar sjálfsagt þurfa ekki neina innflytjendur á lista enda vita Íslendingar miklu betur hvernig þetta allt á að vera (kaldhæðni). Vinsamlegast, og vil meina innilega vinsamlegast, öll þið sem notið hugtakið útlendingar, hættið að kalla fólk, sem er búið að búa hér árum saman, útlendinga. Þau eru ekki útlendingar heldur innflytjendur! Þó ég sé af erlendum uppruna þá er ég ekki útlendingur heldur innflytjandi. Ég flutti frá öðru landi inn í þetta land, Ísland. Ég er flutt inn, ekki út. Útlendingar geta verið ferðamenn en ekki fólk sem sest að hér á landi. Tala nú ekki um fólk sem er búið að búa hér tugi ára. Í öðru lagi, vinsamlegast hættið að kalla innflytjendur „þetta fólk“. Hvaða „þetta fólk“? Hvað er átt við með því? Með að vísa í „þetta fólk“ eruð þið að gefa til kynna að innflytjendur séu einhvern veginn öðruvísi fólk en allir hinir. „Þetta fólk“ hefur nafn og eru kallaðir innflytjendur. Mjög fín íslensk orð. Venjist því vinsamlegast og prófið að nota fallega tungumálið okkar á annan hátt en að smætta einstaklinga af erlendum uppruna. Því þetta er auðvitað ekkert annað en smættun. Inngilding (e. inclusion) er síðan hugtak sem þýðir að tilheyra. Þú ert inni í einhverju og samþykktur sem slíkur. Hluti af einhverju. Innflytjendur og aðrir samfélagsþegnar í samfélaginu eru hluti af heildinni. Þau eru að tilheyra samfélaginu. Nei, enginn er að tala um aðlögun að innflytjendum né um að Íslendingar þurfi að breyta einu né neinu þegar við erum tala um inngildingu. Heldur vera móttækileg fyrir að opna samfélagið og taka tillit til annarra. Leyfa þeim að vera hluti af samfélaginu. Inngilding er þegar þú þekkir þína menningu, gildi og veist hver þú ert þá áttu auðvelt með að meðtaka og virða aðra og framandi menningarheima. Þetta snýst um að vita hvaðan þú kemur svo þú getir tekist á við hvaðan aðrir koma. Sýna þeim skilning, tillit og virðingu. En þú þarft ekki að breyta neinu frekar en þú vilt. Endilega takið þessum skrifum alvarlega. Því við getum aldrei orðið eitt og inngild samfélag þegar við erum að skipta fólki í „útlendinga“ og „þetta fólk“ í beinni útsendingu í útvarpi allra landsmanna. Hættum að smætta fólk með þessu hætti og tökum inngildingu alvarlega. Fólk eðlilega getur ekki tekið þátt í samfélaginu þar sem þau eru alltaf aðgreind í „þetta fólk“ og „útlendingar“. Það er augljóslega ekki inngilding því þú tilheyrir ekki sem „útlendingur“ né „þetta fólk“. Ef þú ert með fordóma og veist ekki betur þá áttu að spyrja. Þetta á við um allt og alla. Góðar stundir. Höfundur er innflytjandi sem sárnar hvert skipti sem hún heyrir að tungumálið, sem henni þykir vænt um og hefur lagt mikla áherslu á að læra, er notað gegn henni.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun