Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 10:02 Í dag er 25. nóvember og því skammt í lok haustannar grunnskólabarna. Þrátt fyrir það er dóttir mín enn á biðlista eftir frístundaplássi í Reykjavík eins og fjölmörg önnur börn í borginni. Frá því ég flutti aftur til Reykjavíkur í Grafarvoginn, þá með ungabarn, hefur líf okkar fjölskyldunnar mótast af biðlistum Reykjavíkurborgar. Ég keyrði með bæði börnin mín í heilt ár í dagvistun vestur í bæ á meðan við biðum eftir leikskólaplássi, enda er hvergi lengri biðlisti á landinu. Og frá því þau hófu grunnskólagöngu hefur haustið hafist á biðlista eftir frístundaplássi. Bið sem er nú farin að teygja sig inn í hátíðirnar. Foreldrar ungra barna og börnin sjálf eru í gjörólíkri stöðu eftir sveitarfélögum. Í nágrannasveitarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi sem er stýrt af sjálfstæðismönnum bíða engin börn eftir frístundaplássi. Þar er að jafnaði verið að taka 12-15 mánaða börn inn á leikskóla, en meðaltalið er um 22 mánaða í Reykjavík. Örvænting foreldra í Reykjavík vegna þessara biðlista er öllum kunnug. Það er óskiljanlegt hvernig vandamálið virðist mun flóknara í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum. Þjónusta við börn er þeim sem stýra Reykjavíkurborg um megn; Viðreisn, Samfylkingu, Framsókn og Pírötum. Foreldrar reykvískra barna þurfa að gera ráð fyrir að þurfa að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og dagvistunar - mun lengur en aðrir. Grunnskólabörn í Reykjavík geta ekki treyst á að komast í rútínu á frístundaheimilum á haustin eftir rótleysi sumarfrísins. Það er óhætt að segja að það skjóti skökku við að sjá Viðreisn auglýsa núna: „Burt með biðlista barna“. Ekki síst þegar maður les smáa letrið og áttar sig á að flokkurinn á ekki við biðlistana sem hann hefði nú þegar getað eytt í Reykjavík. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist sömuleiðis undanskilja mörg börn í Reykjavík. Við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun þeirra sem stýra Reykjavíkurborg. Ég hvet frambjóðendur þeirra til Alþingis, sem sitja reyndar margir hverjir nú þegar í borgarstjórn, til þess að einbeita sér að börnunum í Reykjavík sem mætt hafa afgangi undir þeirra stjórn. Tryggið börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. – Burt með biðlista barnanna í Reykjavík! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er 25. nóvember og því skammt í lok haustannar grunnskólabarna. Þrátt fyrir það er dóttir mín enn á biðlista eftir frístundaplássi í Reykjavík eins og fjölmörg önnur börn í borginni. Frá því ég flutti aftur til Reykjavíkur í Grafarvoginn, þá með ungabarn, hefur líf okkar fjölskyldunnar mótast af biðlistum Reykjavíkurborgar. Ég keyrði með bæði börnin mín í heilt ár í dagvistun vestur í bæ á meðan við biðum eftir leikskólaplássi, enda er hvergi lengri biðlisti á landinu. Og frá því þau hófu grunnskólagöngu hefur haustið hafist á biðlista eftir frístundaplássi. Bið sem er nú farin að teygja sig inn í hátíðirnar. Foreldrar ungra barna og börnin sjálf eru í gjörólíkri stöðu eftir sveitarfélögum. Í nágrannasveitarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi sem er stýrt af sjálfstæðismönnum bíða engin börn eftir frístundaplássi. Þar er að jafnaði verið að taka 12-15 mánaða börn inn á leikskóla, en meðaltalið er um 22 mánaða í Reykjavík. Örvænting foreldra í Reykjavík vegna þessara biðlista er öllum kunnug. Það er óskiljanlegt hvernig vandamálið virðist mun flóknara í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum. Þjónusta við börn er þeim sem stýra Reykjavíkurborg um megn; Viðreisn, Samfylkingu, Framsókn og Pírötum. Foreldrar reykvískra barna þurfa að gera ráð fyrir að þurfa að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og dagvistunar - mun lengur en aðrir. Grunnskólabörn í Reykjavík geta ekki treyst á að komast í rútínu á frístundaheimilum á haustin eftir rótleysi sumarfrísins. Það er óhætt að segja að það skjóti skökku við að sjá Viðreisn auglýsa núna: „Burt með biðlista barna“. Ekki síst þegar maður les smáa letrið og áttar sig á að flokkurinn á ekki við biðlistana sem hann hefði nú þegar getað eytt í Reykjavík. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist sömuleiðis undanskilja mörg börn í Reykjavík. Við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun þeirra sem stýra Reykjavíkurborg. Ég hvet frambjóðendur þeirra til Alþingis, sem sitja reyndar margir hverjir nú þegar í borgarstjórn, til þess að einbeita sér að börnunum í Reykjavík sem mætt hafa afgangi undir þeirra stjórn. Tryggið börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. – Burt með biðlista barnanna í Reykjavík! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar