Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 10:51 Ástandið í Gaza er skelfilegt og kallar á tafarlaus viðbrögð. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst aðgerðum Ísraels á Gaza sem þjóðarmorði, þar sem fjöldi brota gegn alþjóðalögum og mannréttindum hefur verið staðfestur. Í skýrslu skrifstofunnar kemur fram að Ísrael hafi stundað hnitmiðaðar árásir á almennar byggingar og hjálparstarfsmenn, beitt hungursneyð sem vopni og framkvæmt hóprefsingar gegn palestínskri þjóð. Kerfisbundin eyðilegging innviða, svo sem vatns- og hreinlætisaðstöðu, mun hafa langvarandi áhrif á líf fólks á svæðinu. Á sama tíma hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag (ICC) gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, ásamt öðrum leiðtogum Hamas. Þeir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna aðgerða sem hafa haft hörmuleg áhrif á saklaust fólk í Gaza. Handtökuskipanir ICC eru mikilvæg áminning um ábyrgð leiðtoga í átökum og gætu haft víðtækar afleiðingar. Ísland, sem aðildarríki ICC, ber lagalega skyldu til að framfylgja þessum handtökuskipunum ef þeir ferðast til landsins. Vinstri græn, sem byggja stefnu sína meðal annars á friðarhyggju og mannréttindum, hafa látið rödd sína heyrast í þessu samhengi. Á nýafstöðnum landsfundi samþykkti flokkurinn ályktun þar sem aðgerðir Ísraels eru fordæmdar og kallað eftir refsiaðgerðum gegn ríkinu. Nú, þegar ástandið hefur versnað til muna, er ljóst að næsta skref er að sýna í verki skýra andstöðu við brot Ísraelsríkis á alþjóðalögum og mannréttindum með því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Við styðjum sömuleiðis málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael og teljum hana mikilvægt skref í baráttunni fyrir réttlæti og ábyrgð á alþjóðavettvangi. Þingmenn Vinstri grænna lögðu fram þingsályktunartillögu á nýliðnu þingi sem kallar eftir viðskiptaþvingunum á Ísrael til að þrýsta á ríkið um að virða alþjóðalög. Þetta er ekki bara spurning um réttlæti heldur um skyldur. Ísland hefur siðferðislega og lagalega ábyrgð til að fordæma stríðsglæpi og þjóðarmorð og styðja refsiaðgerðir og málshöfðanir gegn brotum. Með því sendir Ísland skýr skilaboð um að mannréttindi og réttlæti séu ófrávíkjanlegar grunnstoðir samfélags okkar. Í dag boðar Félagið Ísland-Palestína til ljósagöngu frá Hallgrímskirkju að Alþingi. Söfnumst saman fyrir framan Hallgrímskirkju kl. 16 og göngum niður Skólavörðustíg kl. 16:20 að Alþingi. Ég hvet öll til að koma og sýna samstöðu. Í kvöld er svo opinn fundur um málefni Palestínu með fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Yfirskrift fundarins er Ábyrgð Íslands í alþjóðasamfélaginu: Gaza og framtíðin. Þetta er mikilvægur vettvangur til að ræða ábyrgð Íslands og hvernig við getum stuðlað að friði og réttlæti. Við skulum muna að aðgerðarleysi jafngildir samþykki. Það er skýlaus krafa að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða nú þegar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og frambjóðandi í 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Dögg Davíðsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ástandið í Gaza er skelfilegt og kallar á tafarlaus viðbrögð. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst aðgerðum Ísraels á Gaza sem þjóðarmorði, þar sem fjöldi brota gegn alþjóðalögum og mannréttindum hefur verið staðfestur. Í skýrslu skrifstofunnar kemur fram að Ísrael hafi stundað hnitmiðaðar árásir á almennar byggingar og hjálparstarfsmenn, beitt hungursneyð sem vopni og framkvæmt hóprefsingar gegn palestínskri þjóð. Kerfisbundin eyðilegging innviða, svo sem vatns- og hreinlætisaðstöðu, mun hafa langvarandi áhrif á líf fólks á svæðinu. Á sama tíma hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag (ICC) gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, ásamt öðrum leiðtogum Hamas. Þeir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna aðgerða sem hafa haft hörmuleg áhrif á saklaust fólk í Gaza. Handtökuskipanir ICC eru mikilvæg áminning um ábyrgð leiðtoga í átökum og gætu haft víðtækar afleiðingar. Ísland, sem aðildarríki ICC, ber lagalega skyldu til að framfylgja þessum handtökuskipunum ef þeir ferðast til landsins. Vinstri græn, sem byggja stefnu sína meðal annars á friðarhyggju og mannréttindum, hafa látið rödd sína heyrast í þessu samhengi. Á nýafstöðnum landsfundi samþykkti flokkurinn ályktun þar sem aðgerðir Ísraels eru fordæmdar og kallað eftir refsiaðgerðum gegn ríkinu. Nú, þegar ástandið hefur versnað til muna, er ljóst að næsta skref er að sýna í verki skýra andstöðu við brot Ísraelsríkis á alþjóðalögum og mannréttindum með því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Við styðjum sömuleiðis málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael og teljum hana mikilvægt skref í baráttunni fyrir réttlæti og ábyrgð á alþjóðavettvangi. Þingmenn Vinstri grænna lögðu fram þingsályktunartillögu á nýliðnu þingi sem kallar eftir viðskiptaþvingunum á Ísrael til að þrýsta á ríkið um að virða alþjóðalög. Þetta er ekki bara spurning um réttlæti heldur um skyldur. Ísland hefur siðferðislega og lagalega ábyrgð til að fordæma stríðsglæpi og þjóðarmorð og styðja refsiaðgerðir og málshöfðanir gegn brotum. Með því sendir Ísland skýr skilaboð um að mannréttindi og réttlæti séu ófrávíkjanlegar grunnstoðir samfélags okkar. Í dag boðar Félagið Ísland-Palestína til ljósagöngu frá Hallgrímskirkju að Alþingi. Söfnumst saman fyrir framan Hallgrímskirkju kl. 16 og göngum niður Skólavörðustíg kl. 16:20 að Alþingi. Ég hvet öll til að koma og sýna samstöðu. Í kvöld er svo opinn fundur um málefni Palestínu með fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Yfirskrift fundarins er Ábyrgð Íslands í alþjóðasamfélaginu: Gaza og framtíðin. Þetta er mikilvægur vettvangur til að ræða ábyrgð Íslands og hvernig við getum stuðlað að friði og réttlæti. Við skulum muna að aðgerðarleysi jafngildir samþykki. Það er skýlaus krafa að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða nú þegar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og frambjóðandi í 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar