Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2024 07:02 Icardi er vinsæll í Tyrklandi. EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU Hinn 31 árs gamli Mauro Icardi var á sínum tíma einn heitasti framherji Evrópu, innan vallar sem utan. Undanfarin misseri hefur hann hins vegar verið meira í fréttum vegna ástarmála sinna heldur en vegna frammistöðu á knattspyrnuvellinum. Argentínumaðurinn Icardi spilar í dag með Galatasaray í Tyrklandi en hann gerði garðinn frægan hjá Inter á Ítalíu áður en hann færði sig yfir til Parísar þar sem hann lék með PSG frá 2019 til 2023. Jafnframt spilaði hann átta A-landsleiki frá 2013-18. Það eru nokkur ár síðan Icardi og eiginkona hans Wanda Nara, sem var áður gift Maxi Lopez – góðvini Icardi, komust í fréttirnar þar sem hjónaband þeirra var á barmi skilnaðar. Á endanum gáfust hjónakornin upp og ákváðu að þetta væri komið gott enda átti Icardi að hafa haldið við aðrar konur þó þau væru enn gift. Skilnaðurinn gekk vissulega ekki snurðulaust fyrir sig en í sitthvora áttina þau fóru. Nú hefur ítalski miðillinn Corriere della Sera greint frá því að Icardi hafi fundið ástina á ný. Það þykir þó heldur kómískt að ástina fann hann í örmum skilnaðarlögfræðings síns, Angela Burgos. Icardi, il nuovo amore è Angela Burgos, l'avvocato che lo segue nel divorzio da Wanda https://t.co/OmVG5fpnT7— Corriere della Sera (@Corriere) November 26, 2024 Burgos er sannkallaður stjörnulögfræðingur og rekur eigin stofu samkvæmt Corriere della Sera. Þá heldur hún úti sjónvarpsþætti um lögfræðitengd málefni. Icardi ætti að hafa nægan tíma til að stela hjarta Burgos þar sem hann meiddist illa á hné gegn Tottenham Hotspur á dögunum og verður mögulega frá út leiktíðina. Hann hafði byrjað tímabilið af krafti og komið að átta mörkum (sex mörk, tvær stoðsendingar) í 14 leikjum í öllum keppnum. Lið hans, Galatasaray, hefur byrjað tímabilið af krafti heima fyrir og á enn eftir að tapa leik. Trónir liðið á toppi deildarinnar með 34 stig, fimm meira en Fenerbahçe í sem situr í 2. sætinu. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Argentínumaðurinn Icardi spilar í dag með Galatasaray í Tyrklandi en hann gerði garðinn frægan hjá Inter á Ítalíu áður en hann færði sig yfir til Parísar þar sem hann lék með PSG frá 2019 til 2023. Jafnframt spilaði hann átta A-landsleiki frá 2013-18. Það eru nokkur ár síðan Icardi og eiginkona hans Wanda Nara, sem var áður gift Maxi Lopez – góðvini Icardi, komust í fréttirnar þar sem hjónaband þeirra var á barmi skilnaðar. Á endanum gáfust hjónakornin upp og ákváðu að þetta væri komið gott enda átti Icardi að hafa haldið við aðrar konur þó þau væru enn gift. Skilnaðurinn gekk vissulega ekki snurðulaust fyrir sig en í sitthvora áttina þau fóru. Nú hefur ítalski miðillinn Corriere della Sera greint frá því að Icardi hafi fundið ástina á ný. Það þykir þó heldur kómískt að ástina fann hann í örmum skilnaðarlögfræðings síns, Angela Burgos. Icardi, il nuovo amore è Angela Burgos, l'avvocato che lo segue nel divorzio da Wanda https://t.co/OmVG5fpnT7— Corriere della Sera (@Corriere) November 26, 2024 Burgos er sannkallaður stjörnulögfræðingur og rekur eigin stofu samkvæmt Corriere della Sera. Þá heldur hún úti sjónvarpsþætti um lögfræðitengd málefni. Icardi ætti að hafa nægan tíma til að stela hjarta Burgos þar sem hann meiddist illa á hné gegn Tottenham Hotspur á dögunum og verður mögulega frá út leiktíðina. Hann hafði byrjað tímabilið af krafti og komið að átta mörkum (sex mörk, tvær stoðsendingar) í 14 leikjum í öllum keppnum. Lið hans, Galatasaray, hefur byrjað tímabilið af krafti heima fyrir og á enn eftir að tapa leik. Trónir liðið á toppi deildarinnar með 34 stig, fimm meira en Fenerbahçe í sem situr í 2. sætinu.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira