Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar 25. nóvember 2024 15:02 Það er mjög margt í lífi okkar nútímamannsins sem er gervi og mætti segja að við lifum svokölluðu gervilífi að mörgu leyti. Það bætist sífellt í flóruna af gervilausnum og hér eru talin upp nokkur dæmi. Gervigreind Það er fátt meira rætt í dag en gervigreindin sem er að tröllríða tölvu- og tækniheiminum. Okkur veitir kannski ekki af gervigreind því það vantar oft mikið upp á greind okkar mannanna.Mun gervigreindin leysa öll okkar helstu vandamál eða taka yfir heiminn þar sem við verðum leidd áfram af gervigreindinni? Vonandi mun gervigreindin vera tæki til að gera líf okkar hamingjuríkara og innihaldsríkara. En gervigreindin getur vissulega verið með þúsundfalda greind á við okkur mannfókið en hana vantar gáfur sem við mannfólkið nýtum okkur vonandi til að gera gervigreindina nytsamlega.Eins og gervigreindin er kynnt þá virðist hún ætla að verða tæknin sem gerir flest mannanna verk og hugsanir óþarfar. Kannski verðum í við öll í framtíðinni bara fyrir framan tölvuskjái/síma og sendum gervigreind skipanir um að sjá um vinnuna okkar, innkaupin, samskiptin og við sitjum þá bara heima og teljum peningana okkar (en gervigreindin getur svo sem örugglega líka talið þá fyrir okkur). Gervimatur Það er fáránlega mikið framboð af mikið unnum verksmiðjumat sem hægt er að kalla gervimat, með mikið af sykri, óhollri fitu, gervisætuefnum, fylliefnum, bragðefnum og öðrum aukaefnum. Þessi gervimatur á lítið sem ekkert skylt við næringarríkan og náttúrulegan mat sem er lífsnauðsynlegur fyrir okkur mannfólkið. Mikið af svona gerunnum matvörum hafa sýnt sig ýta undir mikla fjölgun lífsstílssjúkdóma undanfarna áratugi. Gervipeningar (rafmynt) Líklega ekki það versta í okkar gerviheimi er rafmyntin því peningar í formi seðla eru á útleið. Persónulega sér maður sjálfur lítið af peningum, reikningar eru greiddir rafrænt og flest kaup mín fara líka fram rafrænt. Framtíðin er greinilega þannig að venjulegir seðlar verða ekki til eins og við sjáum þá í dag. Gerviplöntur Ég er mikið fyrir lifandi pottaplöntur og þær eru nær óteljandi plönturnar á mínu heimili. Svo mikið er af plöntum á heimilinu að konunni blöskrar og er reglulega að gefa plönturnar mínar. Þessar plöntur á heimilinu eru til prýði og stuðla að betri loftgæðum. En gerviblóm á ég mjög erfitt með og finnst þau alltaf mun verri kostur en alvöru (lifandi) plöntur. Ég skil ekki fólk eða fyrirtæki sem fylla vistarverur sínar af gerviblómum. Gerviliðir (og líffæri) Gerviliðir er góð uppfinning því mjaðma- og hnáliðir hafa bjargað stoðkerfi margra og þá sérstaklega á efri árum. Össur stoðtækjafyrirtæki hefur líka sérhæft sig í því að framleiða gerviútlimi sem hafa nýst ótrúlega mörgum um allan heim.Ef að tæknin væri kominn þangað þá væri líka mikil eftirspurn í gervilíffæri eins og hjarta, nýru, lifur og bris, því nútímalífsstíll með ofgnótt gervimatar og hreyfingarleysis fer illa með líffæri mannsins. Þessar gervilausnir hafa sýna kosti og galla en vonandi endum við ekki sem gervimanneskjur með mikilli notkun gervilausna.Það eina sem er ekki gervi í þessari gerviveröld er kvíðinn sem hellist yfir mig vegna þess að ég er týndur gerviheimi. