Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 27. nóvember 2024 11:20 Það er ákall eftir því að rödd launafólks heyrist á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hef verið ötull í minni verkalýðsbaráttu á undanförnum tæpum tveimur áratugum í baráttu fyrir bættum kjörum og bættri stöðu launafólks. Það að tryggja launafólki réttlátan hlut í verðmætasköpun þjóðarinnar er eitt mikilvægasta verkefni sem við stöndum ætíð frammi fyrir. Sterk verkalýðshreyfing er forsenda þess að verja hagsmuni fólksins. Það er hart sótt að réttindum okkar og okkur talin trú um að staða verkalýðsfélaga sé of sterk í þessari baráttu. Þegar fulltrúar hægri flokkanna slá um sig með frösum um að valdefla þurfi embættismenn eins og ríkissáttasemjara aðeins til þess að hafa hemil á launafólki þá verðum við að staldra við og velta fyrir okkur hvort við ætlum að sætta okkur við að veikja stöðu fólksins til þess eins að styrkja stöðu mótaðilans. Við samningaborðið skiptir formfesta og jafnræði gríðarlegu máli. Það að vera með sterk samtök atvinnurekenda sem og sterk samtök launafólks er grunnforsenda réttlátra kjarasamninga þar sem verðmætum er skipt á forsendum samningsaðilanna. Þroskaður og skipulagður vinnumarkaður er því lykilatriði. Þar hafa embættismenn það hlutverk að draga samningsaðila að samningaborðinu og stuðla að framþróun samtalsins, óski samningsaðilar aðstoðar. Meiri kröfur á Íslandi en víðast hvar Á Íslandi eru gerðar ríkari kröfur til samningsaðila, sérstaklega launafólks, þegar kemur að því að beita viðsemjendur þrýstingi. Á sama tíma eru líka ríkari heimildir hér fyrir samtök atvinnurekenda til þess að beita þrýstingi á móti, t.d. með verkbanni. Það er afstaða okkar í Samfylkingunni að hvers kyns breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni skuli aðeins gerðar að undangengnu víðtæku samráði og samtali við verkalýðshreyfinguna og vinnumarkaðinn í heild. Ekkert um launafólk án aðkomu launafólks. Ég mun beita mér af alefli fyrir hagsmunum launafólks á Alþingi fái ég til þess traust. Ég þekki vitanlega afar vel til þessa málaflokks eftir að hafa verið formaður Rafiðnaðarsambands Íslands frá árinu 2011, forseti Alþýðusambands Íslands á árunum 2022 og 2023 og setið í miðstjórn ASÍ síðastliðin 13 ár. Nú verðum við launafólk að fylkja liði. Sameinumst og kjósum þann flokk sem er með skýrt plan og hefur kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á forsendum fólksins í landinu. Setjum x við S á laugardaginn! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, fyrrverandi forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það er ákall eftir því að rödd launafólks heyrist á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hef verið ötull í minni verkalýðsbaráttu á undanförnum tæpum tveimur áratugum í baráttu fyrir bættum kjörum og bættri stöðu launafólks. Það að tryggja launafólki réttlátan hlut í verðmætasköpun þjóðarinnar er eitt mikilvægasta verkefni sem við stöndum ætíð frammi fyrir. Sterk verkalýðshreyfing er forsenda þess að verja hagsmuni fólksins. Það er hart sótt að réttindum okkar og okkur talin trú um að staða verkalýðsfélaga sé of sterk í þessari baráttu. Þegar fulltrúar hægri flokkanna slá um sig með frösum um að valdefla þurfi embættismenn eins og ríkissáttasemjara aðeins til þess að hafa hemil á launafólki þá verðum við að staldra við og velta fyrir okkur hvort við ætlum að sætta okkur við að veikja stöðu fólksins til þess eins að styrkja stöðu mótaðilans. Við samningaborðið skiptir formfesta og jafnræði gríðarlegu máli. Það að vera með sterk samtök atvinnurekenda sem og sterk samtök launafólks er grunnforsenda réttlátra kjarasamninga þar sem verðmætum er skipt á forsendum samningsaðilanna. Þroskaður og skipulagður vinnumarkaður er því lykilatriði. Þar hafa embættismenn það hlutverk að draga samningsaðila að samningaborðinu og stuðla að framþróun samtalsins, óski samningsaðilar aðstoðar. Meiri kröfur á Íslandi en víðast hvar Á Íslandi eru gerðar ríkari kröfur til samningsaðila, sérstaklega launafólks, þegar kemur að því að beita viðsemjendur þrýstingi. Á sama tíma eru líka ríkari heimildir hér fyrir samtök atvinnurekenda til þess að beita þrýstingi á móti, t.d. með verkbanni. Það er afstaða okkar í Samfylkingunni að hvers kyns breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni skuli aðeins gerðar að undangengnu víðtæku samráði og samtali við verkalýðshreyfinguna og vinnumarkaðinn í heild. Ekkert um launafólk án aðkomu launafólks. Ég mun beita mér af alefli fyrir hagsmunum launafólks á Alþingi fái ég til þess traust. Ég þekki vitanlega afar vel til þessa málaflokks eftir að hafa verið formaður Rafiðnaðarsambands Íslands frá árinu 2011, forseti Alþýðusambands Íslands á árunum 2022 og 2023 og setið í miðstjórn ASÍ síðastliðin 13 ár. Nú verðum við launafólk að fylkja liði. Sameinumst og kjósum þann flokk sem er með skýrt plan og hefur kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á forsendum fólksins í landinu. Setjum x við S á laugardaginn! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, fyrrverandi forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun