Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 11:53 María Björk Einarsdóttir er forstjóri Símans. Síminn Síminn hefur veitt forstjóra og tveimur framkvæmdastjórum kauprétt að samtals 22.500.000 hlutum í félaginu. Kaupréttur er veittur á hlutabréfum á grunnverðinu 12,31 króna á hlut, sem gerir grunnkaupverðið alls um 277 milljónir króna. Forstjóri fær helming kaupréttarins. Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að stjórn félagsins hafi ákveðið í gær að veita Maríu Björk Einarsdóttur forstjóra kauprétt að 11.250.000 hlutum, Birki Ágústssyni, framkvæmdastjóra miðla, kauprétt að 5.625.000 hlutum og Vésteini Gauta Haukssyni, framkvæmdastjóra auglýsingamiðlunar, kauprétt að 5.625.000 hlutum. Öll ný í framkvæmdastjórninni María Björk tók við stjórnartaumunum af Orra Haukssyni í júní og þeir Birkir og Vésteinn Gauti komu inn í framkvæmdastjórn um miðjan september. Í tilkynningu segir að kaupréttarsamningunum sé ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Skilmálar þeirra séu í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem hafi verið samþykkt á aðalfundi Símans hinn 14. mars 2024. Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Síminn hefur veitt stjórnendum og tilteknum lykilstarfsmönnum sínum nemi nú 69.375.000 hluta, eða um 2,62 prósentum hlutafjár í félaginu. Alls séu um að ræða nítján starfsmenn. Heildarkostnaður félagsins vegna útistandandi samninga út nýtingartímann sé áætlaður um níutíu milljónir og þá sé byggt á reiknilíkani Black-Scholes. Ávinnst á þremur árum Í tilkynningu segir að grunnverðið sé 12,31 króna á hlut en skuli þó ekki vera lægra en vegið meðalverð með hluti félagins síðustu tíu heilu viðskiptadaga á aðalmarkaði Nasdaq Ísland með hluti félagsins fyrir úthlutun kauprétta. Grunnverð samninganna sé sama verð og núgildandi nýtingarverð annarra stjórnenda sem gerðu kaupréttarsamning 17. maí 2023, uppreiknað með tilliti til vaxta. Við grunnverð bætist vextir sem skuli samsvara stýrivöxtum Seðlabanka Íslands á tímabilinu frá dagsetningu kaupréttarsamnings fram til nýtingardags, að lágmarki fjögur prósent á ári. Verðið skuli leiðrétt meðal annars fyrir arðgreiðslum sem kunni að verða greiddar frá útgáfudegi kaupréttanna. Kauprétturinn ávinnist á þremur árum frá úthlutun. Að ávinnslutímabili loknu verði kaupréttir nýtanlegir í þremur áföngum, sem hefjist í kjölfar birtingar ársuppgjörs félagsins ár hvert á árunum 2028 til 2030. Kaupréttarhafi geti nýtt þriðjung kaupréttar í kjölfar birtingar ársuppgjörs eða hálfsársuppgjörs félagsins innan hvers tímabils, og geti frestað nýtingu áunnins kaupréttar til næsta nýtingartímabils. Síminn Kauphöllin Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að stjórn félagsins hafi ákveðið í gær að veita Maríu Björk Einarsdóttur forstjóra kauprétt að 11.250.000 hlutum, Birki Ágústssyni, framkvæmdastjóra miðla, kauprétt að 5.625.000 hlutum og Vésteini Gauta Haukssyni, framkvæmdastjóra auglýsingamiðlunar, kauprétt að 5.625.000 hlutum. Öll ný í framkvæmdastjórninni María Björk tók við stjórnartaumunum af Orra Haukssyni í júní og þeir Birkir og Vésteinn Gauti komu inn í framkvæmdastjórn um miðjan september. Í tilkynningu segir að kaupréttarsamningunum sé ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Skilmálar þeirra séu í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem hafi verið samþykkt á aðalfundi Símans hinn 14. mars 2024. Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Síminn hefur veitt stjórnendum og tilteknum lykilstarfsmönnum sínum nemi nú 69.375.000 hluta, eða um 2,62 prósentum hlutafjár í félaginu. Alls séu um að ræða nítján starfsmenn. Heildarkostnaður félagsins vegna útistandandi samninga út nýtingartímann sé áætlaður um níutíu milljónir og þá sé byggt á reiknilíkani Black-Scholes. Ávinnst á þremur árum Í tilkynningu segir að grunnverðið sé 12,31 króna á hlut en skuli þó ekki vera lægra en vegið meðalverð með hluti félagins síðustu tíu heilu viðskiptadaga á aðalmarkaði Nasdaq Ísland með hluti félagsins fyrir úthlutun kauprétta. Grunnverð samninganna sé sama verð og núgildandi nýtingarverð annarra stjórnenda sem gerðu kaupréttarsamning 17. maí 2023, uppreiknað með tilliti til vaxta. Við grunnverð bætist vextir sem skuli samsvara stýrivöxtum Seðlabanka Íslands á tímabilinu frá dagsetningu kaupréttarsamnings fram til nýtingardags, að lágmarki fjögur prósent á ári. Verðið skuli leiðrétt meðal annars fyrir arðgreiðslum sem kunni að verða greiddar frá útgáfudegi kaupréttanna. Kauprétturinn ávinnist á þremur árum frá úthlutun. Að ávinnslutímabili loknu verði kaupréttir nýtanlegir í þremur áföngum, sem hefjist í kjölfar birtingar ársuppgjörs félagsins ár hvert á árunum 2028 til 2030. Kaupréttarhafi geti nýtt þriðjung kaupréttar í kjölfar birtingar ársuppgjörs eða hálfsársuppgjörs félagsins innan hvers tímabils, og geti frestað nýtingu áunnins kaupréttar til næsta nýtingartímabils.
Síminn Kauphöllin Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira