Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 08:42 Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða. Þessi þekking hefur skilað þjóðinni miklum verðmætum. Við getum horft til björgunarsveitanna sem í dag búa yfir öflugum og sérútbúnum breyttum bifreiðum og tækjum á stórum dekkjum sem fátt stöðvar. Sá sérútbúnaður bifreiða kom heldur ekki af sjálfu sér og þurfti að berjast fyrir að lögleiða. Þar stóð Ferðaklúbburinn 4x4 fremst. Hann var stofnaður árið 1983, þá í þeim megintilgangi að fá leyfi fyrir akstri á stærri dekkjum og samhliða því var stofnuð Umhverfisnefnd innan klúbbsins sem vann að leyfi fyrir akstri á snjó (já á þeim tíma var ekki slíkt í boði). Með tímanum tókst með jákvæðri kynningu að vinna bug á þeim miklu fordómum sem málstaðurinn mætti. Haustið 1986 voru fyrstu breytingarreglurnar kynntar til leiks sem enn í dag eru hryggjarstykkið í þeim lagaramma um gerð og búnað ökutækja. Með árunum stækkuðu dekkin og bardagarnir um lögleiðingu unnust einn af öðrum. Baráttan fyrir ferðafrelsinu er stöðug þrátt fyrir að margt hafi áunnist með harðfylgi, rökum og dugnaði einstaklinga sem viljugir hafa staðið á framlínunni, sífellt á verði, tilbúnir að taka slaginn með öflugan hóp á bak við sig. Þessum hópi ber að þakka heilshugar fyrir eljuna og brennandi áhugann á frelsi manna við að ferðast um óbyggðir og kljást við náttúruöflin þar sem reynir á færni og útsjónarsemi. Þessa hefð þarf að standa vörð um svo ekki tapist burt sú þekking og reynsla sem kynslóðirnar hafa borið með sér mann fram af manni og m.a. leitt af sér öflug fyrirtæki sem þekkt eru orðin og eftirsótt á alþjóðavettvangi. Í dag eru meðlimir Ferðaklúbbsins 4x4 yfir 5.000 talsins með virkar deildir hringinn kringum landið og fjölda fjallaskála sem þjóna öryggishlutverki sem og skemmtilegum áfangastöðum þegar dvalið er á fjöllum jafnt sumar sem vetur. Deildir klúbbsins eru um 14 talsins og spanna vítt svið. Þ.á.m. má nefna ferðanefnd, fjarskiptanefnd, kvennaferðanefnd, siðanefnd, umhverfisnefnd og ungliðanefnd. Klúbburinn er virkur í stikun hálendisleiða og vinnur ötullega að forvörnum gegn utanvegaakstri og miðlun upplýsinga til almennings sem og félagsmanna um akstur í óbyggðum. Ásamt því eru deildirnar virkar í að sækja sér fyrirlestra og námskeið af ýmsum toga til að auka þekkingu og færni þegar ekið er á fjöllum. Ferðafrelsið er ekki sjálfsagður hlutur og sífellt er sótt að því með ásókn um lokun leiða í nafni náttúruverndar. Leiða sem hafa verið ferðaleiðir kynslóða fram af kynslóðum, skapað órjúfanleg tengsl við náttúruna og öflin sem móta hana. Aldrei má sofna á verðinum, því besta forvörnin er jú fræðsla og reynsla þeirra sem á undan fara. Verjum ferðafrelsið. Alltaf! Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða. Þessi þekking hefur skilað þjóðinni miklum verðmætum. Við getum horft til björgunarsveitanna sem í dag búa yfir öflugum og sérútbúnum breyttum bifreiðum og tækjum á stórum dekkjum sem fátt stöðvar. Sá sérútbúnaður bifreiða kom heldur ekki af sjálfu sér og þurfti að berjast fyrir að lögleiða. Þar stóð Ferðaklúbburinn 4x4 fremst. Hann var stofnaður árið 1983, þá í þeim megintilgangi að fá leyfi fyrir akstri á stærri dekkjum og samhliða því var stofnuð Umhverfisnefnd innan klúbbsins sem vann að leyfi fyrir akstri á snjó (já á þeim tíma var ekki slíkt í boði). Með tímanum tókst með jákvæðri kynningu að vinna bug á þeim miklu fordómum sem málstaðurinn mætti. Haustið 1986 voru fyrstu breytingarreglurnar kynntar til leiks sem enn í dag eru hryggjarstykkið í þeim lagaramma um gerð og búnað ökutækja. Með árunum stækkuðu dekkin og bardagarnir um lögleiðingu unnust einn af öðrum. Baráttan fyrir ferðafrelsinu er stöðug þrátt fyrir að margt hafi áunnist með harðfylgi, rökum og dugnaði einstaklinga sem viljugir hafa staðið á framlínunni, sífellt á verði, tilbúnir að taka slaginn með öflugan hóp á bak við sig. Þessum hópi ber að þakka heilshugar fyrir eljuna og brennandi áhugann á frelsi manna við að ferðast um óbyggðir og kljást við náttúruöflin þar sem reynir á færni og útsjónarsemi. Þessa hefð þarf að standa vörð um svo ekki tapist burt sú þekking og reynsla sem kynslóðirnar hafa borið með sér mann fram af manni og m.a. leitt af sér öflug fyrirtæki sem þekkt eru orðin og eftirsótt á alþjóðavettvangi. Í dag eru meðlimir Ferðaklúbbsins 4x4 yfir 5.000 talsins með virkar deildir hringinn kringum landið og fjölda fjallaskála sem þjóna öryggishlutverki sem og skemmtilegum áfangastöðum þegar dvalið er á fjöllum jafnt sumar sem vetur. Deildir klúbbsins eru um 14 talsins og spanna vítt svið. Þ.á.m. má nefna ferðanefnd, fjarskiptanefnd, kvennaferðanefnd, siðanefnd, umhverfisnefnd og ungliðanefnd. Klúbburinn er virkur í stikun hálendisleiða og vinnur ötullega að forvörnum gegn utanvegaakstri og miðlun upplýsinga til almennings sem og félagsmanna um akstur í óbyggðum. Ásamt því eru deildirnar virkar í að sækja sér fyrirlestra og námskeið af ýmsum toga til að auka þekkingu og færni þegar ekið er á fjöllum. Ferðafrelsið er ekki sjálfsagður hlutur og sífellt er sótt að því með ásókn um lokun leiða í nafni náttúruverndar. Leiða sem hafa verið ferðaleiðir kynslóða fram af kynslóðum, skapað órjúfanleg tengsl við náttúruna og öflin sem móta hana. Aldrei má sofna á verðinum, því besta forvörnin er jú fræðsla og reynsla þeirra sem á undan fara. Verjum ferðafrelsið. Alltaf! Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun