Norðanátt og éljalofti beint til landsins Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2024 07:05 Frost verður á bilinu núll til átta stig í dag. Allmikil lægð er nú yfir Skotlandi sem hreyfist í norðaustur og grynnist, en beinir norðanátt og éljalofti til landsins. Á Grænlandshafi er hins vegar vaxandi hæðarhryggur, sem þokast austur yfir landið í dag og veldur því að vindurinn dettur niður og léttir til. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að hæðarhryggurinn verði kominn yfir Austurland seint í kvöld og snúist þá í suðvestanátt og þykkni upp vestantil. Reikna má með norðan átta til fimmtán metrum á sekúndu, en þrettán til átján metrum á sekúndu suðaustantil í fyrstu. „Dálítil él norðaustanlands, en annars bjart að mestu. Frost 0 til 8 stig. Breytileg átt, 3-10 eftir hádegi og léttir smám saman til í fyrir norðan, en norðvestan 10-15 austanlands fram eftir degi og herðir á frosti. Þykknar upp vestantil í kvöld,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á morgun, þriðjudag verður kominn suðvestankaldi eða -strekkingur með lítilsháttar skúrum eða éljum á vesturhelmingi landsis og heldur hlýnandi veðri þar. „Hægara og áfram bjartviðri eystra, en hiti kringum frostmark. Útlit fyrir svipað veður framan af miðvikudegi, þó heldur vinda- og úrkomusamara. Síðan snýst í norðanátt með talsverðri úrkomu og heldur kólnandi veður fyrir norðan, ef að líkum lætur.“ Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðvestan 8-15 m/s, hvassast norðvestanlands og lítilsháttar skúrir eða él með hita 1 til 6 stig, en bjartviðri og vægt frost um landið austanvert. Á miðvikudag: Suðvestan 10-18 m/s og skúrir eða él, en hægara og yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 0 til 6 stig. Á fimmtudag: Gengur í norðaustan 13-20 m/s og kólnar með snjókomu, en hægari og rigning eða slydda sunnantil fram eftir degi. Á föstudag: Stíf norðaustlæg átt, snjókoma eða slydda um landið norðanvert og vægt frost, en hlýnar með rigningu sunnanlands. Á laugardag: Ákveðin norðaustanátt og snjókoma norðvestantil, en annars mun hægari suðaustlæg átt og dálítil slydda eða rigning. Á sunnudag (fullveldisdagurinn): Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri. Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að hæðarhryggurinn verði kominn yfir Austurland seint í kvöld og snúist þá í suðvestanátt og þykkni upp vestantil. Reikna má með norðan átta til fimmtán metrum á sekúndu, en þrettán til átján metrum á sekúndu suðaustantil í fyrstu. „Dálítil él norðaustanlands, en annars bjart að mestu. Frost 0 til 8 stig. Breytileg átt, 3-10 eftir hádegi og léttir smám saman til í fyrir norðan, en norðvestan 10-15 austanlands fram eftir degi og herðir á frosti. Þykknar upp vestantil í kvöld,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á morgun, þriðjudag verður kominn suðvestankaldi eða -strekkingur með lítilsháttar skúrum eða éljum á vesturhelmingi landsis og heldur hlýnandi veðri þar. „Hægara og áfram bjartviðri eystra, en hiti kringum frostmark. Útlit fyrir svipað veður framan af miðvikudegi, þó heldur vinda- og úrkomusamara. Síðan snýst í norðanátt með talsverðri úrkomu og heldur kólnandi veður fyrir norðan, ef að líkum lætur.“ Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðvestan 8-15 m/s, hvassast norðvestanlands og lítilsháttar skúrir eða él með hita 1 til 6 stig, en bjartviðri og vægt frost um landið austanvert. Á miðvikudag: Suðvestan 10-18 m/s og skúrir eða él, en hægara og yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 0 til 6 stig. Á fimmtudag: Gengur í norðaustan 13-20 m/s og kólnar með snjókomu, en hægari og rigning eða slydda sunnantil fram eftir degi. Á föstudag: Stíf norðaustlæg átt, snjókoma eða slydda um landið norðanvert og vægt frost, en hlýnar með rigningu sunnanlands. Á laugardag: Ákveðin norðaustanátt og snjókoma norðvestantil, en annars mun hægari suðaustlæg átt og dálítil slydda eða rigning. Á sunnudag (fullveldisdagurinn): Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri.
Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Sjá meira