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Gervigreind Rafmyntir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er mjög margt í lífi okkar nútímamannsins sem er gervi og mætti segja að við lifum svokölluðu gervilífi að mörgu leyti. Það bætist sífellt í flóruna af gervilausnum og hér eru talin upp nokkur dæmi. Gervigreind Það er fátt meira rætt í dag en gervigreindin sem er að tröllríða tölvu- og tækniheiminum. Okkur veitir kannski ekki af gervigreind því það vantar oft mikið upp á greind okkar mannanna.Mun gervigreindin leysa öll okkar helstu vandamál eða taka yfir heiminn þar sem við verðum leidd áfram af gervigreindinni? Vonandi mun gervigreindin vera tæki til að gera líf okkar hamingjuríkara og innihaldsríkara. En gervigreindin getur vissulega verið með þúsundfalda greind á við okkur mannfókið en hana vantar gáfur sem við mannfólkið nýtum okkur vonandi til að gera gervigreindina nytsamlega.Eins og gervigreindin er kynnt þá virðist hún ætla að verða tæknin sem gerir flest mannanna verk og hugsanir óþarfar. Kannski verðum í við öll í framtíðinni bara fyrir framan tölvuskjái/síma og sendum gervigreind skipanir um að sjá um vinnuna okkar, innkaupin, samskiptin og við sitjum þá bara heima og teljum peningana okkar (en gervigreindin getur svo sem örugglega líka talið þá fyrir okkur). Gervimatur Það er fáránlega mikið framboð af mikið unnum verksmiðjumat sem hægt er að kalla gervimat, með mikið af sykri, óhollri fitu, gervisætuefnum, fylliefnum, bragðefnum og öðrum aukaefnum. Þessi gervimatur á lítið sem ekkert skylt við næringarríkan og náttúrulegan mat sem er lífsnauðsynlegur fyrir okkur mannfólkið. Mikið af svona gerunnum matvörum hafa sýnt sig ýta undir mikla fjölgun lífsstílssjúkdóma undanfarna áratugi. Gervipeningar (rafmynt) Líklega ekki það versta í okkar gerviheimi er rafmyntin því peningar í formi seðla eru á útleið. Persónulega sér maður sjálfur lítið af peningum, reikningar eru greiddir rafrænt og flest kaup mín fara líka fram rafrænt. Framtíðin er greinilega þannig að venjulegir seðlar verða ekki til eins og við sjáum þá í dag. Gerviplöntur Ég er mikið fyrir lifandi pottaplöntur og þær eru nær óteljandi plönturnar á mínu heimili. Svo mikið er af plöntum á heimilinu að konunni blöskrar og er reglulega að gefa plönturnar mínar. Þessar plöntur á heimilinu eru til prýði og stuðla að betri loftgæðum. En gerviblóm á ég mjög erfitt með og finnst þau alltaf mun verri kostur en alvöru (lifandi) plöntur. Ég skil ekki fólk eða fyrirtæki sem fylla vistarverur sínar af gerviblómum. Gerviliðir (og líffæri) Gerviliðir er góð uppfinning því mjaðma- og hnáliðir hafa bjargað stoðkerfi margra og þá sérstaklega á efri árum. Össur stoðtækjafyrirtæki hefur líka sérhæft sig í því að framleiða gerviútlimi sem hafa nýst ótrúlega mörgum um allan heim.Ef að tæknin væri kominn þangað þá væri líka mikil eftirspurn í gervilíffæri eins og hjarta, nýru, lifur og bris, því nútímalífsstíll með ofgnótt gervimatar og hreyfingarleysis fer illa með líffæri mannsins. Þessar gervilausnir hafa sýna kosti og galla en vonandi endum við ekki sem gervimanneskjur með mikilli notkun gervilausna.Það eina sem er ekki gervi í þessari gerviveröld er kvíðinn sem hellist yfir mig vegna þess að ég er týndur gerviheimi. Höfundur er næringarfræðingur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun