Innlent

Skaut þrenur skotum að dróna Fiski­stofu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þetta skip á loðnuveiðum tengist fréttinni ekki beint. 
Þetta skip á loðnuveiðum tengist fréttinni ekki beint.  vísir/sigurjón

Skotið var á dróna Fiskistofu við eftirlit í gær. Fiskistofa lítur málið mjög alvarlegum augum.

Greint er frá málinu í tilkynningu Fiskistofu, sem sinnir reglubundnu eftirliti á sviði fiskveiðistjórnunar og lax og silungsveiða.

„Þegar skipverjar tóku eftir drónanum sveimandi yfir, fór einn þeirra inn í stýrishús skipsins og greip þar til skotvopns og skaut þremur skotum að drónanum frá skipinu. Eftirlitsmaður Fiskistofu kveikti á upptöku eftir að skoti hafði verið hleypt af og náði verknaðinum á myndband.

Atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu sem hafi tekið á móti skipinu við löndun. Þá hafi Fiskistofa einnig verið í sambandi við Landhelgisgæsluna sem hafi brugðist hratt og vel við. 

„Fiskistofa lítur atvikið mjög alvarlegum augum og metur það sem mikla ógn við störf og öryggi eftirlitsmanna. Að skjóta úr skotvopni að dróna Fiskistofu getur fallið undir brot gegn valdstjórninni samkvæmt 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga auk brota á vopnalögum.“ 

„Með þessari háttsemi var eftirlitsmaður Fiskistofu hindraður við framkvæmd skyldustarfa sinna með alvarlegri og ógnandi verknaðaraðferð. Fiskistofa kemur til með að fylgja málinu eftir með kæru á hendur skipverjunum til lögreglu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×