Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2024 08:03 Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha vonast til að vera á leiðinni með Grænhöfðaeyjum á HM. Liðið hefur æfingar 26. desember en HM hefst ekki fyrr en 14. janúar. vísir/bjarni „Það yrði algjör snilld,“ segir Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha sem gæti mætt Íslandi á HM í handbolta í byrjun næsta árs, sem leikmaður Grænhöfðaeyja. Hafsteinn er nýkominn úr sinni fyrstu keppnisferð með liðinu. Hún gekk vel fyrir utan smá tungumálaörðugleika. Aðdragandinn að því að Hafsteinn spili fyrir heimaland föður síns er nokkuð langur. Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hafsteinn hóf ferilinn með Fjölni.vísir/bára Hafsteinn er ánægður með hvernig til tókst í Kúveit þrátt fyrir tungumálahindranir sem þurfti að yfirstíga. „Maður skilur ekkert tungumálið hjá þeim. Þeir tala kreólsku og maður kann það ekkert. Maður þarf að læra það en þetta gekk vel og maður er spenntur fyrir komandi tímum,“ sagði Hafsteinn en innan leikmannahóps Grænhöfðaeyja er einnig töluð portúgalska sem hann talar heldur ekki. En hvernig fengu Grænhöfðeyingar veður af handboltahæfileikum Hafsteins? „Pabbi minn er þaðan og þekkir fullt af fólki þar. Síðan sagði pabbi einum í handknattleikssambandinu frá mér. Það eru kynslóðaskipti í landsliðinu en þar eru allir í kringum þrítugt. Þeir vildu endilega fá mig og sendu á mig og pabba. Síðan flaug ég út í júlí og þá fór þetta allt í gang,“ sagði Hafsteinn. Hafsteinn gekk í raðir Gróttu frá HK fyrir tímabilið.vísir/diego Hann naut þess að spila með nýju liðsfélögunum í fyrsta sinn þótt það hafi verið krefjandi. „Það var alveg geggjað en helvíti erfitt. Maður þekkir ekki tungumálið og allt frekar nýtt. Þannig þetta tók alveg tíma að læra kerfin og allt þetta. En þeir tóku mjög vel á móti mér og eru alveg toppmenn. Þetta var algjör snilld,“ sagði Hafsteinn. Framundan er heimsmeistaramót og Hafsteinn vonast að sjálfsögðu til þess að fara með Grænhöfðeyingum til Zagreb í Króatíu þar sem riðill þeirra verður spilaður. „Maður er búinn að leggja það á sig að komast þarna út. Það væri draumur að komast á HM. Maður þarf bara að leggja hart að sér og reyna sitt allra besta. Núna einbeiti ég mér bara að deildinni og síðan kemur bara í ljós hvernig þetta fer,“ sagði Hafsteinn en lið Grænhöfðaeyja hefur æfingar fyrir HM á annan í jólum. Auk Grænhöfðaeyja eru Slóvenía, Kúba og Ísland í G-riðli HM. Fyrsti leikur Grænhöfðaeyinga á mótinu er gegn Íslendingum og þar gæti Hafsteinn mætt löndum sínum. Íslenska liðið mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á HM, 16. janúar.vísir/anton Hann lék með yngri landsliðum Íslands og var meðal annars í U-18 ára liðinu sem vann silfur á EM 2018 ásamt núverandi landsliðsmönnum Íslands eins og Hauki Þrastarsyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni. Þá spilaði hann með Þorsteini Leó Gunnarssyni í Aftureldingu. „Það verður algjört æði,“ sagði Hafsteinn um möguleikann á að mæta Íslendingum á HM. „Maður var með sumum þarna í yngri landsliðum og einum í félagsliði þannig maður þekkir inn á nokkra þarna. Það yrði algjör snilld að mæta þeim og heiður,“ sagði Hafsteinn sem kveðst vongóður á að komast í HM-hóp Grænhöfðaeyja. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Ég vona það besta. Ég spila bara minn bolta hérna heima og reyni að sanna mig og ég tel mig eiga mjög góðar líkur á að komast í HM-hópinn.“ Úr leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í fyrra.vísir/vilhelm Ísland mætti Grænhöfðaeyjum í milliriðli á síðasta heimsmeistaramóti og vann tíu marka sigur, 40-30. Grænhöfðeyingar enduðu í 23. sæti á HM, lentu í 2. sæti í Afríkukeppninni 2022 og 4. sæti í ár svo ýmislegt er í liðið spunnið. „Þetta er mjög sterkt landslið með menn víða um Evrópu. Tveir eru að spila í efstu deild í Frakklandi og síðan í portúgölsku og spænsku deildunum. Þetta er hörkulið. Það er ekki hægt að taka það frá þeim,“ sagði Hafsteinn að lokum. HM karla í handbolta 2025 Grænhöfðaeyjar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hafsteinn hóf ferilinn með Fjölni.vísir/bára Hafsteinn er ánægður með hvernig til tókst í Kúveit þrátt fyrir tungumálahindranir sem þurfti að yfirstíga. „Maður skilur ekkert tungumálið hjá þeim. Þeir tala kreólsku og maður kann það ekkert. Maður þarf að læra það en þetta gekk vel og maður er spenntur fyrir komandi tímum,“ sagði Hafsteinn en innan leikmannahóps Grænhöfðaeyja er einnig töluð portúgalska sem hann talar heldur ekki. En hvernig fengu Grænhöfðeyingar veður af handboltahæfileikum Hafsteins? „Pabbi minn er þaðan og þekkir fullt af fólki þar. Síðan sagði pabbi einum í handknattleikssambandinu frá mér. Það eru kynslóðaskipti í landsliðinu en þar eru allir í kringum þrítugt. Þeir vildu endilega fá mig og sendu á mig og pabba. Síðan flaug ég út í júlí og þá fór þetta allt í gang,“ sagði Hafsteinn. Hafsteinn gekk í raðir Gróttu frá HK fyrir tímabilið.vísir/diego Hann naut þess að spila með nýju liðsfélögunum í fyrsta sinn þótt það hafi verið krefjandi. „Það var alveg geggjað en helvíti erfitt. Maður þekkir ekki tungumálið og allt frekar nýtt. Þannig þetta tók alveg tíma að læra kerfin og allt þetta. En þeir tóku mjög vel á móti mér og eru alveg toppmenn. Þetta var algjör snilld,“ sagði Hafsteinn. Framundan er heimsmeistaramót og Hafsteinn vonast að sjálfsögðu til þess að fara með Grænhöfðeyingum til Zagreb í Króatíu þar sem riðill þeirra verður spilaður. „Maður er búinn að leggja það á sig að komast þarna út. Það væri draumur að komast á HM. Maður þarf bara að leggja hart að sér og reyna sitt allra besta. Núna einbeiti ég mér bara að deildinni og síðan kemur bara í ljós hvernig þetta fer,“ sagði Hafsteinn en lið Grænhöfðaeyja hefur æfingar fyrir HM á annan í jólum. Auk Grænhöfðaeyja eru Slóvenía, Kúba og Ísland í G-riðli HM. Fyrsti leikur Grænhöfðaeyinga á mótinu er gegn Íslendingum og þar gæti Hafsteinn mætt löndum sínum. Íslenska liðið mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á HM, 16. janúar.vísir/anton Hann lék með yngri landsliðum Íslands og var meðal annars í U-18 ára liðinu sem vann silfur á EM 2018 ásamt núverandi landsliðsmönnum Íslands eins og Hauki Þrastarsyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni. Þá spilaði hann með Þorsteini Leó Gunnarssyni í Aftureldingu. „Það verður algjört æði,“ sagði Hafsteinn um möguleikann á að mæta Íslendingum á HM. „Maður var með sumum þarna í yngri landsliðum og einum í félagsliði þannig maður þekkir inn á nokkra þarna. Það yrði algjör snilld að mæta þeim og heiður,“ sagði Hafsteinn sem kveðst vongóður á að komast í HM-hóp Grænhöfðaeyja. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Ég vona það besta. Ég spila bara minn bolta hérna heima og reyni að sanna mig og ég tel mig eiga mjög góðar líkur á að komast í HM-hópinn.“ Úr leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í fyrra.vísir/vilhelm Ísland mætti Grænhöfðaeyjum í milliriðli á síðasta heimsmeistaramóti og vann tíu marka sigur, 40-30. Grænhöfðeyingar enduðu í 23. sæti á HM, lentu í 2. sæti í Afríkukeppninni 2022 og 4. sæti í ár svo ýmislegt er í liðið spunnið. „Þetta er mjög sterkt landslið með menn víða um Evrópu. Tveir eru að spila í efstu deild í Frakklandi og síðan í portúgölsku og spænsku deildunum. Þetta er hörkulið. Það er ekki hægt að taka það frá þeim,“ sagði Hafsteinn að lokum.
HM karla í handbolta 2025 Grænhöfðaeyjar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira