„Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2024 15:46 Arnar Gunnlaugsson hefur þegar fagnað tveimur sigrum í Sambandsdeild Evrópu, tveimur fyrstu sigrum íslensks liðs, þó að enn séu þrjár umferðir eftir fram að útsláttarkeppni. vísir/Anton Víkingar eru mættir til Armeníu eftir langt ferðalag og eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik gegn Noah í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á morgun. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir ekkert að marka 8-0 skellinn sem Noah fékk í síðasta leik, gegn Chelsea á Englandi. Á meðan að Arnar er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Íslands þá er hann núna staddur í Armeníu og á verk fyrir höndum með Víkingum, sem slegið hafa í gegn í Sambandsdeildinni til þessa. „Þetta er greinilega mjög fallegt land en manni líður ekki eins og maður sé 2024 í London. Það er fegurðin við þessar Evrópuferðir að maður fær að kynnast ólíkum heimshlutum, ólíkri menningu, ólíkum mat og ólíkum aðstæðum. Þetta er bara geggjað,“ segir Arnar í viðtali á Facebook-síðu Víkinga á æfingu liðsins í Armeníu í gær. Leikur Noah og Víkings hefst klukkan 17:45 að íslenskum tíma á morgun, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Með sigri gætu Víkingar tryggt sig áfram í umspil keppninnar, en þeir hafa þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og eru í 14. sæti af 36 liðum. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, að sex umferðum loknum. Hafa náð í frábær úrslit í keppninni Noah, sem þá var án Guðmundar Þórarinssonar vegna meiðsla, steinlá á Stamford Bridge í síðasta leik sínum í keppninni, 8-0, en Arnar segir ekkert að marka það: „Noah fór bara í einhverja rómantík á móti Chelsea. Þeir hafa örugglega hugsað: „Við erum að fara að spila leik sem við fáum einu sinni á ævinni, við ætlum að sýna þeim hvað við getum og ekki gefa neinn afslátt þar á.“ Svo bara mæta menn einhverjum frábærum leikmönnum sem tuska þá til. Þetta gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum. Þeir hafa náð í frábær úrslit í Evrópukeppninni, slegið út AEK Aþenu og náð fleiri góðum úrslitum. Svo eru útileikir bara allt önnur Ella en heimaleikir. Við þurfum að búa okkur undir mögulega ekkert ósvipaðan leik og gegn Omonia á Kýpur,“ segir Arnar, en það er eina tap Víkinga í keppninni til þessa. Erlingur að verða pabbi og Gunnar ekki með slitið krossband Arnar segir flesta leikmenn Víkings klára í slaginn en þó vanti Gunnar Vatnhamar, Erling Agnarsson og Pablo Punyed. „Þeir sem eru hérna eru mjög ferskir. Við misstum Gunnar því miður en fengum góðar fréttir [í fyrradag] um að þetta væri ekki alvarlegt. Við óttuðumst að þetta væri jafnvel krossbandsslit en svo var ekki sem betur fer. Erlingur karlinn er svo að verða pabbi núna á næstu dögum svo hann var skilinn eftir heima líka. Svo er Pablo frá keppni. En við höfum átt góða æfingaviku með Matta og Valda sem eru að koma til baka,“ segir Arnar og bætir við að Halldór Smári Sigurðsson sé einnig að snúa aftur eftir meiðsli. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Á meðan að Arnar er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Íslands þá er hann núna staddur í Armeníu og á verk fyrir höndum með Víkingum, sem slegið hafa í gegn í Sambandsdeildinni til þessa. „Þetta er greinilega mjög fallegt land en manni líður ekki eins og maður sé 2024 í London. Það er fegurðin við þessar Evrópuferðir að maður fær að kynnast ólíkum heimshlutum, ólíkri menningu, ólíkum mat og ólíkum aðstæðum. Þetta er bara geggjað,“ segir Arnar í viðtali á Facebook-síðu Víkinga á æfingu liðsins í Armeníu í gær. Leikur Noah og Víkings hefst klukkan 17:45 að íslenskum tíma á morgun, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Með sigri gætu Víkingar tryggt sig áfram í umspil keppninnar, en þeir hafa þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og eru í 14. sæti af 36 liðum. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, að sex umferðum loknum. Hafa náð í frábær úrslit í keppninni Noah, sem þá var án Guðmundar Þórarinssonar vegna meiðsla, steinlá á Stamford Bridge í síðasta leik sínum í keppninni, 8-0, en Arnar segir ekkert að marka það: „Noah fór bara í einhverja rómantík á móti Chelsea. Þeir hafa örugglega hugsað: „Við erum að fara að spila leik sem við fáum einu sinni á ævinni, við ætlum að sýna þeim hvað við getum og ekki gefa neinn afslátt þar á.“ Svo bara mæta menn einhverjum frábærum leikmönnum sem tuska þá til. Þetta gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum. Þeir hafa náð í frábær úrslit í Evrópukeppninni, slegið út AEK Aþenu og náð fleiri góðum úrslitum. Svo eru útileikir bara allt önnur Ella en heimaleikir. Við þurfum að búa okkur undir mögulega ekkert ósvipaðan leik og gegn Omonia á Kýpur,“ segir Arnar, en það er eina tap Víkinga í keppninni til þessa. Erlingur að verða pabbi og Gunnar ekki með slitið krossband Arnar segir flesta leikmenn Víkings klára í slaginn en þó vanti Gunnar Vatnhamar, Erling Agnarsson og Pablo Punyed. „Þeir sem eru hérna eru mjög ferskir. Við misstum Gunnar því miður en fengum góðar fréttir [í fyrradag] um að þetta væri ekki alvarlegt. Við óttuðumst að þetta væri jafnvel krossbandsslit en svo var ekki sem betur fer. Erlingur karlinn er svo að verða pabbi núna á næstu dögum svo hann var skilinn eftir heima líka. Svo er Pablo frá keppni. En við höfum átt góða æfingaviku með Matta og Valda sem eru að koma til baka,“ segir Arnar og bætir við að Halldór Smári Sigurðsson sé einnig að snúa aftur eftir meiðsli.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira