Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 08:42 Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða. Þessi þekking hefur skilað þjóðinni miklum verðmætum. Við getum horft til björgunarsveitanna sem í dag búa yfir öflugum og sérútbúnum breyttum bifreiðum og tækjum á stórum dekkjum sem fátt stöðvar. Sá sérútbúnaður bifreiða kom heldur ekki af sjálfu sér og þurfti að berjast fyrir að lögleiða. Þar stóð Ferðaklúbburinn 4x4 fremst. Hann var stofnaður árið 1983, þá í þeim megintilgangi að fá leyfi fyrir akstri á stærri dekkjum og samhliða því var stofnuð Umhverfisnefnd innan klúbbsins sem vann að leyfi fyrir akstri á snjó (já á þeim tíma var ekki slíkt í boði). Með tímanum tókst með jákvæðri kynningu að vinna bug á þeim miklu fordómum sem málstaðurinn mætti. Haustið 1986 voru fyrstu breytingarreglurnar kynntar til leiks sem enn í dag eru hryggjarstykkið í þeim lagaramma um gerð og búnað ökutækja. Með árunum stækkuðu dekkin og bardagarnir um lögleiðingu unnust einn af öðrum. Baráttan fyrir ferðafrelsinu er stöðug þrátt fyrir að margt hafi áunnist með harðfylgi, rökum og dugnaði einstaklinga sem viljugir hafa staðið á framlínunni, sífellt á verði, tilbúnir að taka slaginn með öflugan hóp á bak við sig. Þessum hópi ber að þakka heilshugar fyrir eljuna og brennandi áhugann á frelsi manna við að ferðast um óbyggðir og kljást við náttúruöflin þar sem reynir á færni og útsjónarsemi. Þessa hefð þarf að standa vörð um svo ekki tapist burt sú þekking og reynsla sem kynslóðirnar hafa borið með sér mann fram af manni og m.a. leitt af sér öflug fyrirtæki sem þekkt eru orðin og eftirsótt á alþjóðavettvangi. Í dag eru meðlimir Ferðaklúbbsins 4x4 yfir 5.000 talsins með virkar deildir hringinn kringum landið og fjölda fjallaskála sem þjóna öryggishlutverki sem og skemmtilegum áfangastöðum þegar dvalið er á fjöllum jafnt sumar sem vetur. Deildir klúbbsins eru um 14 talsins og spanna vítt svið. Þ.á.m. má nefna ferðanefnd, fjarskiptanefnd, kvennaferðanefnd, siðanefnd, umhverfisnefnd og ungliðanefnd. Klúbburinn er virkur í stikun hálendisleiða og vinnur ötullega að forvörnum gegn utanvegaakstri og miðlun upplýsinga til almennings sem og félagsmanna um akstur í óbyggðum. Ásamt því eru deildirnar virkar í að sækja sér fyrirlestra og námskeið af ýmsum toga til að auka þekkingu og færni þegar ekið er á fjöllum. Ferðafrelsið er ekki sjálfsagður hlutur og sífellt er sótt að því með ásókn um lokun leiða í nafni náttúruverndar. Leiða sem hafa verið ferðaleiðir kynslóða fram af kynslóðum, skapað órjúfanleg tengsl við náttúruna og öflin sem móta hana. Aldrei má sofna á verðinum, því besta forvörnin er jú fræðsla og reynsla þeirra sem á undan fara. Verjum ferðafrelsið. Alltaf! Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða. Þessi þekking hefur skilað þjóðinni miklum verðmætum. Við getum horft til björgunarsveitanna sem í dag búa yfir öflugum og sérútbúnum breyttum bifreiðum og tækjum á stórum dekkjum sem fátt stöðvar. Sá sérútbúnaður bifreiða kom heldur ekki af sjálfu sér og þurfti að berjast fyrir að lögleiða. Þar stóð Ferðaklúbburinn 4x4 fremst. Hann var stofnaður árið 1983, þá í þeim megintilgangi að fá leyfi fyrir akstri á stærri dekkjum og samhliða því var stofnuð Umhverfisnefnd innan klúbbsins sem vann að leyfi fyrir akstri á snjó (já á þeim tíma var ekki slíkt í boði). Með tímanum tókst með jákvæðri kynningu að vinna bug á þeim miklu fordómum sem málstaðurinn mætti. Haustið 1986 voru fyrstu breytingarreglurnar kynntar til leiks sem enn í dag eru hryggjarstykkið í þeim lagaramma um gerð og búnað ökutækja. Með árunum stækkuðu dekkin og bardagarnir um lögleiðingu unnust einn af öðrum. Baráttan fyrir ferðafrelsinu er stöðug þrátt fyrir að margt hafi áunnist með harðfylgi, rökum og dugnaði einstaklinga sem viljugir hafa staðið á framlínunni, sífellt á verði, tilbúnir að taka slaginn með öflugan hóp á bak við sig. Þessum hópi ber að þakka heilshugar fyrir eljuna og brennandi áhugann á frelsi manna við að ferðast um óbyggðir og kljást við náttúruöflin þar sem reynir á færni og útsjónarsemi. Þessa hefð þarf að standa vörð um svo ekki tapist burt sú þekking og reynsla sem kynslóðirnar hafa borið með sér mann fram af manni og m.a. leitt af sér öflug fyrirtæki sem þekkt eru orðin og eftirsótt á alþjóðavettvangi. Í dag eru meðlimir Ferðaklúbbsins 4x4 yfir 5.000 talsins með virkar deildir hringinn kringum landið og fjölda fjallaskála sem þjóna öryggishlutverki sem og skemmtilegum áfangastöðum þegar dvalið er á fjöllum jafnt sumar sem vetur. Deildir klúbbsins eru um 14 talsins og spanna vítt svið. Þ.á.m. má nefna ferðanefnd, fjarskiptanefnd, kvennaferðanefnd, siðanefnd, umhverfisnefnd og ungliðanefnd. Klúbburinn er virkur í stikun hálendisleiða og vinnur ötullega að forvörnum gegn utanvegaakstri og miðlun upplýsinga til almennings sem og félagsmanna um akstur í óbyggðum. Ásamt því eru deildirnar virkar í að sækja sér fyrirlestra og námskeið af ýmsum toga til að auka þekkingu og færni þegar ekið er á fjöllum. Ferðafrelsið er ekki sjálfsagður hlutur og sífellt er sótt að því með ásókn um lokun leiða í nafni náttúruverndar. Leiða sem hafa verið ferðaleiðir kynslóða fram af kynslóðum, skapað órjúfanleg tengsl við náttúruna og öflin sem móta hana. Aldrei má sofna á verðinum, því besta forvörnin er jú fræðsla og reynsla þeirra sem á undan fara. Verjum ferðafrelsið. Alltaf! Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar