„Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2024 15:46 Arnar Gunnlaugsson hefur þegar fagnað tveimur sigrum í Sambandsdeild Evrópu, tveimur fyrstu sigrum íslensks liðs, þó að enn séu þrjár umferðir eftir fram að útsláttarkeppni. vísir/Anton Víkingar eru mættir til Armeníu eftir langt ferðalag og eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik gegn Noah í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á morgun. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir ekkert að marka 8-0 skellinn sem Noah fékk í síðasta leik, gegn Chelsea á Englandi. Á meðan að Arnar er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Íslands þá er hann núna staddur í Armeníu og á verk fyrir höndum með Víkingum, sem slegið hafa í gegn í Sambandsdeildinni til þessa. „Þetta er greinilega mjög fallegt land en manni líður ekki eins og maður sé 2024 í London. Það er fegurðin við þessar Evrópuferðir að maður fær að kynnast ólíkum heimshlutum, ólíkri menningu, ólíkum mat og ólíkum aðstæðum. Þetta er bara geggjað,“ segir Arnar í viðtali á Facebook-síðu Víkinga á æfingu liðsins í Armeníu í gær. Leikur Noah og Víkings hefst klukkan 17:45 að íslenskum tíma á morgun, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Með sigri gætu Víkingar tryggt sig áfram í umspil keppninnar, en þeir hafa þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og eru í 14. sæti af 36 liðum. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, að sex umferðum loknum. Hafa náð í frábær úrslit í keppninni Noah, sem þá var án Guðmundar Þórarinssonar vegna meiðsla, steinlá á Stamford Bridge í síðasta leik sínum í keppninni, 8-0, en Arnar segir ekkert að marka það: „Noah fór bara í einhverja rómantík á móti Chelsea. Þeir hafa örugglega hugsað: „Við erum að fara að spila leik sem við fáum einu sinni á ævinni, við ætlum að sýna þeim hvað við getum og ekki gefa neinn afslátt þar á.“ Svo bara mæta menn einhverjum frábærum leikmönnum sem tuska þá til. Þetta gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum. Þeir hafa náð í frábær úrslit í Evrópukeppninni, slegið út AEK Aþenu og náð fleiri góðum úrslitum. Svo eru útileikir bara allt önnur Ella en heimaleikir. Við þurfum að búa okkur undir mögulega ekkert ósvipaðan leik og gegn Omonia á Kýpur,“ segir Arnar, en það er eina tap Víkinga í keppninni til þessa. Erlingur að verða pabbi og Gunnar ekki með slitið krossband Arnar segir flesta leikmenn Víkings klára í slaginn en þó vanti Gunnar Vatnhamar, Erling Agnarsson og Pablo Punyed. „Þeir sem eru hérna eru mjög ferskir. Við misstum Gunnar því miður en fengum góðar fréttir [í fyrradag] um að þetta væri ekki alvarlegt. Við óttuðumst að þetta væri jafnvel krossbandsslit en svo var ekki sem betur fer. Erlingur karlinn er svo að verða pabbi núna á næstu dögum svo hann var skilinn eftir heima líka. Svo er Pablo frá keppni. En við höfum átt góða æfingaviku með Matta og Valda sem eru að koma til baka,“ segir Arnar og bætir við að Halldór Smári Sigurðsson sé einnig að snúa aftur eftir meiðsli. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Á meðan að Arnar er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Íslands þá er hann núna staddur í Armeníu og á verk fyrir höndum með Víkingum, sem slegið hafa í gegn í Sambandsdeildinni til þessa. „Þetta er greinilega mjög fallegt land en manni líður ekki eins og maður sé 2024 í London. Það er fegurðin við þessar Evrópuferðir að maður fær að kynnast ólíkum heimshlutum, ólíkri menningu, ólíkum mat og ólíkum aðstæðum. Þetta er bara geggjað,“ segir Arnar í viðtali á Facebook-síðu Víkinga á æfingu liðsins í Armeníu í gær. Leikur Noah og Víkings hefst klukkan 17:45 að íslenskum tíma á morgun, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Með sigri gætu Víkingar tryggt sig áfram í umspil keppninnar, en þeir hafa þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og eru í 14. sæti af 36 liðum. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, að sex umferðum loknum. Hafa náð í frábær úrslit í keppninni Noah, sem þá var án Guðmundar Þórarinssonar vegna meiðsla, steinlá á Stamford Bridge í síðasta leik sínum í keppninni, 8-0, en Arnar segir ekkert að marka það: „Noah fór bara í einhverja rómantík á móti Chelsea. Þeir hafa örugglega hugsað: „Við erum að fara að spila leik sem við fáum einu sinni á ævinni, við ætlum að sýna þeim hvað við getum og ekki gefa neinn afslátt þar á.“ Svo bara mæta menn einhverjum frábærum leikmönnum sem tuska þá til. Þetta gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum. Þeir hafa náð í frábær úrslit í Evrópukeppninni, slegið út AEK Aþenu og náð fleiri góðum úrslitum. Svo eru útileikir bara allt önnur Ella en heimaleikir. Við þurfum að búa okkur undir mögulega ekkert ósvipaðan leik og gegn Omonia á Kýpur,“ segir Arnar, en það er eina tap Víkinga í keppninni til þessa. Erlingur að verða pabbi og Gunnar ekki með slitið krossband Arnar segir flesta leikmenn Víkings klára í slaginn en þó vanti Gunnar Vatnhamar, Erling Agnarsson og Pablo Punyed. „Þeir sem eru hérna eru mjög ferskir. Við misstum Gunnar því miður en fengum góðar fréttir [í fyrradag] um að þetta væri ekki alvarlegt. Við óttuðumst að þetta væri jafnvel krossbandsslit en svo var ekki sem betur fer. Erlingur karlinn er svo að verða pabbi núna á næstu dögum svo hann var skilinn eftir heima líka. Svo er Pablo frá keppni. En við höfum átt góða æfingaviku með Matta og Valda sem eru að koma til baka,“ segir Arnar og bætir við að Halldór Smári Sigurðsson sé einnig að snúa aftur eftir meiðsli.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira