„Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. nóvember 2024 22:02 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins að gefa þumalinn upp Vísir/Anton Brink Evrópukeppni FH-inga lauk með fjögurra marka tapi gegn Fenix Toulouse 25-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ósáttur með fyrri hálfleik liðsins. „Við vorum því miður ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum linir bæði varnar og sóknarlega. Það vantaði fullt upp á hjá okkur sóknarlega en mér fannst við ná að laga það í seinni hálfleik og skoruðum níu mörk á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Vísi eftir leik. FH-ingar voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að heimamenn skoruðu aðeins sjö mörk á þrjátíu mínútum og staðan var 7-14 í hálfleik. „Það er erfitt að vinna upp svona forskot gegn eins öflugu liði og Toulouse það sáu það allir hér í kvöld að þetta var frábært lið en ég hefði viljað gefa þeim leik í sextíu mínútur.“ „Í seinni hálfleik var munur á ákefðinni og hvernig við sóttum á þá og hvernig við fórum í svæðin og við vorum svalari að spila okkur út úr pressu.“ FH-ingar voru í möguleika á að ná hið minnsta í jafntefli þar sem munurinn var aðeins tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir en heimamenn þurftu að taka áhættu og enduðu á að tapa með fjórum mörkum. „Hver einustu mistök og hvert einasta mark telur aukalega á svona tímapunkti og það var vont að fá þessi mörk á sig en mér fannst mínir menn gefa sig alla í þetta og ekkert út á það að setja. En þú þarft meira en góðar þrjátíu mínútur gegn Toulouse.“ Riðlakeppni Evrópudeildarinnar er lokið þar sem FH endaði á botni riðilsins með tvö stig. Sigursteinn fór yfir keppnina og var nokkuð sáttur. „Þetta var frábær keppni. Við mættum mjög sterkum liðum sem gáfu okkur mikið og við lærðum mikið af. Mér finnst við hafa svarað því vel í deildinni og við þurfum að halda áfram að láta þetta telja þar.“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt fyrir félagið í heild sinni þar sem það eru miklar kröfur í þessari keppni innan sem utan vallar.“ „Ég ætla ekki að neita því að það var stórkostleg mæting gegn VfL Gummersbach en þetta er ofboðslega dýrt og mikið batterí. Við hefðum helst þurft að fá fleiri með okkur í þetta því við erum að mæta rjómanum af liðum í svona Evrópukeppnum.“ Aðspurður út í hvort hann myndi gera þetta aftur á næsta tímabili svaraði Sigursteinn játandi og var ánægður með hvað þessi keppni hefur gefið liðinu. „Já það held ég. Mér finnst liðið hafa tekið stórt skref í þessari keppni og það er nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta muni hjálpa okkur á nýju ári,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. FH Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
„Við vorum því miður ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum linir bæði varnar og sóknarlega. Það vantaði fullt upp á hjá okkur sóknarlega en mér fannst við ná að laga það í seinni hálfleik og skoruðum níu mörk á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Vísi eftir leik. FH-ingar voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að heimamenn skoruðu aðeins sjö mörk á þrjátíu mínútum og staðan var 7-14 í hálfleik. „Það er erfitt að vinna upp svona forskot gegn eins öflugu liði og Toulouse það sáu það allir hér í kvöld að þetta var frábært lið en ég hefði viljað gefa þeim leik í sextíu mínútur.“ „Í seinni hálfleik var munur á ákefðinni og hvernig við sóttum á þá og hvernig við fórum í svæðin og við vorum svalari að spila okkur út úr pressu.“ FH-ingar voru í möguleika á að ná hið minnsta í jafntefli þar sem munurinn var aðeins tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir en heimamenn þurftu að taka áhættu og enduðu á að tapa með fjórum mörkum. „Hver einustu mistök og hvert einasta mark telur aukalega á svona tímapunkti og það var vont að fá þessi mörk á sig en mér fannst mínir menn gefa sig alla í þetta og ekkert út á það að setja. En þú þarft meira en góðar þrjátíu mínútur gegn Toulouse.“ Riðlakeppni Evrópudeildarinnar er lokið þar sem FH endaði á botni riðilsins með tvö stig. Sigursteinn fór yfir keppnina og var nokkuð sáttur. „Þetta var frábær keppni. Við mættum mjög sterkum liðum sem gáfu okkur mikið og við lærðum mikið af. Mér finnst við hafa svarað því vel í deildinni og við þurfum að halda áfram að láta þetta telja þar.“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt fyrir félagið í heild sinni þar sem það eru miklar kröfur í þessari keppni innan sem utan vallar.“ „Ég ætla ekki að neita því að það var stórkostleg mæting gegn VfL Gummersbach en þetta er ofboðslega dýrt og mikið batterí. Við hefðum helst þurft að fá fleiri með okkur í þetta því við erum að mæta rjómanum af liðum í svona Evrópukeppnum.“ Aðspurður út í hvort hann myndi gera þetta aftur á næsta tímabili svaraði Sigursteinn játandi og var ánægður með hvað þessi keppni hefur gefið liðinu. „Já það held ég. Mér finnst liðið hafa tekið stórt skref í þessari keppni og það er nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta muni hjálpa okkur á nýju ári,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum.
FH Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira