Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar 27. nóvember 2024 13:13 Ég bjó í 12 ár í Danmörku og flutti heim fyrir nokkrum árum. Það sem dró mig heim var sú taug sem við berum flest öll til Íslands, fjölskyldan, vinir, móðurmálið, menningin og náttúran. Það voru ekki kjörin á húsnæðislánum sem drógu mig heim, það var ekki verðbólgan eða biðlistar í heilbrigðiskerfinu. Satt best að segja skil ég þau sem hafa menntað sig erlendis og sjá ekki hag sinn í að flytja aftur heim. Staðreyndin er sú að Ísland á í samkeppni við nágrannalöndin okkar um ungt og hæfileikaríkt fólk. Eftir því sem það verður erfiðara að skapa sér framtíð hér á landi og því lengur sem það varir, því fleira og því hæfileikaríkara fólk missum við frá okkur. Breytum þessu Viðreisn var stofnuð með það að markmiði að skapa raunverulegar breytingar sem byggja á frelsi, mennsku og stöðugleika. Þegar ég flutti aftur heim sá ég samfélag sem getur gert svo miklu betur. Ég sá samfélag sem þarfnast nýrrar nálgunar – nálgunar sem byggir á trausti til einstaklingsins, öflugu velferðarkerfi og langtíma stöðugleika. Viðreisn var sá flokkur sem ég tengdi, og tengi, við þessi gildi. Stefna Viðreisnar vakti hjá mér von um að hægt væri að gera hlutina öðruvísi. Von um að við getum sett almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Von um að við getum losnað við hagsveiflur sem minna á rússíbanareið í Tivoli. Von um að við getum eytt biðlistum. Von um að fasteignakaup séu ekki áhættufjárfesting. Núna er komin tími til að hætta að sitja og vona. Ísland framtíðarinnar er innan seilingar, en það kemur ekki til okkar af sjálfu sér. Við verðum sjálf að stíga skrefin þangað. Fyrsta skrefið er að setja x við C í kjörklefanum. Við vitum hvað þarf að gera og við erum tilbúin í verkið. Höfundur er í 5. sæti Viðreisnar í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ég bjó í 12 ár í Danmörku og flutti heim fyrir nokkrum árum. Það sem dró mig heim var sú taug sem við berum flest öll til Íslands, fjölskyldan, vinir, móðurmálið, menningin og náttúran. Það voru ekki kjörin á húsnæðislánum sem drógu mig heim, það var ekki verðbólgan eða biðlistar í heilbrigðiskerfinu. Satt best að segja skil ég þau sem hafa menntað sig erlendis og sjá ekki hag sinn í að flytja aftur heim. Staðreyndin er sú að Ísland á í samkeppni við nágrannalöndin okkar um ungt og hæfileikaríkt fólk. Eftir því sem það verður erfiðara að skapa sér framtíð hér á landi og því lengur sem það varir, því fleira og því hæfileikaríkara fólk missum við frá okkur. Breytum þessu Viðreisn var stofnuð með það að markmiði að skapa raunverulegar breytingar sem byggja á frelsi, mennsku og stöðugleika. Þegar ég flutti aftur heim sá ég samfélag sem getur gert svo miklu betur. Ég sá samfélag sem þarfnast nýrrar nálgunar – nálgunar sem byggir á trausti til einstaklingsins, öflugu velferðarkerfi og langtíma stöðugleika. Viðreisn var sá flokkur sem ég tengdi, og tengi, við þessi gildi. Stefna Viðreisnar vakti hjá mér von um að hægt væri að gera hlutina öðruvísi. Von um að við getum sett almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Von um að við getum losnað við hagsveiflur sem minna á rússíbanareið í Tivoli. Von um að við getum eytt biðlistum. Von um að fasteignakaup séu ekki áhættufjárfesting. Núna er komin tími til að hætta að sitja og vona. Ísland framtíðarinnar er innan seilingar, en það kemur ekki til okkar af sjálfu sér. Við verðum sjálf að stíga skrefin þangað. Fyrsta skrefið er að setja x við C í kjörklefanum. Við vitum hvað þarf að gera og við erum tilbúin í verkið. Höfundur er í 5. sæti Viðreisnar í Reykjavík Norður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun