Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2024 14:12 Ísraelar hafa varpað þó nokkrum sprengjum á Beirút í dag. Getty/Houssam Shbaro Ísraelski herinn tilkynnti í dag umfangsmiklar loftárásir í Beirút, höfuðborg Líbanon. Þær voru tilkynntar skömmu áður en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, mun funda með ráðherrum sínum um mögulegt vopnahlé milli Ísraela og Hezbollah-samtakanna. Fjölmiðlar í Ísrael segja líklegt að vopnahléstillaga sem liggur fyrir verði samþykkt. Times of Israel sagði frá því að ísraelski herinn hefði varað íbúa um tuttugu bygginga í úthverfi í sunnanverðri Beirút, þar sem ítök Hezbollah hafa verið mikil í gegnum tíðina. Ísraelski herinn sagði svo í kjölfarið að árásir hefðu verið gerðar með átta orrustuþotum á sjö byggingar þar sem vígamenn Hezbollah eiga að hafa geymt og sýslað með peninga. Þrettán hús sem sprengjum var einnig varpað á eiga að hafa verið notuð sem vopnageymslur, stjórnstöðvar og annað. Herinn birti meðfylgjandi drónamyndband af árásunum í dag. Myndbandið sýnir hvernig sprengjum var varpað á tuttugu skotmörk á um tveimur mínútum. Í stuttu og einföldu máli sagt snýr tillagan að því að Ísraelar hörfi frá suðurhluta Líbanon og að vígamenn Hezbollah geri það einnig á allt að sextíu dögum. Sá hluti landsins er markaður af Litaniá. Sjá einnig: Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ísraelar hafa lengi kvartað yfir því að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006, sem meinaði vígamönnum Hezbollah eða öðrum vígamönnum að halda til suður af Litaniá í Líbanon, hafi ekki verið framfylgt. Eingöngu líbanski herinn og friðargæsluliðar áttu að mega vera á svæðinu samkvæmt ályktuninni en meðlimir Hezbollah hafa lengi byggt göng og neðanjarðarbyrgi á svæðinu og hafa skotið eldflaugum að Ísrael þaðan. Í suðurhluta Líbanon eru ísraelskir hermenn nú komnir að Litaniá og er það í fyrsta sinn, síðan hermenn réðust fyrst inn í Líbanon fyrr í haust. The IDF's 91st Division has reached the Litani River in the eastern sector of southern Lebanon, as well as the Wadi Saluki area, where the military says troops located dozens of Hezbollah weapons and sites.In Wadi Saluki, troops of the Commando Brigade raided several Hezbollah… pic.twitter.com/btQ7goBPbS— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 26, 2024 Varnarmálaráðherra hótar árásum Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hét því í dag að verði vopnahlé samþykkt muni Ísraelar ekki veigra sér við því að grípa til aðgerða, verði þeir varir við Hezbollah-liða suður af Litaniá. Þetta sagði hann við erindreka Sameinuðu þjóðanna. Katz sagði að hvert hús sem hýsti hryðjuverkamenn yrði jafnað við jörðu og loftárásir yrðu gerðar á Hezbollah-liða á svæðinu. Hann sagði að Ísraelar myndu hafa enga þolinmæði fyrir brotum gegn vopnahléinu. Þá krafðist hann frekari aðgerða friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, sem kallast UNIFIL. Þeir hefðu engan veginn komið í veg fyrir að Hezbollah-liðar starfi í suðurhluta Líbanon. Forsvarsmenn UNIFIL segja þá ekki eiga að koma í veg fyrir Það sé verkefni hersins að gera það. Her Líbanon er hins vegar langt frá því að vera jafn öflugur og Hezbollah-samtökin. Þúsundir liggja í valnum og rúm milljón á vergangi Ísraelar og Hezbollah, sem njóta stuðnings klerkastjórnar Íran, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Átökin þeirra á milli náðu nýjum hæðum þegar Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar og mannskæðar loftárásir í Líbanon og gerðu innrás í ríkið fyrr í haust, með því yfirlýsta markmiði að reka Hezbollah-liða frá suðurhluta Líbanon. Að minnsta kosti 3.500 manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela í Líbanon, samkvæmt yfirvöldum þar, og rúm milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjö særðust í umfangsmikilli árás Hezbollah á Ísrael í gær en samtökin eru talin hafa skotið um 250 eldflaugum og drónum yfir landamærin. Sumar eldflauganna náðu til Tel Aviv. 25. nóvember 2024 07:08 Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Umfangsmikil loftárás Ísraela í Beirút í Líbanon í nótt jafnaði fjölbýlishús við jörðu. Að minnsta kosti ellefu eru látnir og rúmlega tuttugu særðir en talið er að báðar tölur muni hækka. 23. nóvember 2024 08:34 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Fjölmiðlar í Ísrael segja líklegt að vopnahléstillaga sem liggur fyrir verði samþykkt. Times of Israel sagði frá því að ísraelski herinn hefði varað íbúa um tuttugu bygginga í úthverfi í sunnanverðri Beirút, þar sem ítök Hezbollah hafa verið mikil í gegnum tíðina. Ísraelski herinn sagði svo í kjölfarið að árásir hefðu verið gerðar með átta orrustuþotum á sjö byggingar þar sem vígamenn Hezbollah eiga að hafa geymt og sýslað með peninga. Þrettán hús sem sprengjum var einnig varpað á eiga að hafa verið notuð sem vopnageymslur, stjórnstöðvar og annað. Herinn birti meðfylgjandi drónamyndband af árásunum í dag. Myndbandið sýnir hvernig sprengjum var varpað á tuttugu skotmörk á um tveimur mínútum. Í stuttu og einföldu máli sagt snýr tillagan að því að Ísraelar hörfi frá suðurhluta Líbanon og að vígamenn Hezbollah geri það einnig á allt að sextíu dögum. Sá hluti landsins er markaður af Litaniá. Sjá einnig: Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ísraelar hafa lengi kvartað yfir því að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006, sem meinaði vígamönnum Hezbollah eða öðrum vígamönnum að halda til suður af Litaniá í Líbanon, hafi ekki verið framfylgt. Eingöngu líbanski herinn og friðargæsluliðar áttu að mega vera á svæðinu samkvæmt ályktuninni en meðlimir Hezbollah hafa lengi byggt göng og neðanjarðarbyrgi á svæðinu og hafa skotið eldflaugum að Ísrael þaðan. Í suðurhluta Líbanon eru ísraelskir hermenn nú komnir að Litaniá og er það í fyrsta sinn, síðan hermenn réðust fyrst inn í Líbanon fyrr í haust. The IDF's 91st Division has reached the Litani River in the eastern sector of southern Lebanon, as well as the Wadi Saluki area, where the military says troops located dozens of Hezbollah weapons and sites.In Wadi Saluki, troops of the Commando Brigade raided several Hezbollah… pic.twitter.com/btQ7goBPbS— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 26, 2024 Varnarmálaráðherra hótar árásum Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hét því í dag að verði vopnahlé samþykkt muni Ísraelar ekki veigra sér við því að grípa til aðgerða, verði þeir varir við Hezbollah-liða suður af Litaniá. Þetta sagði hann við erindreka Sameinuðu þjóðanna. Katz sagði að hvert hús sem hýsti hryðjuverkamenn yrði jafnað við jörðu og loftárásir yrðu gerðar á Hezbollah-liða á svæðinu. Hann sagði að Ísraelar myndu hafa enga þolinmæði fyrir brotum gegn vopnahléinu. Þá krafðist hann frekari aðgerða friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, sem kallast UNIFIL. Þeir hefðu engan veginn komið í veg fyrir að Hezbollah-liðar starfi í suðurhluta Líbanon. Forsvarsmenn UNIFIL segja þá ekki eiga að koma í veg fyrir Það sé verkefni hersins að gera það. Her Líbanon er hins vegar langt frá því að vera jafn öflugur og Hezbollah-samtökin. Þúsundir liggja í valnum og rúm milljón á vergangi Ísraelar og Hezbollah, sem njóta stuðnings klerkastjórnar Íran, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Átökin þeirra á milli náðu nýjum hæðum þegar Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar og mannskæðar loftárásir í Líbanon og gerðu innrás í ríkið fyrr í haust, með því yfirlýsta markmiði að reka Hezbollah-liða frá suðurhluta Líbanon. Að minnsta kosti 3.500 manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela í Líbanon, samkvæmt yfirvöldum þar, og rúm milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín.
Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjö særðust í umfangsmikilli árás Hezbollah á Ísrael í gær en samtökin eru talin hafa skotið um 250 eldflaugum og drónum yfir landamærin. Sumar eldflauganna náðu til Tel Aviv. 25. nóvember 2024 07:08 Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Umfangsmikil loftárás Ísraela í Beirút í Líbanon í nótt jafnaði fjölbýlishús við jörðu. Að minnsta kosti ellefu eru látnir og rúmlega tuttugu særðir en talið er að báðar tölur muni hækka. 23. nóvember 2024 08:34 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjö særðust í umfangsmikilli árás Hezbollah á Ísrael í gær en samtökin eru talin hafa skotið um 250 eldflaugum og drónum yfir landamærin. Sumar eldflauganna náðu til Tel Aviv. 25. nóvember 2024 07:08
Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Umfangsmikil loftárás Ísraela í Beirút í Líbanon í nótt jafnaði fjölbýlishús við jörðu. Að minnsta kosti ellefu eru látnir og rúmlega tuttugu særðir en talið er að báðar tölur muni hækka. 23. nóvember 2024 08:34
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent