„Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. nóvember 2024 21:15 Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri og frambjóðandi Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm „Í starfi mínu sem orkumálastjóri hef ég séð þetta skýrum augum hvernig við erum að selja búta úr landinu og það er enginn mikið að pæla í því ef þetta er jörð hér og þar. En þegar þetta raðast upp eins og púsluspil þá verður til heildarmynd á tiltölulega stuttum tíma. Það sem er að gerast þegar þú selur jörð, þá ertu að selja vatnsréttindi og jarðhitaréttindi og jarðefnin með.“ Þetta segir Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, kennari við miðstöð norðurslóða við Harvard og frambjóðandi Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi og segir kaup erlendra aðila á jörðum hér á landi ágerast mjög hratt. Hún segist fagna umfjöllun um málefnið og ítrekar að þetta sé henni hjartans mál og ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi farið í pólitík. Íslendingar þurfi að bregðast við áður en það verður of seint. Benti á ásókn í vatn þjóðarinnar fyrir ári Fréttastofa greindi frá því í gær að Bændasamtökin telja þjóðar- og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Í kvöld var greint frá því að erlendir fjárfesta hafi boðið margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda. Fjárfestarnir ásældust fjölda annarra jarða að sögn bónda. Orkustofnun hefur þurft að bregðast við vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina. Halla benti á það á síðasta ári að eitt einstakt fyrirtæki í landeldi noti þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Kristján Geirsson settur forstjóri Orkustofnunar segir að sífellt fleiri fyrirtæki ásælist vatnsauðlind þjóðarinnar. Snúa þróuninni við áður en það verður um seinan Halla segir það brýnt að við bregðumst við þessari þróun sem allra fyrst áður en það verði of seint. „Ef þú horfir á hver þróunin er á aðgengi að vatni í heiminum þá er orðið miklu erfiðara að nálgast vatn í sumum af þeim landbúnaðarríkjum sem við treystum á. Vatnið er olía okkar tíma og framtíðarinnar. Ekki bara út frá grænni orku heldur líka er þetta þessi grunnvatnsauðlind sem er svo falin. Þetta er ótrúlegt ríkidæmi og þetta er svona slagur sem þarf að taka núna.“ Hún ítrekar að ef erlendir kaupendur falla frá geti það orðið enn meiri vandkvæðum bundið að kaupa auðlindirnar til baka. „Við verðum að bregðast við áður en það verður of seint. Við þurfum að setja ákveðnar takmarkanir eins og í löndunum í kringum okkur. Það eru takmarkanir ef þú horfir til Noregs, það eru takmarkanir ef þú horfir til Danmerkur og Finnlands.“ Hægt að leyfa fjárfestingar án þess að selja auðlindina sjálfa Málið varði hagsmuni til lengri tíma og fullveldi þjóðarinnar í framtíðinni. Mikilvægt sé að kortleggja vatnsauðlindir Ísland til að tryggja matvælaframleiðslu hér á landi. „Það eru vatnsbirgðir geymdar eins og olíubirgðir í sumum ríkjum. Við höfum þetta ríkidæmi og erum ekki búin að kortleggja okkar vatnsauðlind en erum samt byrjuð að selja jarðir og oft á þeim stöðum þar sem vitað er að sé gott grunnvatn.“ Hún tekur fram að það þurfi alls ekki að útiloka alþjóðaviðskipti og fjárfestingar til tryggja auðlindirnar. „Eins og í Ástralíu sem er mjög auðlindaríkt ríki, þá er það þannig að þú getur fengið nýtingarleyfi og verið að flytja út vatn en þú ert þá bara með tímabundið leyfi til að nýta auðlindina. Við getum farið alþjóðlegt samstarf og laðað að fjárfestingar en við þurfum ekki að selja auðlindina sjálfa.“ Hún segir mikilvægt að standa vörð um auðlindir landsins fyrir framtíðar kynslóðir og velmegun þjóðarinnar. „Þegar maður hefur þekkingu á þessum auðlindamálum þá rennur manni blóðið til skyldunnar að reyna hafa áhrif á þau þannig að sagan sem við getum sagt verði sem næst því að við getum verið jafn stolt af henni þegar ég er að segja söguna af Landsvirkjun eða hvernig við byggðum upp jarðhitann fyrir samfélagið hér að hvernig við börðum fyrir landhelginni.“ Landbúnaður Landeldi Orkumál Öryggis- og varnarmál Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þetta segir Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, kennari við miðstöð norðurslóða við Harvard og frambjóðandi Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi og segir kaup erlendra aðila á jörðum hér á landi ágerast mjög hratt. Hún segist fagna umfjöllun um málefnið og ítrekar að þetta sé henni hjartans mál og ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi farið í pólitík. Íslendingar þurfi að bregðast við áður en það verður of seint. Benti á ásókn í vatn þjóðarinnar fyrir ári Fréttastofa greindi frá því í gær að Bændasamtökin telja þjóðar- og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Í kvöld var greint frá því að erlendir fjárfesta hafi boðið margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda. Fjárfestarnir ásældust fjölda annarra jarða að sögn bónda. Orkustofnun hefur þurft að bregðast við vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina. Halla benti á það á síðasta ári að eitt einstakt fyrirtæki í landeldi noti þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Kristján Geirsson settur forstjóri Orkustofnunar segir að sífellt fleiri fyrirtæki ásælist vatnsauðlind þjóðarinnar. Snúa þróuninni við áður en það verður um seinan Halla segir það brýnt að við bregðumst við þessari þróun sem allra fyrst áður en það verði of seint. „Ef þú horfir á hver þróunin er á aðgengi að vatni í heiminum þá er orðið miklu erfiðara að nálgast vatn í sumum af þeim landbúnaðarríkjum sem við treystum á. Vatnið er olía okkar tíma og framtíðarinnar. Ekki bara út frá grænni orku heldur líka er þetta þessi grunnvatnsauðlind sem er svo falin. Þetta er ótrúlegt ríkidæmi og þetta er svona slagur sem þarf að taka núna.“ Hún ítrekar að ef erlendir kaupendur falla frá geti það orðið enn meiri vandkvæðum bundið að kaupa auðlindirnar til baka. „Við verðum að bregðast við áður en það verður of seint. Við þurfum að setja ákveðnar takmarkanir eins og í löndunum í kringum okkur. Það eru takmarkanir ef þú horfir til Noregs, það eru takmarkanir ef þú horfir til Danmerkur og Finnlands.“ Hægt að leyfa fjárfestingar án þess að selja auðlindina sjálfa Málið varði hagsmuni til lengri tíma og fullveldi þjóðarinnar í framtíðinni. Mikilvægt sé að kortleggja vatnsauðlindir Ísland til að tryggja matvælaframleiðslu hér á landi. „Það eru vatnsbirgðir geymdar eins og olíubirgðir í sumum ríkjum. Við höfum þetta ríkidæmi og erum ekki búin að kortleggja okkar vatnsauðlind en erum samt byrjuð að selja jarðir og oft á þeim stöðum þar sem vitað er að sé gott grunnvatn.“ Hún tekur fram að það þurfi alls ekki að útiloka alþjóðaviðskipti og fjárfestingar til tryggja auðlindirnar. „Eins og í Ástralíu sem er mjög auðlindaríkt ríki, þá er það þannig að þú getur fengið nýtingarleyfi og verið að flytja út vatn en þú ert þá bara með tímabundið leyfi til að nýta auðlindina. Við getum farið alþjóðlegt samstarf og laðað að fjárfestingar en við þurfum ekki að selja auðlindina sjálfa.“ Hún segir mikilvægt að standa vörð um auðlindir landsins fyrir framtíðar kynslóðir og velmegun þjóðarinnar. „Þegar maður hefur þekkingu á þessum auðlindamálum þá rennur manni blóðið til skyldunnar að reyna hafa áhrif á þau þannig að sagan sem við getum sagt verði sem næst því að við getum verið jafn stolt af henni þegar ég er að segja söguna af Landsvirkjun eða hvernig við byggðum upp jarðhitann fyrir samfélagið hér að hvernig við börðum fyrir landhelginni.“
Landbúnaður Landeldi Orkumál Öryggis- og varnarmál Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira