Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar 25. nóvember 2024 10:10 Hvað aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum? Erum við ekki bara með sömu stefnu og aðrir flokkar í húsnæðismálum, efnahagsmálum, menntamálum o.fl.? Píratar eru vissulega með metnaðarfullar stefnur í öllum ofangreindum málum sem við höfum lagt áherslu á í þessari kosningabaráttu, og munum setja í forgang eftir kosningarnar. Ásamt því erum við líka með langmetnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna og höfum við fengið viðurkenningu þess efnis tvær kosningar í röð. Sérstaða Pírata Okkar sérstaða er samt ekki endilega í þessum málum, þó svo ég vilji meina að okkar stefnur beri af í þessum málaflokkum. Píratar voru stofnaðir vegna þess að við vildum boða kerfisbreytingar í íslenskum stjórnmálum. Tilgangurinn með því að boða kerfisbreytingar er til að tryggja að kerfið sé skilvirkt til lengri tíma og að við séum ekki að setja plástur á vandamálin í fjögur ár, heldur séum við að ráðast á rót vandans. Stefnur Pírata hafa að geyma áherslur sem allir flokkar geta tekið undir, en samhliða því boðum við einnig píratískar lausnir í öllum málaflokkum. Hin píratíska nálgun Tökum heilbrigðismál sem dæmi: Píratar ætla að tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu með því að innleiða tæknilausnir þannig að fólk á landsbyggðinni hafi greiðari aðgang að sérfræðilæknum. Píratar ætla að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga sem mun standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Píratar hafa alltaf og munu áfram leggja áherslu á snemmtækt inngrip, forvarnir og skaðaminnkun. Það er verðug fjárfesting að fjárfesta í góðri heilsu allra Íslendinga um allt land. Þessar píratísku lausnir má sjá í öllum stefnum Pírata, t.d. í efnahagsstefnunni, þar sem við leggjum til að hækka persónuafsláttinn og greiða hann út, eða í sjávarútvegsstefnunni, þar sem við leggjum til að aðskilja veiðar og vinnslu, allur fiskur fari á fiskmarkað og að aflaheimildir fari á uppboð þannig hægt sé að skapa gagnsæjan og sanngjarnan fiskmarkað þar sem fiskurinn er ekki undirverðlagður. Spillingarvaktin Það sem aðskilur Pírata frá öllum öðrum flokkum er að við stöndum spillingarvaktina á Alþingi Íslendinga. Við tökum slagi sem eru óvinsælir,spyrjum um innanhúsmál, við bendum á sérhagsmunagæslu í málum sem eiga að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi og við birtum skýrslur sem okkur var meinað að birta því við teljum að það eigi fullt erindi við almenning. Þetta er ekki alltaf vinsæll slagur til að taka og það er allt í lagi. Við tökum hann samt og ástæðan fyrir því er afar einföld: Við viljum heiðarleg og gagnsæ stjórnmál. Kjörnir fulltrúar eiga að vinna að hag allra sem hér búa, ekki bara sumra. Í okkar orðabók þýðir það að “vinna fyrir almenning” líka að t.d. bæta kjör einstæðra foreldra, afnema skerðingu ellilífeyris, leyfa frjálsar strandveiðar og handfæraveiðar, hjálpa fólki með fíknisjúkdóm í stað þess að refsa þeim, hækka fjárhæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris, veita námsstyrki í stað námslána, fasa út ófyrirsjáanleg lánakjör eins og breytilega vexti og verðtryggð neytendalán og lengi gæti ég haldið áfram. Píratar ætla nefnilega að vinna fyrir alla Íslendinga með almannahagsmuni að leiðarljósi, á sama tíma og við munum standa spillingarvaktina á Alþingi. Það er okkar erindi í pólitík og við erum nokkuð góð í því. Höfundur skipar efsta sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum? Erum við ekki bara með sömu stefnu og aðrir flokkar í húsnæðismálum, efnahagsmálum, menntamálum o.fl.? Píratar eru vissulega með metnaðarfullar stefnur í öllum ofangreindum málum sem við höfum lagt áherslu á í þessari kosningabaráttu, og munum setja í forgang eftir kosningarnar. Ásamt því erum við líka með langmetnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna og höfum við fengið viðurkenningu þess efnis tvær kosningar í röð. Sérstaða Pírata Okkar sérstaða er samt ekki endilega í þessum málum, þó svo ég vilji meina að okkar stefnur beri af í þessum málaflokkum. Píratar voru stofnaðir vegna þess að við vildum boða kerfisbreytingar í íslenskum stjórnmálum. Tilgangurinn með því að boða kerfisbreytingar er til að tryggja að kerfið sé skilvirkt til lengri tíma og að við séum ekki að setja plástur á vandamálin í fjögur ár, heldur séum við að ráðast á rót vandans. Stefnur Pírata hafa að geyma áherslur sem allir flokkar geta tekið undir, en samhliða því boðum við einnig píratískar lausnir í öllum málaflokkum. Hin píratíska nálgun Tökum heilbrigðismál sem dæmi: Píratar ætla að tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu með því að innleiða tæknilausnir þannig að fólk á landsbyggðinni hafi greiðari aðgang að sérfræðilæknum. Píratar ætla að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga sem mun standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Píratar hafa alltaf og munu áfram leggja áherslu á snemmtækt inngrip, forvarnir og skaðaminnkun. Það er verðug fjárfesting að fjárfesta í góðri heilsu allra Íslendinga um allt land. Þessar píratísku lausnir má sjá í öllum stefnum Pírata, t.d. í efnahagsstefnunni, þar sem við leggjum til að hækka persónuafsláttinn og greiða hann út, eða í sjávarútvegsstefnunni, þar sem við leggjum til að aðskilja veiðar og vinnslu, allur fiskur fari á fiskmarkað og að aflaheimildir fari á uppboð þannig hægt sé að skapa gagnsæjan og sanngjarnan fiskmarkað þar sem fiskurinn er ekki undirverðlagður. Spillingarvaktin Það sem aðskilur Pírata frá öllum öðrum flokkum er að við stöndum spillingarvaktina á Alþingi Íslendinga. Við tökum slagi sem eru óvinsælir,spyrjum um innanhúsmál, við bendum á sérhagsmunagæslu í málum sem eiga að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi og við birtum skýrslur sem okkur var meinað að birta því við teljum að það eigi fullt erindi við almenning. Þetta er ekki alltaf vinsæll slagur til að taka og það er allt í lagi. Við tökum hann samt og ástæðan fyrir því er afar einföld: Við viljum heiðarleg og gagnsæ stjórnmál. Kjörnir fulltrúar eiga að vinna að hag allra sem hér búa, ekki bara sumra. Í okkar orðabók þýðir það að “vinna fyrir almenning” líka að t.d. bæta kjör einstæðra foreldra, afnema skerðingu ellilífeyris, leyfa frjálsar strandveiðar og handfæraveiðar, hjálpa fólki með fíknisjúkdóm í stað þess að refsa þeim, hækka fjárhæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris, veita námsstyrki í stað námslána, fasa út ófyrirsjáanleg lánakjör eins og breytilega vexti og verðtryggð neytendalán og lengi gæti ég haldið áfram. Píratar ætla nefnilega að vinna fyrir alla Íslendinga með almannahagsmuni að leiðarljósi, á sama tíma og við munum standa spillingarvaktina á Alþingi. Það er okkar erindi í pólitík og við erum nokkuð góð í því. Höfundur skipar efsta sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun