Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 16:28 Sædís Rún Heiðarsdóttir er tvöfaldur meistari með Vålerenga í ár. Getty/Marius Simensen Eftir að hafa orðið Noregsmeistari í haust og stöðvað Bayern München í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku varð Ólafsvíkingurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir norskur bikarmeistari í fótbolta í dag. Sædís og stöllur hennar í Vålerenga lönduðu bikarmeistaratitlinum í dag með 1-0 sigri gegn Rosenborg sem liðsfélagi hennar úr landsliðinu, Selma Sól Magnúsdóttir, leikur með. Sædís og Selma voru báðar í byrjunarliðunum í dag en eina mark leiksins kom á 62. mínútu þegar Sara Hörte skoraði með skalla af afar stuttu færi. Markið var skoðað á myndbandi og fékk að standa. Selmu var skömmu síðar skipt af velli en Sædís lék allan leikinn og tók svo þátt í miklum fagnaðarlátum, sem sjálfsagt munu standa yfir fram á nótt. Leiktíðinni er þó ekki lokið hjá Sædísi en Vålerenga mætir næst Arsenal í Meistaradeildinni 12. desember, og svo Juventus sex dögum síðar. Vålerenga varð á fimmtudaginn fyrsta liðið til að taka stig gegn Bayern í riðlakeppninni, með 1-1 jafntefli í Noregi, og náði þar með í sitt fyrsta stig í keppninni. Dagný lagði upp í sigri Hamranna Á Englandi fagnaði Dagný Brynjarsdóttir 4-1 sigri með West Ham gegn B-deildarliði London City Lionesses, í enska deildabikarnum. Dagný lagði upp annað mark West Ham sem komst þá í 2-1 eftir sjötíu mínútna leik. Þetta var annar sigur West Ham í deildabikarnum, þar sem leikið er í fjögurra liða riðlum, og er liðið í góðri stöðu upp á að komast í 8-liða úrslitin. Norski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir „Skrýtin tilhugsun að maður komi frá svona litlum bæ“ Það hefur ekki verið eilífur dans á rósum en landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið að upplifa draum sinn á þessu ári, sem atvinnumaður í fótbolta, og hún afrekaði um helgina að verða Noregsmeistari með liði sínu Vålerenga í fyrstu tilraun. Nú er hún mætt til Bandaríkjanna til að spila við Ólympíumeistarana. 24. október 2024 09:02 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Sædís og stöllur hennar í Vålerenga lönduðu bikarmeistaratitlinum í dag með 1-0 sigri gegn Rosenborg sem liðsfélagi hennar úr landsliðinu, Selma Sól Magnúsdóttir, leikur með. Sædís og Selma voru báðar í byrjunarliðunum í dag en eina mark leiksins kom á 62. mínútu þegar Sara Hörte skoraði með skalla af afar stuttu færi. Markið var skoðað á myndbandi og fékk að standa. Selmu var skömmu síðar skipt af velli en Sædís lék allan leikinn og tók svo þátt í miklum fagnaðarlátum, sem sjálfsagt munu standa yfir fram á nótt. Leiktíðinni er þó ekki lokið hjá Sædísi en Vålerenga mætir næst Arsenal í Meistaradeildinni 12. desember, og svo Juventus sex dögum síðar. Vålerenga varð á fimmtudaginn fyrsta liðið til að taka stig gegn Bayern í riðlakeppninni, með 1-1 jafntefli í Noregi, og náði þar með í sitt fyrsta stig í keppninni. Dagný lagði upp í sigri Hamranna Á Englandi fagnaði Dagný Brynjarsdóttir 4-1 sigri með West Ham gegn B-deildarliði London City Lionesses, í enska deildabikarnum. Dagný lagði upp annað mark West Ham sem komst þá í 2-1 eftir sjötíu mínútna leik. Þetta var annar sigur West Ham í deildabikarnum, þar sem leikið er í fjögurra liða riðlum, og er liðið í góðri stöðu upp á að komast í 8-liða úrslitin.
Norski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir „Skrýtin tilhugsun að maður komi frá svona litlum bæ“ Það hefur ekki verið eilífur dans á rósum en landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið að upplifa draum sinn á þessu ári, sem atvinnumaður í fótbolta, og hún afrekaði um helgina að verða Noregsmeistari með liði sínu Vålerenga í fyrstu tilraun. Nú er hún mætt til Bandaríkjanna til að spila við Ólympíumeistarana. 24. október 2024 09:02 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
„Skrýtin tilhugsun að maður komi frá svona litlum bæ“ Það hefur ekki verið eilífur dans á rósum en landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið að upplifa draum sinn á þessu ári, sem atvinnumaður í fótbolta, og hún afrekaði um helgina að verða Noregsmeistari með liði sínu Vålerenga í fyrstu tilraun. Nú er hún mætt til Bandaríkjanna til að spila við Ólympíumeistarana. 24. október 2024 09:02