Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 25. nóvember 2024 14:50 Ég þekki það af eigin raun að vera hommi í samfélagi þar sem hinsegin fyrirmyndir voru fáar og réttarstaða okkar bág. Sem betur fer hefur margt breyst til hins betra frá því ég var ungur maður. En baráttan er ekki unnin. Í mannréttindabaráttu er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að eiga gott samstarf við mannréttindasamtök og vinna með þeim að úrbótum í löggjöf og framkvæmd hennar. Það höfum við í VG einmitt gert á undanförnum árum og í krafti ráðherrasetu okkar unnið að stefnumótun í málefnum hinsegin fólks í góðu samstarfi við Samtökin '78 og fleiri samtök. Það samstarf hefur fært okkur úr 18. sæti upp í 2. sæti á Regnbogakorti ILGA á aðeins sex árum, en kortið er mælikvarði á stöðu hinsegin fólks í mismunandi löndum Evrópu. Lög um kynrænt sjálfræði eru eitt stærsta skrefið sem tekið hefur verið í þessu sambandi. Einnig hefur skipt máli að við höfum treyst Samtökunum '78 til margvíslegra verkefna með þjónustusamningum sem ætlað er að tryggja fræðslu og ráðgjöf í skólum, á vinnustöðum og til hinsegin einstaklinga, aðstandenda og fagaðila, til dæmis í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Síðustu ár höfum við Vinstri græn verið leiðandi í því að laga réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi en málaflokkurinn hefur heyrt undir ráðuneyti undir okkar stjórn. Við höfum þannig haft forgöngu um að tryggja réttindi og atvinnuöryggi fyrir hóp fólks sem hefur átt undir högg að sækja. Það er árangur sem næst ekki af sjálfu sér. En við megum ekki stoppa þar. Enn eru mikilvæg verkefni fyrir höndum og á stefnuskrá Vinstri grænna er meðal annars að auka vernd intersex fólks, bæta þjónustu við trans börn, setja skýran lagaramma um hatursorðræðu og hatursglæpi gegn hinsegin fólki og vinna að mótun stefnu um móttöku hinsegin fólks sem leitar hér að alþjóðlegri vernd. Bakslag í hinsegin baráttunni er því miður staðreynd. Ég vil vinna áfram að því að tryggja að hinsegin fólk, bæði ungt og eldra, geti lifað öruggu lífi í opnu samfélagi þar sem við öll njótum okkar sjálfsögðu mannréttinda. Það er margt enn óunnið og mikilvægt að halda áfram vinnu við að uppræta fordóma, útskúfun og ofbeldi í garð hinsegin fólks. Í því samhengi er mikilvægt að viðbragðsaðilar geti spornað gegn hatursorðræðu og hatursglæpum í garð hinsegin fólks á grundvelli skýrra laga og viðbragðsáætlana. Saman þurfum við að vinna áfram að jöfnum réttindum hinsegin fólks á við önnur í samfélaginu samhliða því að efla fræðslu og samkennd í samfélaginu. Munum að aukin réttindi eins hóps til jafns við aðra minnkar ekki réttindi hinna síðarnefndu. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja og óska eftir stuðningi ykkar til að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum hinsegin fólks á Alþingi Íslendinga. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Hinsegin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mannréttindi Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ég þekki það af eigin raun að vera hommi í samfélagi þar sem hinsegin fyrirmyndir voru fáar og réttarstaða okkar bág. Sem betur fer hefur margt breyst til hins betra frá því ég var ungur maður. En baráttan er ekki unnin. Í mannréttindabaráttu er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að eiga gott samstarf við mannréttindasamtök og vinna með þeim að úrbótum í löggjöf og framkvæmd hennar. Það höfum við í VG einmitt gert á undanförnum árum og í krafti ráðherrasetu okkar unnið að stefnumótun í málefnum hinsegin fólks í góðu samstarfi við Samtökin '78 og fleiri samtök. Það samstarf hefur fært okkur úr 18. sæti upp í 2. sæti á Regnbogakorti ILGA á aðeins sex árum, en kortið er mælikvarði á stöðu hinsegin fólks í mismunandi löndum Evrópu. Lög um kynrænt sjálfræði eru eitt stærsta skrefið sem tekið hefur verið í þessu sambandi. Einnig hefur skipt máli að við höfum treyst Samtökunum '78 til margvíslegra verkefna með þjónustusamningum sem ætlað er að tryggja fræðslu og ráðgjöf í skólum, á vinnustöðum og til hinsegin einstaklinga, aðstandenda og fagaðila, til dæmis í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Síðustu ár höfum við Vinstri græn verið leiðandi í því að laga réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi en málaflokkurinn hefur heyrt undir ráðuneyti undir okkar stjórn. Við höfum þannig haft forgöngu um að tryggja réttindi og atvinnuöryggi fyrir hóp fólks sem hefur átt undir högg að sækja. Það er árangur sem næst ekki af sjálfu sér. En við megum ekki stoppa þar. Enn eru mikilvæg verkefni fyrir höndum og á stefnuskrá Vinstri grænna er meðal annars að auka vernd intersex fólks, bæta þjónustu við trans börn, setja skýran lagaramma um hatursorðræðu og hatursglæpi gegn hinsegin fólki og vinna að mótun stefnu um móttöku hinsegin fólks sem leitar hér að alþjóðlegri vernd. Bakslag í hinsegin baráttunni er því miður staðreynd. Ég vil vinna áfram að því að tryggja að hinsegin fólk, bæði ungt og eldra, geti lifað öruggu lífi í opnu samfélagi þar sem við öll njótum okkar sjálfsögðu mannréttinda. Það er margt enn óunnið og mikilvægt að halda áfram vinnu við að uppræta fordóma, útskúfun og ofbeldi í garð hinsegin fólks. Í því samhengi er mikilvægt að viðbragðsaðilar geti spornað gegn hatursorðræðu og hatursglæpum í garð hinsegin fólks á grundvelli skýrra laga og viðbragðsáætlana. Saman þurfum við að vinna áfram að jöfnum réttindum hinsegin fólks á við önnur í samfélaginu samhliða því að efla fræðslu og samkennd í samfélaginu. Munum að aukin réttindi eins hóps til jafns við aðra minnkar ekki réttindi hinna síðarnefndu. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja og óska eftir stuðningi ykkar til að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum hinsegin fólks á Alþingi Íslendinga. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun