Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. nóvember 2024 13:01 Við þekkjum öll fólk sem býr erlendis. Við þekkjum líka öll fólk sem á börn sem búa erlendis. Námsmenn sem búa í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Ungt fólk sem fór upphaflega út í nám, eignaðist svo börn, keypti sér íbúð og snéri ekki aftur heim. Langar kannski aftur heim en sér ekki fram á að komast inn á íslenskan fasteignamarkað. Getur ekki hugsað sér að taka íslensk lán eftir að hafa kynnst heilbrigðu vaxtaumhverfi erlendis. Þetta heyri ég um allt land. Mest frá eldra fólki sem talar um hve erfitt það sé að horfa á barnabörnin vaxa úr grasi í gegnum samskiptaforrit foreldra þeirra. Ég tengi vel við þessar sögur og þær snerta í mér taug. Dætur mínar búa erlendis þar sem þær eru í námi og ég sakna þeirra mikið. Ég vona að þær snúi aftur heim að námi loknu en ég veit að það er langt frá því að vera sjálfgefið. Veruleikinn er sá, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að umgjörðin sem við höfum búið til hér á Íslandi er ekki til þess fallin að þjóna kynslóðinni sem er að koma undir sig fótunum. Íslenskt vaxtaumhverfi og óstöðugleiki er ekki aðlaðandi í augum ungs fólks. Þau sjá mörg hver ekki fram á að geta keypt hér húsnæði og fest þannig rætur vegna þess að þau þurfa alltaf að borga margfalt meira fyrir lánin en fólk gerir til dæmis í Danmörku eða Svíþjóð. Þar sér ungt fólk höfuðstól fasteignalánsins lækka frá mánuði til mánaðar - ekki hækka eins og hér tíðkast. Ofan á þennan gjörólíka húsnæðisveruleika bætast svo raunverulegir hvatar til náms og matarkarfa sem skilur ekki eftir sig gapandi dæld í heimilisbókhaldinu um hver einustu mánaðarmót. Allt skapar þetta umhverfi sem ungu fólki hugnast. Þannig er það bara og við þurfum að horfast í augu við það. Getur verið að umhverfið sem unga fólkið okkar erlendis býr við geri betur ráð fyrir fjölskyldufólki og að þau upplifi hvata til að eignast börn í samfélagi sem raunverulega stendur við bakið á þeim? Getur hreinlega verið að þau hafi það betra annars staðar en á Íslandi og þess vegna komi þau ekki heim? Við ætlum að skapa stöðugleika Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að við viljum öll skapa samfélag sem við raunverulega viljum búa í og erum stolt af. Samfélag sem börnin okkar og barnabörn vilja búa í. Okkur virðist ekki hafa tekist það nægilega vel og þess vegna þurfum við að vera tilbúin að horfa til framtíðar. Vera tilbúin að skoða langtímalausnir og hafa kjarkinn til að taka af skarið. Við þurfum að spyrja okkur hvort það sé raunverulega jafn óbreytanlegt og norðanáttin að hér séu verðbólga og vextir margfalt hærri en í nágrannalöndum okkar. Eða hvort við viljum breytingar. Því þetta er ekki náttúrulögmál. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Við getum ekki stýrt veðrinu en við getum stýrt því hvernig við hlúum að þeim sem á eftir okkur koma eða þeim sem eru að vaxa úr grasi. Tekið til í kerfinu og ríkisfjármálunum, búið við stöðugt efnahagsástand þar sem hægt er að gera áætlanir sem halda og um leið skapað fjölskylduvænt og gott samfélag sem stenst samanburð við önnur Norðurlönd. Séð til þess að ríkissjóður sé hluti af lausninni en ekki partur af vandamálinu. Er ekki kominn tími til að stöðva þennan flótta afkomenda okkar til annarra landa? Er til eitthvað verðugra átak en að gera það eftirsóknarvert fyrir börnin okkar að snúa aftur heim? Þetta á ekki að vera svona. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fólk sem býr erlendis. Við þekkjum líka öll fólk sem á börn sem búa erlendis. Námsmenn sem búa í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Ungt fólk sem fór upphaflega út í nám, eignaðist svo börn, keypti sér íbúð og snéri ekki aftur heim. Langar kannski aftur heim en sér ekki fram á að komast inn á íslenskan fasteignamarkað. Getur ekki hugsað sér að taka íslensk lán eftir að hafa kynnst heilbrigðu vaxtaumhverfi erlendis. Þetta heyri ég um allt land. Mest frá eldra fólki sem talar um hve erfitt það sé að horfa á barnabörnin vaxa úr grasi í gegnum samskiptaforrit foreldra þeirra. Ég tengi vel við þessar sögur og þær snerta í mér taug. Dætur mínar búa erlendis þar sem þær eru í námi og ég sakna þeirra mikið. Ég vona að þær snúi aftur heim að námi loknu en ég veit að það er langt frá því að vera sjálfgefið. Veruleikinn er sá, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að umgjörðin sem við höfum búið til hér á Íslandi er ekki til þess fallin að þjóna kynslóðinni sem er að koma undir sig fótunum. Íslenskt vaxtaumhverfi og óstöðugleiki er ekki aðlaðandi í augum ungs fólks. Þau sjá mörg hver ekki fram á að geta keypt hér húsnæði og fest þannig rætur vegna þess að þau þurfa alltaf að borga margfalt meira fyrir lánin en fólk gerir til dæmis í Danmörku eða Svíþjóð. Þar sér ungt fólk höfuðstól fasteignalánsins lækka frá mánuði til mánaðar - ekki hækka eins og hér tíðkast. Ofan á þennan gjörólíka húsnæðisveruleika bætast svo raunverulegir hvatar til náms og matarkarfa sem skilur ekki eftir sig gapandi dæld í heimilisbókhaldinu um hver einustu mánaðarmót. Allt skapar þetta umhverfi sem ungu fólki hugnast. Þannig er það bara og við þurfum að horfast í augu við það. Getur verið að umhverfið sem unga fólkið okkar erlendis býr við geri betur ráð fyrir fjölskyldufólki og að þau upplifi hvata til að eignast börn í samfélagi sem raunverulega stendur við bakið á þeim? Getur hreinlega verið að þau hafi það betra annars staðar en á Íslandi og þess vegna komi þau ekki heim? Við ætlum að skapa stöðugleika Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að við viljum öll skapa samfélag sem við raunverulega viljum búa í og erum stolt af. Samfélag sem börnin okkar og barnabörn vilja búa í. Okkur virðist ekki hafa tekist það nægilega vel og þess vegna þurfum við að vera tilbúin að horfa til framtíðar. Vera tilbúin að skoða langtímalausnir og hafa kjarkinn til að taka af skarið. Við þurfum að spyrja okkur hvort það sé raunverulega jafn óbreytanlegt og norðanáttin að hér séu verðbólga og vextir margfalt hærri en í nágrannalöndum okkar. Eða hvort við viljum breytingar. Því þetta er ekki náttúrulögmál. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Við getum ekki stýrt veðrinu en við getum stýrt því hvernig við hlúum að þeim sem á eftir okkur koma eða þeim sem eru að vaxa úr grasi. Tekið til í kerfinu og ríkisfjármálunum, búið við stöðugt efnahagsástand þar sem hægt er að gera áætlanir sem halda og um leið skapað fjölskylduvænt og gott samfélag sem stenst samanburð við önnur Norðurlönd. Séð til þess að ríkissjóður sé hluti af lausninni en ekki partur af vandamálinu. Er ekki kominn tími til að stöðva þennan flótta afkomenda okkar til annarra landa? Er til eitthvað verðugra átak en að gera það eftirsóknarvert fyrir börnin okkar að snúa aftur heim? Þetta á ekki að vera svona. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun