Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson og Matthías Ólafsson skrifa 27. nóvember 2024 08:31 Þegar að einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna kom út fyrir kosningar 2021 höfðu undirritaðir litla reynslu en töluverðar áhyggjur af loftslagsmálum og fannst því einkunnagjöfin gífurlega gagnleg. Hafandi núna starfað að loftslagsmálum í tæp 3 ár, framkallaði einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna fyrir þessar kosningar eingöngu reiði og vonbrigði. Ef marka má umræðu um einkunnagjöfina í samfélagi Íslendinga á Reddit má álykta að þjóðin sé sammála, en vinsælustu athugasemdir þar lýsa einkunnagjöfinni sem litlu öðru en pólitískum grænþvotti þar sem stig eru gefin fyrir það að skipa nefndir og setja háleit markmið um kolefnishlutleysi. Hins vegar er lítið sem ekkert lagt mat á það hvort að loftslagsmarkmið stjórnmálaflokkanna standist einhverja skoðun í raunveruleikanum. Þessi óheppilega framsetning Ungra Umhverfissinna á raunveruleika loftslagsaðgerða er ekki einangrað tilfelli heldur einungis framhald af óraunsæisástandi umræðunnar undanfarin áratug. Í ljósi krítískrar stöðu í málaflokknum gera undirritaðir hér með tilraun til að draga umræðuna á hærra plan með þessari grein. Losunarflokkar í grófum dráttum Sé allt bókhald og umræða um kolefnislosun og orkumál einfaldað, má sjá að losun Íslendinga kemur að langmestu leyti til vegna eldsneytisnotkunar, stóriðju og landbúnaðar. Af þeim flokkum (með alþjóðaflugi, án landnotkunar) nemur losun frá landbúnaði einungis um 10% af heildarlosun. Í þessari grein tökum við landbúnað út fyrir sviga. Stóriðja nemur um 30% af heildarlosun, og af því er rúmlega 90% málmiðnaður. Margt hefur verið sagt um hlutverk stóriðju í losunarbókhaldi Íslands og margir sett sig á móti henni. Raunveruleikinn er hins vegar flóknari ef horft er til losunar vegna stóriðju í alheims samhengi, t.d. eru títt nefnd rök á þá vegu að “betra sé hér heima en með kolum í Kína”. Staðreyndin er hins vegar sú að stóriðja á sér þegar stað hér á landi og mun hún gera það áfram að minnsta kosti næstu 15-24 árin skv. bindandi alþjóðaviðskiptasamningum um raforkusölu, en við komum betur að því síðar. Eftir stendur þá eldsneytisnotkun sem er langstærsti málaflokkurinn þar sem við getum raunhæft aðhafst og ber ábyrgð á meirihluta kolefnislosunar Íslands. Aðgerðir í þessum málaflokki eru ýmist nefndar orkuskipti þrjú; full orkuskipti; eða orkuskipti í samgöngum, og snúa að því að skipta út allri notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngur, skip og flugvélar. Sátta í málaflokknum hefur ekki gætt í pólitískri umræðu undanfarin 10 ár og er sú umræða uppspretta vonbrigða undirritaðra í garð frjálslyndra afla og umhverfisverndarsinna, en þau hafa staðið fyrir endurteknum rangfærslum. Afleiðingin er sú að staðið hefur verið í vegi fyrir loftslagsaðgerðum af hálfu íslensku þjóðarinnar. Full Orkuskipti - Hvað þarf til? Á hinni vönduðu vefsíðu orkuskipti.is má sjá tölulega greiningu á bakvið raforkuþörf til orkuskipta. Í stuttu máli sagt þá framleiðir Ísland um 20 Terawatt stundir (Twst) af raforku á ári. Til þess að skipta út þeim u.þ.b. milljón tonnum af jarðefnaeldsneyti sem við notum árlega mun þurfa um 16 Twst af raforku. Það telur hins vegar ekki með þá væntu auknu eftirspurn eftir raforku á næstu áratugum frá heimilum og fyrirtækjum landsins, en sú aukna eftirspurn hefur verið metin 3,6 Twst til ársins 2035. Út frá þessum reikningi kemur ákallið um tvöföldun á raforkuframleiðslu til að mæta orkuskiptum. Um þennan útreikning er lítill sem enginn ágreiningur. Hér verður pólitíska vatnið hins vegar gruggugt. Það eru í grunninn þrjár mögulegar lausnir til þess að finna þessar 16 eða 20 Twst til orkuskipta. Í fyrsta lagi að nýta núverandi raforkuframleiðslu betur og svo til orkuskipta, í öðru lagi að nýta endurnýjanlega raforku erlendis til þess að framleiða og flytja inn rafeldsneyti, og í þriðja lagi að auka raforkuframleiðslu og framleiða rafeldsneyti hérlendis. Lausn 1 - Betri nýting raforkuframleiðslu, rangfærslur og afvegaleiðingar Í fjölda ára hafa umhverfisverndarsinnar, bæði stjórnmálafólk og hagsmunaaðilar, hamrað á betri nýtingu núverandi raforkuframleiðslu. Því hefur verið haldið fram að það sé í rauninni ekki nauðsynlegt að virkja frekar, því að nýta megi raforkuna betur með aukinni skilvirkni í kerfinu og með því að fasa út stóriðju. Í nóvember 2023 kom loksins út sérfræðiskýrsla dönsku ráðgjafastofunnar Implement varðandi tækifæri í bættri orkunýtingu. Niðurstaðan var sú að fýsilegt væri að ná bættri nýtingu upp á um 1.1 Twst á næstu 15 árum úr núverandi raforkukerfi. Það samsvarar u.þ.b. 5% af væntri aukinni raforkuþörf til heimila, fyrirtækja og til fullra orkuskipta. Fjöldi einstaklinga í ábyrgðarstöðum hefur sömuleiðis talað á þá vegu að hægt sé að nýta raforkuna sem við seljum í dag til álvera í orkuskipti. Sú afstaða sætir furðu, enda hafa lengi legið fyrir langtímasamningar um raforkusölu og á vef Landsvirkjunar kemur þetta skýrt fram: “Álver Alcoa á Reyðarfirði er tiltölulega nýtt og er með samning um orkukaup til ársins 2048. Álver Rio Tinto í Straumsvík er með samning til ársloka 2036. Landsvirkjun sér báðum þessum álverum fyrir allri þeirri orku sem þau nota en Norðurál á Grundartanga kaupir orku af mörgum orkuframleiðendum og er með raforkusamninga með mismunandi gildistíma, þann lengsta til 2036.” Það er því óraunhæft að nýta þá raforku sem fer í álverin á Íslandi til orkuskipta í samgöngum fyrir árið 2040. Þau sem sjá fyrir sér að hægt sé að svíkja slíka alþjóðaviðskiptasamninga og í sömu andrátt gera ráð fyrir að erlendir fjárfestar muni sjá Íslandi fyrir þeim gífurlegu fjármunum sem þarf til að byggja upp rafeldsneytisinnviði, verða að teljast mjög bjartsýn. Það er í rauninni óskiljanlegt hvað slíkar rangfærslur hafa viðgengist lengi. Með skýrslu Implement var loksins skýr grundvöllur til að hafna röksemdafærslum á grundvelli betri nýtingar, en þurfti það raunverulega? Hver er ábyrgð sérfræðinga í orkumálum sem hlutu að vita að það yrði niðurstaðan? Landsvirkjun, SI og Samorka hafa verið öflug í umræðu um orkuskipti undanfarin 1-2 ár, en þar á undan heyrðist lítið. Sömuleiðis þarf að spyrja út í ábyrgð blaðamannastéttarinnar. Staðan er sú að umræðan um mikilvægustu loftslagsaðgerðir sem Ísland hefur staðið frammi fyrir, hefur fengið að vera á algjöru fúsk-stigi í áratug. Undirritaðir telja ljóst að þetta muni reynast okkur Íslendingum dýrkeypt. Á aðalfundi Landsvirkjunar 2024 kom fram að einungis væru til áform um raforkukosti sem næðu til helmings af væntri nýrri raforkuþörf næstu áratugi. Án herkúlískrar viðleitni í málaflokknum má þá í raun útiloka að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum fyrir 2040 með innlendri framleiðslu. Það er óásættanlegt ástand. Við erum að renna út á tíma og á síðasta séns að vera ekki fordæmd af komandi kynslóðum. Lausn 2 - Innflutningur á hreinu eldsneyti Í stað innlendrar framleiðslu hafa hagsmunaaðilar bent á að hægt sé að framkvæma orkuskipti með innflutningi á rafeldsneyti. Nýlega birti Landvernd bækling þar sem hvatt er til slíks innflutnings og tekið var fyrir meintan hræðsluáróður um orkuskort, en í þeim bækling var ekki farið yfir galla heldur einungis kosti innflutnings í formi umhverfisverndar. Gallarnir eru að mati undirritaðra helst þrír. Í fyrsta lagi út frá loftslagsmálum, en ekki væri hægt að nýta rafeldsneyti innflutt til Íslands til orkuskipta í öðrum og fátækari ríkjum. Ísland væri þar með að varpa ábyrgð á loftslagsaðgerðum á aðrar þjóðir. Í öðru lagi myndi slíkum innflutningi fylgja gífurlegur gjaldeyriskostnaður. Ísland borgar u.þ.b. 160 milljarða á hverju ári fyrir jarðefnaeldsneyti. Samkvæmt alþjóðlegum markaðsspám mun rafeldsneyti líklega koma til með að vera þrisvar til fjórum sinnum dýrara en jarðefnaeldsneyti til ársins 2040. Ekki verður til nægjanlegt magn af lífeldsneyti til að tækla orkuskipti í heiminum, en það yrði þó líklega að minnsta kosti tvöfalt dýrara. Árlega kæmi þá gjaldeyriskostnaður af eldsneyti til með að hækka úr 160 milljörðum á ári í um og yfir 500 milljarða á ári, eða um þriðjung af fjárlögum ársins. Landvernd gleymdi að minnast á það. Úps. Í þriðja lagi er orkusjálfstæði þjóðarinnar mikilvægt þjóðaröryggismál. Framkvæmdastjóri JP Morgan telur að þriðja heimsstyrjöldin sé hafin og þó deila megi um það er óneitanlega ógnvænlega staða uppi í heimspólitík. Sömuleiðis fór nýlega að bera á vísindagreinum sem spá því að hætta af sökum loftslagsvendipunkta hafi verið stórlega vanmetin. Í því samhengi hefur verið bent á að líkur á hruni hafstrauma í Norður-Atlantshafi séu taldar mun líklegri en áður. Í því samhengi er þreföldun á innflutningsverði eldsneytis ekki neins konar sviðsmynd um verstu þróun. Í því samhengi er það orðið mikilvægt íslensku þjóðaröryggi að hafa stjórn yfir eigin orkunotkun og tryggja það að í landinu sé til eldsneyti á fiskiskip og í flugsamgöngur. Því verður einungis náð með innlendri framleiðslu. Þetta er ekki hræðsluáróður, en það stjórnmálafólk sem neitar að horfast í augu við raunveruleika 21. aldarinnar á ekki heima á valdastólum. Lausn 3 - Verðmætasköpun með innlendri framleiðslu í stað gjaldeyriskostnaðs Á vef orkuskipta kemur skýrt fram afstaða orkuiðnaðarins til málaflokksins, en þar eru færð sterk rök fyrir orkuskiptum með innlendri framleiðslu. Kosti þess má skoða í samhengi gallanna þriggja við innflutning sem lýst var að ofan. Í fyrsta lagi þýðir innlend framleiðsla að við erum ekki einungis að standa við skuldbindingar okkar um orkuskipti, heldur erum við að leggja okkar að mörkum til orkuskipta í heiminum. Það er ólíkt innflutningi á rafeldsneyti þar sem við værum í raun að taka tækifæri til orkuskipta í samgöngum af öðrum og líklega fátækari þjóðum. Í öðru lagi marka orkuskiptin gífurleg tækifæri til efnahagsuppbyggingar á Íslandi. Mögulegum efnahagslegum ávinningi af orkuskiptum er lýst á vef orkuskipta, en þar er hann metinn allt að 2200 milljarðar til ársins 2060, með fjárfestingum í innviðum upp á 900 milljarða og rúmlega 6000 nýjum störfum. Í þriðja lagi myndu orkuskipti með innlendri framleiðslu og samsvarandi orkuöryggi gera Íslendinga mun betur setta til að takast á við erfiðleika 21. aldarinnar. Vissulega fylgir innlendri framleiðslu einhverjir gallar og þar má helst nefna óhjákvæmilega röskun á vistkerfum. Staðan má auðvitað aldrei verða slík að vægi íslenskrar náttúru sé hunsað. En það sæmir sömuleiðis engum sem álítur sig umhverfisverndarsinna að horfa eingöngu til vistkerfaverndar á kostnað loftslagsaðgerða. Það er alveg ljóst að stærsta hætta sem vistkerfi heimsins standa frammi fyrir í dag er af völdum loftslagsbreytinga. Við hreinlega verðum að geta rætt nýtingu vistkerfa til loftslagsaðgerða á fullorðins máta. Stefnumál stjórnmálaflokka fyrir kosningar Með samhengi orkuskipta að leiðarljósi, komum við loks að greiningu á stefnumálum flokkanna fyrir komandi kosningar. Í greiningunni skiptum við stefnumálum stjórnmálaflokkanna í þrjá flokka eftir markmiðum og útfærslum. Flokkur 1 - Engin skýr markmið um orkuskipti Fljótlega má afgreiða stefnumál Flokk fólksins, Miðflokks og Sósíalista, en þessir flokkar setja engin markmið um orkuskipti fyrir ákveðinn tíma, né töluleg markmið um aukningu á raforkuframleiðslu eða innflutning á hreinu eldsneyti. Eigindlegar athugasemdir á raforkuframleiðslu eru þær að Flokkur Fólksins og Miðflokkur vilja auka raforkuframleiðslu til að koma í veg fyrir orkuskort, og Sósíalistar taka skýrt fram að ekki ætti að auka raforkuframleiðslu til orkuskipta sbr: “Að orkuframleiðsla landsins verði ekki aukin að óþörfu umfram orkuþörf almennings, með tilheyrandi náttúruspjöllum og jarðraski.” Flokkur 2 - Óútfærð markmið um orkuskipti Í næsta flokki má finna þrjá efstu flokka í greiningu Ungra Umhverfissinna á loftslagsstefnumálum, Pírata, Vinstri Græna og Viðreisn. Hér er vissulega að finna háleit markmið, en Vinstri Græn og Viðreisn vilja orkuskipti fyrir 2040 og Píratar fyrir 2035. Flokkarnir tala allir um þörf á aukinni raforkuframleiðslu til orkuskipta. Viðreisn nefnir sérstaklega tækifæri í vindorkuverum og Píratar tala fyrir fjárfestingum í nýsköpun og hvötum til einstaklinga og smáfyrirtækja til framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Vinstri Græn nefna ekki sóknartækifæri í orkuframleiðslu heldur brýna á að ný orkuframleiðsla sé í samræmi við náttúruvernd, líkt og Píratar og Viðreisn. Hvergi í stefnumálum þessa flokka er að finna nein töluleg markmið um hvernig eigi að ná fram orkuskiptum, hvort sem er með innlendri framleiðslu né innflutningi. Engin afstaða er tekin til þess hvað innflutningur myndi koma til með að kosta samfélagið. Undirritaðir höfðu samband við flokkana og óskuðu eftir afstöðu. Kjörstjórn Viðreisnar nefndi að líklega þyrfti að auka raforkuframleiðslu um 5-8 Twst til ársins 2035 samkvæmt mati Landsnets, en kjörstjórnin setti það þó ekki fram sem stefnu flokksins. Píratar svöruðu en töldu sig ekki geta sett fram töluleg markmið að svo stöddu. Vinstri Græn svöruðu ekki. Flokkur 3 - Orkuskipti með útfærslum Hér finnst undirrituðum Samfylking eiga raunverulegt hrós skilið fyrir það að vera eini stjórnmálaflokkurinn úr stjórnarandstöðu sem var tilbúinn með töluleg markmið um aukna raforkuframleiðslu. Samfylking hefur skýra stefnu um aukna orkuframleiðslu sem nemur 5 Twst til 2035 að viðbættri 1 Twst frá bættri nýtingu. Til samanburðar við ályktað markmið um orkuskipti framreikna undirritaðir þá stefnu til 2040. Sú framreiknaða framleiðsla auk bættri nýtingu væri þá 8,5 Twst af þeim 20 Twst sem þarf til. Samfylking talar um kolefnisneikvæðni fyrir 2040 en ekki lokum á orkuskiptum, sem verða þó að teljast undirstaða kolefnisneikvæðni. Samfylkingin tekur ekki fyrir aukinn kostnað af innflutningi á eldsneyti. Sjálfstæðisflokkurinn fær hæstu einkunn í þessu raunsæismati á loftslagsstefnumálum, en Guðlaugur Þór hefur undanfarin tvö ár verið ötull talsmaður þess að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu til að fara í orkuskipti, þrátt fyrir litlar undirtektir annarra flokka á Alþingi. Í flokksþingsályktun kallar Framsókn sömuleiðis eftir orkusjálfstæði Íslands og að raforkuframleiðsla sé aukin til að ná fram orkuskiptum. Hins vegar eru ekki allt kosningaefni Framsóknar í samræmi við þá stefnu og verður hún því að teljast óljós. Sem dæmi lýsir Halla Hrund frekari raforkuframleiðslu sem “engri lausn” á TikTok reikningi sínum. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsókn setja markmið um orkuskipti fyrir eitthvern tíma, sem verður því miður að teljast töluvert raunhæfara mat en orkuskipti fyrir 2035 eða 2040. Niðurlag Við höfum vissulega séð jákvæða þróun á stefnumálum helstu stjórnmálaflokka í málaflokknum undanfarin ár og gott merki þess er viðurkenning Vinstri Grænna á nauðsyn þess að auka orkuframleiðslu. Þróunin hefur þó tekið dýrmætan tíma sem við máttum vart við að missa. Háleit markmið skora hátt á einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna, en að mati undirritaðra er tími háleitra markmiða liðinn. Það er kominn tími á aðgerðir og til þess þarf skýran pólitískan grundvöll til samtals og samvinnu um aðgerðaáætlanir. Með þessari grein vonast undirritaðir til þess að vekja stjórnmálafólk landsins upp af þeirri svefngöngu sem hefur viðgengist í málaflokknum. Ef við ætlum að ná fram loftslagsmarkmiðum þjóðarinnar og gera komandi kynslóðir stoltar af framtaki okkar, þá hreinlega verður að hætta pólitískum skotgrafahernaði og koma saman í að ræða raunhæfar og skýrar útfærslur fyrir orkuskipti. Páll Gunnarsson & Matthías Ólafsson Páll starfar að stofnun nýrrar hugveitu um greiningar á katastrófískum áhættusviðsmyndum tengt loftslagsvendipunktum með fjármagni frá loftslagsfjárfestum, auk þess að vera framkvæmdastjóri nýsköpunarfélags í loftslags- og orkumálum með fjármagni frá hinu opinbera. Páll er 33 ára og hefur kosið í 4 alþingiskosningum, tvisvar sinnum Pírata og tvisvar sinnum Viðreisn. Matthías stýrir viðskiptaþróun og fjárfestatengslum hjá rafeldsneytisfyrirtækinu Carbon Iceland ásamt því að sinna ráðgjöf við hagsmunagæslu fyrir sjálfbær eldsneytisverkefni. Matthías er 32 ára og hefur þrisvar sinnum kosið í alþingiskosningum þar sem Píratar hafa orðið fyrir valinu. Heimildir https://www.reddit.com/r/Iceland/comments/1gy688o/s%C3%B3lin_%C3%B3h%C3%A1%C3%B0ur_samanbur%C3%B0ur_ungra_umhverfissinna_%C3%A1/ https://himinnoghaf.is/loftslagsmal/article/losun-grodurhusalofttegunda/ https://orkuskipti.is/ https://www.landsvirkjun.is/frettir/yfirstiganleg-verkefni-i-orkumalum https://www.spglobal.com/commodityinsights/en/market-insights/latest-news/chemicals/021523-renewable-methanol-drives-maritime-industry-decarbonization-institute-ceo https://www.bbc.com/news/articles/cg64pwxzln4o https://fortune.com/2024/10/29/jamie-dimon-world-war-three-fears-nuclear-proliferation/ https://heimildin.is/grein/22444/vid-sem-thjod-mundum-varla-lifa-af/ https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/audlindamal/ https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/umhverfis-og-loftslagsmal/ https://midflokkurinn.is/stefna/orkumal-2 https://midflokkurinn.is/stefna/umhverfis-og-loftslagsmal https://flokkurfolksins.is/forgangsmal/ https://vidreisn.is/malefni/umhverfis-og-loftlagsmal/ https://piratar.is/umhverfis-og-loftslagsstefna https://vg.is/stefna/orkumal/ https://xs.is/krafa-um-arangur https://www.visir.is/g/20222326232d/tvofalda-tharf-orkuframleidsluna-vegna-orkuskiptanna https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-23-deilt-um-raforku-og-orkuskort-a-althingi-403192 https://xd.is/kosningaaherslur/#orkan https://framsokn.is/malefnin/umhverfis-orku-loftslagsmal/ https://www.tiktok.com/@hallahrundlogadottir/photo/7438591212073864480 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Þegar að einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna kom út fyrir kosningar 2021 höfðu undirritaðir litla reynslu en töluverðar áhyggjur af loftslagsmálum og fannst því einkunnagjöfin gífurlega gagnleg. Hafandi núna starfað að loftslagsmálum í tæp 3 ár, framkallaði einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna fyrir þessar kosningar eingöngu reiði og vonbrigði. Ef marka má umræðu um einkunnagjöfina í samfélagi Íslendinga á Reddit má álykta að þjóðin sé sammála, en vinsælustu athugasemdir þar lýsa einkunnagjöfinni sem litlu öðru en pólitískum grænþvotti þar sem stig eru gefin fyrir það að skipa nefndir og setja háleit markmið um kolefnishlutleysi. Hins vegar er lítið sem ekkert lagt mat á það hvort að loftslagsmarkmið stjórnmálaflokkanna standist einhverja skoðun í raunveruleikanum. Þessi óheppilega framsetning Ungra Umhverfissinna á raunveruleika loftslagsaðgerða er ekki einangrað tilfelli heldur einungis framhald af óraunsæisástandi umræðunnar undanfarin áratug. Í ljósi krítískrar stöðu í málaflokknum gera undirritaðir hér með tilraun til að draga umræðuna á hærra plan með þessari grein. Losunarflokkar í grófum dráttum Sé allt bókhald og umræða um kolefnislosun og orkumál einfaldað, má sjá að losun Íslendinga kemur að langmestu leyti til vegna eldsneytisnotkunar, stóriðju og landbúnaðar. Af þeim flokkum (með alþjóðaflugi, án landnotkunar) nemur losun frá landbúnaði einungis um 10% af heildarlosun. Í þessari grein tökum við landbúnað út fyrir sviga. Stóriðja nemur um 30% af heildarlosun, og af því er rúmlega 90% málmiðnaður. Margt hefur verið sagt um hlutverk stóriðju í losunarbókhaldi Íslands og margir sett sig á móti henni. Raunveruleikinn er hins vegar flóknari ef horft er til losunar vegna stóriðju í alheims samhengi, t.d. eru títt nefnd rök á þá vegu að “betra sé hér heima en með kolum í Kína”. Staðreyndin er hins vegar sú að stóriðja á sér þegar stað hér á landi og mun hún gera það áfram að minnsta kosti næstu 15-24 árin skv. bindandi alþjóðaviðskiptasamningum um raforkusölu, en við komum betur að því síðar. Eftir stendur þá eldsneytisnotkun sem er langstærsti málaflokkurinn þar sem við getum raunhæft aðhafst og ber ábyrgð á meirihluta kolefnislosunar Íslands. Aðgerðir í þessum málaflokki eru ýmist nefndar orkuskipti þrjú; full orkuskipti; eða orkuskipti í samgöngum, og snúa að því að skipta út allri notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngur, skip og flugvélar. Sátta í málaflokknum hefur ekki gætt í pólitískri umræðu undanfarin 10 ár og er sú umræða uppspretta vonbrigða undirritaðra í garð frjálslyndra afla og umhverfisverndarsinna, en þau hafa staðið fyrir endurteknum rangfærslum. Afleiðingin er sú að staðið hefur verið í vegi fyrir loftslagsaðgerðum af hálfu íslensku þjóðarinnar. Full Orkuskipti - Hvað þarf til? Á hinni vönduðu vefsíðu orkuskipti.is má sjá tölulega greiningu á bakvið raforkuþörf til orkuskipta. Í stuttu máli sagt þá framleiðir Ísland um 20 Terawatt stundir (Twst) af raforku á ári. Til þess að skipta út þeim u.þ.b. milljón tonnum af jarðefnaeldsneyti sem við notum árlega mun þurfa um 16 Twst af raforku. Það telur hins vegar ekki með þá væntu auknu eftirspurn eftir raforku á næstu áratugum frá heimilum og fyrirtækjum landsins, en sú aukna eftirspurn hefur verið metin 3,6 Twst til ársins 2035. Út frá þessum reikningi kemur ákallið um tvöföldun á raforkuframleiðslu til að mæta orkuskiptum. Um þennan útreikning er lítill sem enginn ágreiningur. Hér verður pólitíska vatnið hins vegar gruggugt. Það eru í grunninn þrjár mögulegar lausnir til þess að finna þessar 16 eða 20 Twst til orkuskipta. Í fyrsta lagi að nýta núverandi raforkuframleiðslu betur og svo til orkuskipta, í öðru lagi að nýta endurnýjanlega raforku erlendis til þess að framleiða og flytja inn rafeldsneyti, og í þriðja lagi að auka raforkuframleiðslu og framleiða rafeldsneyti hérlendis. Lausn 1 - Betri nýting raforkuframleiðslu, rangfærslur og afvegaleiðingar Í fjölda ára hafa umhverfisverndarsinnar, bæði stjórnmálafólk og hagsmunaaðilar, hamrað á betri nýtingu núverandi raforkuframleiðslu. Því hefur verið haldið fram að það sé í rauninni ekki nauðsynlegt að virkja frekar, því að nýta megi raforkuna betur með aukinni skilvirkni í kerfinu og með því að fasa út stóriðju. Í nóvember 2023 kom loksins út sérfræðiskýrsla dönsku ráðgjafastofunnar Implement varðandi tækifæri í bættri orkunýtingu. Niðurstaðan var sú að fýsilegt væri að ná bættri nýtingu upp á um 1.1 Twst á næstu 15 árum úr núverandi raforkukerfi. Það samsvarar u.þ.b. 5% af væntri aukinni raforkuþörf til heimila, fyrirtækja og til fullra orkuskipta. Fjöldi einstaklinga í ábyrgðarstöðum hefur sömuleiðis talað á þá vegu að hægt sé að nýta raforkuna sem við seljum í dag til álvera í orkuskipti. Sú afstaða sætir furðu, enda hafa lengi legið fyrir langtímasamningar um raforkusölu og á vef Landsvirkjunar kemur þetta skýrt fram: “Álver Alcoa á Reyðarfirði er tiltölulega nýtt og er með samning um orkukaup til ársins 2048. Álver Rio Tinto í Straumsvík er með samning til ársloka 2036. Landsvirkjun sér báðum þessum álverum fyrir allri þeirri orku sem þau nota en Norðurál á Grundartanga kaupir orku af mörgum orkuframleiðendum og er með raforkusamninga með mismunandi gildistíma, þann lengsta til 2036.” Það er því óraunhæft að nýta þá raforku sem fer í álverin á Íslandi til orkuskipta í samgöngum fyrir árið 2040. Þau sem sjá fyrir sér að hægt sé að svíkja slíka alþjóðaviðskiptasamninga og í sömu andrátt gera ráð fyrir að erlendir fjárfestar muni sjá Íslandi fyrir þeim gífurlegu fjármunum sem þarf til að byggja upp rafeldsneytisinnviði, verða að teljast mjög bjartsýn. Það er í rauninni óskiljanlegt hvað slíkar rangfærslur hafa viðgengist lengi. Með skýrslu Implement var loksins skýr grundvöllur til að hafna röksemdafærslum á grundvelli betri nýtingar, en þurfti það raunverulega? Hver er ábyrgð sérfræðinga í orkumálum sem hlutu að vita að það yrði niðurstaðan? Landsvirkjun, SI og Samorka hafa verið öflug í umræðu um orkuskipti undanfarin 1-2 ár, en þar á undan heyrðist lítið. Sömuleiðis þarf að spyrja út í ábyrgð blaðamannastéttarinnar. Staðan er sú að umræðan um mikilvægustu loftslagsaðgerðir sem Ísland hefur staðið frammi fyrir, hefur fengið að vera á algjöru fúsk-stigi í áratug. Undirritaðir telja ljóst að þetta muni reynast okkur Íslendingum dýrkeypt. Á aðalfundi Landsvirkjunar 2024 kom fram að einungis væru til áform um raforkukosti sem næðu til helmings af væntri nýrri raforkuþörf næstu áratugi. Án herkúlískrar viðleitni í málaflokknum má þá í raun útiloka að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum fyrir 2040 með innlendri framleiðslu. Það er óásættanlegt ástand. Við erum að renna út á tíma og á síðasta séns að vera ekki fordæmd af komandi kynslóðum. Lausn 2 - Innflutningur á hreinu eldsneyti Í stað innlendrar framleiðslu hafa hagsmunaaðilar bent á að hægt sé að framkvæma orkuskipti með innflutningi á rafeldsneyti. Nýlega birti Landvernd bækling þar sem hvatt er til slíks innflutnings og tekið var fyrir meintan hræðsluáróður um orkuskort, en í þeim bækling var ekki farið yfir galla heldur einungis kosti innflutnings í formi umhverfisverndar. Gallarnir eru að mati undirritaðra helst þrír. Í fyrsta lagi út frá loftslagsmálum, en ekki væri hægt að nýta rafeldsneyti innflutt til Íslands til orkuskipta í öðrum og fátækari ríkjum. Ísland væri þar með að varpa ábyrgð á loftslagsaðgerðum á aðrar þjóðir. Í öðru lagi myndi slíkum innflutningi fylgja gífurlegur gjaldeyriskostnaður. Ísland borgar u.þ.b. 160 milljarða á hverju ári fyrir jarðefnaeldsneyti. Samkvæmt alþjóðlegum markaðsspám mun rafeldsneyti líklega koma til með að vera þrisvar til fjórum sinnum dýrara en jarðefnaeldsneyti til ársins 2040. Ekki verður til nægjanlegt magn af lífeldsneyti til að tækla orkuskipti í heiminum, en það yrði þó líklega að minnsta kosti tvöfalt dýrara. Árlega kæmi þá gjaldeyriskostnaður af eldsneyti til með að hækka úr 160 milljörðum á ári í um og yfir 500 milljarða á ári, eða um þriðjung af fjárlögum ársins. Landvernd gleymdi að minnast á það. Úps. Í þriðja lagi er orkusjálfstæði þjóðarinnar mikilvægt þjóðaröryggismál. Framkvæmdastjóri JP Morgan telur að þriðja heimsstyrjöldin sé hafin og þó deila megi um það er óneitanlega ógnvænlega staða uppi í heimspólitík. Sömuleiðis fór nýlega að bera á vísindagreinum sem spá því að hætta af sökum loftslagsvendipunkta hafi verið stórlega vanmetin. Í því samhengi hefur verið bent á að líkur á hruni hafstrauma í Norður-Atlantshafi séu taldar mun líklegri en áður. Í því samhengi er þreföldun á innflutningsverði eldsneytis ekki neins konar sviðsmynd um verstu þróun. Í því samhengi er það orðið mikilvægt íslensku þjóðaröryggi að hafa stjórn yfir eigin orkunotkun og tryggja það að í landinu sé til eldsneyti á fiskiskip og í flugsamgöngur. Því verður einungis náð með innlendri framleiðslu. Þetta er ekki hræðsluáróður, en það stjórnmálafólk sem neitar að horfast í augu við raunveruleika 21. aldarinnar á ekki heima á valdastólum. Lausn 3 - Verðmætasköpun með innlendri framleiðslu í stað gjaldeyriskostnaðs Á vef orkuskipta kemur skýrt fram afstaða orkuiðnaðarins til málaflokksins, en þar eru færð sterk rök fyrir orkuskiptum með innlendri framleiðslu. Kosti þess má skoða í samhengi gallanna þriggja við innflutning sem lýst var að ofan. Í fyrsta lagi þýðir innlend framleiðsla að við erum ekki einungis að standa við skuldbindingar okkar um orkuskipti, heldur erum við að leggja okkar að mörkum til orkuskipta í heiminum. Það er ólíkt innflutningi á rafeldsneyti þar sem við værum í raun að taka tækifæri til orkuskipta í samgöngum af öðrum og líklega fátækari þjóðum. Í öðru lagi marka orkuskiptin gífurleg tækifæri til efnahagsuppbyggingar á Íslandi. Mögulegum efnahagslegum ávinningi af orkuskiptum er lýst á vef orkuskipta, en þar er hann metinn allt að 2200 milljarðar til ársins 2060, með fjárfestingum í innviðum upp á 900 milljarða og rúmlega 6000 nýjum störfum. Í þriðja lagi myndu orkuskipti með innlendri framleiðslu og samsvarandi orkuöryggi gera Íslendinga mun betur setta til að takast á við erfiðleika 21. aldarinnar. Vissulega fylgir innlendri framleiðslu einhverjir gallar og þar má helst nefna óhjákvæmilega röskun á vistkerfum. Staðan má auðvitað aldrei verða slík að vægi íslenskrar náttúru sé hunsað. En það sæmir sömuleiðis engum sem álítur sig umhverfisverndarsinna að horfa eingöngu til vistkerfaverndar á kostnað loftslagsaðgerða. Það er alveg ljóst að stærsta hætta sem vistkerfi heimsins standa frammi fyrir í dag er af völdum loftslagsbreytinga. Við hreinlega verðum að geta rætt nýtingu vistkerfa til loftslagsaðgerða á fullorðins máta. Stefnumál stjórnmálaflokka fyrir kosningar Með samhengi orkuskipta að leiðarljósi, komum við loks að greiningu á stefnumálum flokkanna fyrir komandi kosningar. Í greiningunni skiptum við stefnumálum stjórnmálaflokkanna í þrjá flokka eftir markmiðum og útfærslum. Flokkur 1 - Engin skýr markmið um orkuskipti Fljótlega má afgreiða stefnumál Flokk fólksins, Miðflokks og Sósíalista, en þessir flokkar setja engin markmið um orkuskipti fyrir ákveðinn tíma, né töluleg markmið um aukningu á raforkuframleiðslu eða innflutning á hreinu eldsneyti. Eigindlegar athugasemdir á raforkuframleiðslu eru þær að Flokkur Fólksins og Miðflokkur vilja auka raforkuframleiðslu til að koma í veg fyrir orkuskort, og Sósíalistar taka skýrt fram að ekki ætti að auka raforkuframleiðslu til orkuskipta sbr: “Að orkuframleiðsla landsins verði ekki aukin að óþörfu umfram orkuþörf almennings, með tilheyrandi náttúruspjöllum og jarðraski.” Flokkur 2 - Óútfærð markmið um orkuskipti Í næsta flokki má finna þrjá efstu flokka í greiningu Ungra Umhverfissinna á loftslagsstefnumálum, Pírata, Vinstri Græna og Viðreisn. Hér er vissulega að finna háleit markmið, en Vinstri Græn og Viðreisn vilja orkuskipti fyrir 2040 og Píratar fyrir 2035. Flokkarnir tala allir um þörf á aukinni raforkuframleiðslu til orkuskipta. Viðreisn nefnir sérstaklega tækifæri í vindorkuverum og Píratar tala fyrir fjárfestingum í nýsköpun og hvötum til einstaklinga og smáfyrirtækja til framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Vinstri Græn nefna ekki sóknartækifæri í orkuframleiðslu heldur brýna á að ný orkuframleiðsla sé í samræmi við náttúruvernd, líkt og Píratar og Viðreisn. Hvergi í stefnumálum þessa flokka er að finna nein töluleg markmið um hvernig eigi að ná fram orkuskiptum, hvort sem er með innlendri framleiðslu né innflutningi. Engin afstaða er tekin til þess hvað innflutningur myndi koma til með að kosta samfélagið. Undirritaðir höfðu samband við flokkana og óskuðu eftir afstöðu. Kjörstjórn Viðreisnar nefndi að líklega þyrfti að auka raforkuframleiðslu um 5-8 Twst til ársins 2035 samkvæmt mati Landsnets, en kjörstjórnin setti það þó ekki fram sem stefnu flokksins. Píratar svöruðu en töldu sig ekki geta sett fram töluleg markmið að svo stöddu. Vinstri Græn svöruðu ekki. Flokkur 3 - Orkuskipti með útfærslum Hér finnst undirrituðum Samfylking eiga raunverulegt hrós skilið fyrir það að vera eini stjórnmálaflokkurinn úr stjórnarandstöðu sem var tilbúinn með töluleg markmið um aukna raforkuframleiðslu. Samfylking hefur skýra stefnu um aukna orkuframleiðslu sem nemur 5 Twst til 2035 að viðbættri 1 Twst frá bættri nýtingu. Til samanburðar við ályktað markmið um orkuskipti framreikna undirritaðir þá stefnu til 2040. Sú framreiknaða framleiðsla auk bættri nýtingu væri þá 8,5 Twst af þeim 20 Twst sem þarf til. Samfylking talar um kolefnisneikvæðni fyrir 2040 en ekki lokum á orkuskiptum, sem verða þó að teljast undirstaða kolefnisneikvæðni. Samfylkingin tekur ekki fyrir aukinn kostnað af innflutningi á eldsneyti. Sjálfstæðisflokkurinn fær hæstu einkunn í þessu raunsæismati á loftslagsstefnumálum, en Guðlaugur Þór hefur undanfarin tvö ár verið ötull talsmaður þess að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu til að fara í orkuskipti, þrátt fyrir litlar undirtektir annarra flokka á Alþingi. Í flokksþingsályktun kallar Framsókn sömuleiðis eftir orkusjálfstæði Íslands og að raforkuframleiðsla sé aukin til að ná fram orkuskiptum. Hins vegar eru ekki allt kosningaefni Framsóknar í samræmi við þá stefnu og verður hún því að teljast óljós. Sem dæmi lýsir Halla Hrund frekari raforkuframleiðslu sem “engri lausn” á TikTok reikningi sínum. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsókn setja markmið um orkuskipti fyrir eitthvern tíma, sem verður því miður að teljast töluvert raunhæfara mat en orkuskipti fyrir 2035 eða 2040. Niðurlag Við höfum vissulega séð jákvæða þróun á stefnumálum helstu stjórnmálaflokka í málaflokknum undanfarin ár og gott merki þess er viðurkenning Vinstri Grænna á nauðsyn þess að auka orkuframleiðslu. Þróunin hefur þó tekið dýrmætan tíma sem við máttum vart við að missa. Háleit markmið skora hátt á einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna, en að mati undirritaðra er tími háleitra markmiða liðinn. Það er kominn tími á aðgerðir og til þess þarf skýran pólitískan grundvöll til samtals og samvinnu um aðgerðaáætlanir. Með þessari grein vonast undirritaðir til þess að vekja stjórnmálafólk landsins upp af þeirri svefngöngu sem hefur viðgengist í málaflokknum. Ef við ætlum að ná fram loftslagsmarkmiðum þjóðarinnar og gera komandi kynslóðir stoltar af framtaki okkar, þá hreinlega verður að hætta pólitískum skotgrafahernaði og koma saman í að ræða raunhæfar og skýrar útfærslur fyrir orkuskipti. Páll Gunnarsson & Matthías Ólafsson Páll starfar að stofnun nýrrar hugveitu um greiningar á katastrófískum áhættusviðsmyndum tengt loftslagsvendipunktum með fjármagni frá loftslagsfjárfestum, auk þess að vera framkvæmdastjóri nýsköpunarfélags í loftslags- og orkumálum með fjármagni frá hinu opinbera. Páll er 33 ára og hefur kosið í 4 alþingiskosningum, tvisvar sinnum Pírata og tvisvar sinnum Viðreisn. Matthías stýrir viðskiptaþróun og fjárfestatengslum hjá rafeldsneytisfyrirtækinu Carbon Iceland ásamt því að sinna ráðgjöf við hagsmunagæslu fyrir sjálfbær eldsneytisverkefni. Matthías er 32 ára og hefur þrisvar sinnum kosið í alþingiskosningum þar sem Píratar hafa orðið fyrir valinu. Heimildir https://www.reddit.com/r/Iceland/comments/1gy688o/s%C3%B3lin_%C3%B3h%C3%A1%C3%B0ur_samanbur%C3%B0ur_ungra_umhverfissinna_%C3%A1/ https://himinnoghaf.is/loftslagsmal/article/losun-grodurhusalofttegunda/ https://orkuskipti.is/ https://www.landsvirkjun.is/frettir/yfirstiganleg-verkefni-i-orkumalum https://www.spglobal.com/commodityinsights/en/market-insights/latest-news/chemicals/021523-renewable-methanol-drives-maritime-industry-decarbonization-institute-ceo https://www.bbc.com/news/articles/cg64pwxzln4o https://fortune.com/2024/10/29/jamie-dimon-world-war-three-fears-nuclear-proliferation/ https://heimildin.is/grein/22444/vid-sem-thjod-mundum-varla-lifa-af/ https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/audlindamal/ https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/umhverfis-og-loftslagsmal/ https://midflokkurinn.is/stefna/orkumal-2 https://midflokkurinn.is/stefna/umhverfis-og-loftslagsmal https://flokkurfolksins.is/forgangsmal/ https://vidreisn.is/malefni/umhverfis-og-loftlagsmal/ https://piratar.is/umhverfis-og-loftslagsstefna https://vg.is/stefna/orkumal/ https://xs.is/krafa-um-arangur https://www.visir.is/g/20222326232d/tvofalda-tharf-orkuframleidsluna-vegna-orkuskiptanna https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-23-deilt-um-raforku-og-orkuskort-a-althingi-403192 https://xd.is/kosningaaherslur/#orkan https://framsokn.is/malefnin/umhverfis-orku-loftslagsmal/ https://www.tiktok.com/@hallahrundlogadottir/photo/7438591212073864480
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun