Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:02 Árið 2021 skrifaði ég grein á vísir.is sem nefndist "Vaxtalaust lán". Þar fjallaði ég um það fjárhagslega álag sem foreldrar á landsbyggðinni standa frammi fyrir þegar börn þeirra þurfa sérfræðilæknisþjónustu fyrir sunnan. Frá þeim tíma hefur þjónustan vissulega þróast til betri vegar, og niðurgreiddar ferðir hafa aukist úr tveim í fjórar árlega. Þetta er ánægjulegt skref fram á við – en því miður ekki nóg. Ójafnrétti milli barna Í dag standa börn utan höfuðborgarsvæðisins frammi fyrir mismunun. Þau fá aðeins fjórar niðurgreiddar ferðir á ári til sérfræðilækna, nema þegar veikindin falla undir strangar skilgreiningar Sjúkratrygginga Íslands, svo sem illkynja sjúkdóma eða alvarlegar geðraskanir. Veikindi eða meðferðir sem krefjast tíðari ferða – til dæmis vegna tannréttinga eða annarra sérfræðimeðferða – falla utan þessa ramma. „Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu á ekki að vera markmið – hann er grundvallarréttur allra barna, óháð því hvar þau búa eða hverjar aðstæður þeirra eru.“ Áhrifin á fjölskyldur Foreldrar á landsbyggðinni missa heilan vinnudag eða meira í hverri ferð suður með börn sín vegna ferðalaga. Til samanburðar taka slíkar ferðir oftast aðeins 1–2 klukkustundir fyrir foreldra á höfuðborgarsvæðinu. Þessi staða setur óhóflega fjárhagsleg byrði á fjölskyldur utan borgarinnar. Krafa um breytingar Við verðum að tryggja að börn fái jöfn réttindi til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Það þarf að breyta reglugerðum þannig að: Allar ferðir vegna sérfræðilækninga barna séu niðurgreiddar, óháð tegund veikinda eða fjölda ferða. Landsbyggðin njóti sama aðgengis að sérfræðingum og höfuðborgarsvæðið, óháð efnahag. Hvað getum við gert? Sem foreldri á landsbyggðinni hef ég séð hvað það getur verið erfitt að tryggja börnum okkar þá þjónustu sem þau þurfa. Það er óásættanlegt að búseta ráði því hvort börn fái jafnt aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Raddir okkar verða að heyrast, því enginn ætti að þurfa að velja milli fjárhagslegs öryggis og heilbrigðis barna sinna. Höfundur er móðir fjögurra drengja, búsett á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Árið 2021 skrifaði ég grein á vísir.is sem nefndist "Vaxtalaust lán". Þar fjallaði ég um það fjárhagslega álag sem foreldrar á landsbyggðinni standa frammi fyrir þegar börn þeirra þurfa sérfræðilæknisþjónustu fyrir sunnan. Frá þeim tíma hefur þjónustan vissulega þróast til betri vegar, og niðurgreiddar ferðir hafa aukist úr tveim í fjórar árlega. Þetta er ánægjulegt skref fram á við – en því miður ekki nóg. Ójafnrétti milli barna Í dag standa börn utan höfuðborgarsvæðisins frammi fyrir mismunun. Þau fá aðeins fjórar niðurgreiddar ferðir á ári til sérfræðilækna, nema þegar veikindin falla undir strangar skilgreiningar Sjúkratrygginga Íslands, svo sem illkynja sjúkdóma eða alvarlegar geðraskanir. Veikindi eða meðferðir sem krefjast tíðari ferða – til dæmis vegna tannréttinga eða annarra sérfræðimeðferða – falla utan þessa ramma. „Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu á ekki að vera markmið – hann er grundvallarréttur allra barna, óháð því hvar þau búa eða hverjar aðstæður þeirra eru.“ Áhrifin á fjölskyldur Foreldrar á landsbyggðinni missa heilan vinnudag eða meira í hverri ferð suður með börn sín vegna ferðalaga. Til samanburðar taka slíkar ferðir oftast aðeins 1–2 klukkustundir fyrir foreldra á höfuðborgarsvæðinu. Þessi staða setur óhóflega fjárhagsleg byrði á fjölskyldur utan borgarinnar. Krafa um breytingar Við verðum að tryggja að börn fái jöfn réttindi til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Það þarf að breyta reglugerðum þannig að: Allar ferðir vegna sérfræðilækninga barna séu niðurgreiddar, óháð tegund veikinda eða fjölda ferða. Landsbyggðin njóti sama aðgengis að sérfræðingum og höfuðborgarsvæðið, óháð efnahag. Hvað getum við gert? Sem foreldri á landsbyggðinni hef ég séð hvað það getur verið erfitt að tryggja börnum okkar þá þjónustu sem þau þurfa. Það er óásættanlegt að búseta ráði því hvort börn fái jafnt aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Raddir okkar verða að heyrast, því enginn ætti að þurfa að velja milli fjárhagslegs öryggis og heilbrigðis barna sinna. Höfundur er móðir fjögurra drengja, búsett á Ísafirði.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun