Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 16:00 Það hefur loðað við mig frá því ég bauð mig fram til Alþingis árið 2016, í þriðja sæti fyrir Framsókn í Reykjavík norður, að ég væri framsóknarmaður. Því fer reyndar fjarri í dag. Ég hef ekki verið flokksbundinn neinum flokki í nokkur ár þó ég sé giftur flokksbundnum framsóknarmanni. Ég hef oft verið ósammála forystu Framsóknar og fundist stefnumál flokksins óljós. Afstaða mín til Framsóknar breyttist þó fljótt eftir að ég hóf störf sem stjórnarformaður samtakanna Hugarafls. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Um er að ræða stærstu grasrótarsamtök fólks á Íslandi með andlegar áskoranir. Undanfarið hafa samtökin, ásamt stofnanda þeirra Auði Axelsdóttur, þurft að berjast fyrir tilvist sinni og skilningi á því hve mikilvægi þessi samtök eru. Fáir ráðherrar og þingmenn hafa sýnt Hugarafli og þessum málaflokki meiri áhuga og skilning en ráðherrarnir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Samtökin starfa því á vettvangi sem almennt heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Fráfarandi félagsmálaráðherra sýndi þó samtökunum lítinn áhuga. Ekki skal fullyrt hvort þar hafi haft áhrif að Hugarafl eru frjáls félagasamtök, stofnuð á grundvelli einkaframtaks og einstaklingsfrelsis. Einn ráðherra ber af og hefur framar öðrum mikinn skilning á stöðu þeirra sem undir eru í samfélaginu. Það er Ásmundur Einar Daðason. Úrlausnir hans þegar hann var félagsmálaráðherra voru til fyrirmyndar. Hann hefur unnið að lausnum sem hafa tekið mið af reynslu þeirra sem vinna í umræddum málaflokkum en ekki út frá kerfislægum lausnum sem embættismenn hafa fundið upp í gegnum tíðina. Hann hefur stigið fram og talað um eigin lífsreynslu og erfiðleika og miðlað af þeim í ýmsum málaflokkum innan félagsmála og barnamála og hefur verið opin fyrir nýjum leiðum og lausnum er varða félagsleg málefni, bæði varðandi börn og fullorðið fólk með ýmsar raskanir og skerðingar. Að tala við Ásmund Einar er eftirminnilegt sérstaklega þar sem hann hefur sjálfur frá svo miklu að miðla. Hans lífsreynsla gerir honum kleift að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að þessum málaflokki og þar af leiðandi hugsa í lausnum. Margt hefur verið sagt um Ásmund Einar og ég viðurkenni að ég hafði ekki miklar vonir þegar hann gekk í raðir framsóknarmanna, komandi úr öðrum flokki með aðrar áherslur en gengur og gerist í Framsókn. Ásmundur náði sér þó fljótt á strik og náði miklum árangri. Hann hefur sannað sig með svo miklum ágætum að það er vel hægt að lýsa því yfir að hann hafi verið einn besti félagsmálaráðherra, ef ekki sá besti sem við höfum átt. Þau stóru orð læt ég falla eftir að hafa upplifað sjálfur þá gríðarlegu vinnu sem hann hefur unnið að varðandi félagsmál, og ekki má gleyma þeim mannlega skilning og dýpt sem hann hefur sýnt á þeim vettvangi. Hann sjálfur sannar það með eigin eftirbreytni dag hvern og sýnir hvaða árangri hægt er að ná þegar tekist er á við eigin erfiðleika og þeir nýttir til þess að breyta til hins betra. Höfundur er stjórnarformaður Hugarafls og hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur loðað við mig frá því ég bauð mig fram til Alþingis árið 2016, í þriðja sæti fyrir Framsókn í Reykjavík norður, að ég væri framsóknarmaður. Því fer reyndar fjarri í dag. Ég hef ekki verið flokksbundinn neinum flokki í nokkur ár þó ég sé giftur flokksbundnum framsóknarmanni. Ég hef oft verið ósammála forystu Framsóknar og fundist stefnumál flokksins óljós. Afstaða mín til Framsóknar breyttist þó fljótt eftir að ég hóf störf sem stjórnarformaður samtakanna Hugarafls. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Um er að ræða stærstu grasrótarsamtök fólks á Íslandi með andlegar áskoranir. Undanfarið hafa samtökin, ásamt stofnanda þeirra Auði Axelsdóttur, þurft að berjast fyrir tilvist sinni og skilningi á því hve mikilvægi þessi samtök eru. Fáir ráðherrar og þingmenn hafa sýnt Hugarafli og þessum málaflokki meiri áhuga og skilning en ráðherrarnir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Samtökin starfa því á vettvangi sem almennt heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Fráfarandi félagsmálaráðherra sýndi þó samtökunum lítinn áhuga. Ekki skal fullyrt hvort þar hafi haft áhrif að Hugarafl eru frjáls félagasamtök, stofnuð á grundvelli einkaframtaks og einstaklingsfrelsis. Einn ráðherra ber af og hefur framar öðrum mikinn skilning á stöðu þeirra sem undir eru í samfélaginu. Það er Ásmundur Einar Daðason. Úrlausnir hans þegar hann var félagsmálaráðherra voru til fyrirmyndar. Hann hefur unnið að lausnum sem hafa tekið mið af reynslu þeirra sem vinna í umræddum málaflokkum en ekki út frá kerfislægum lausnum sem embættismenn hafa fundið upp í gegnum tíðina. Hann hefur stigið fram og talað um eigin lífsreynslu og erfiðleika og miðlað af þeim í ýmsum málaflokkum innan félagsmála og barnamála og hefur verið opin fyrir nýjum leiðum og lausnum er varða félagsleg málefni, bæði varðandi börn og fullorðið fólk með ýmsar raskanir og skerðingar. Að tala við Ásmund Einar er eftirminnilegt sérstaklega þar sem hann hefur sjálfur frá svo miklu að miðla. Hans lífsreynsla gerir honum kleift að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að þessum málaflokki og þar af leiðandi hugsa í lausnum. Margt hefur verið sagt um Ásmund Einar og ég viðurkenni að ég hafði ekki miklar vonir þegar hann gekk í raðir framsóknarmanna, komandi úr öðrum flokki með aðrar áherslur en gengur og gerist í Framsókn. Ásmundur náði sér þó fljótt á strik og náði miklum árangri. Hann hefur sannað sig með svo miklum ágætum að það er vel hægt að lýsa því yfir að hann hafi verið einn besti félagsmálaráðherra, ef ekki sá besti sem við höfum átt. Þau stóru orð læt ég falla eftir að hafa upplifað sjálfur þá gríðarlegu vinnu sem hann hefur unnið að varðandi félagsmál, og ekki má gleyma þeim mannlega skilning og dýpt sem hann hefur sýnt á þeim vettvangi. Hann sjálfur sannar það með eigin eftirbreytni dag hvern og sýnir hvaða árangri hægt er að ná þegar tekist er á við eigin erfiðleika og þeir nýttir til þess að breyta til hins betra. Höfundur er stjórnarformaður Hugarafls og hæstaréttarlögmaður.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun