Leikurinn í Noregi var mjög spennandi og aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik, 16-17. Gestirnir voru skrefi á undan í síðari hálfleik og unnu á endanum þriggja marka sigur, lokatölur 33-36.
Sigvaldi Björn skoraði 7 mörk á meðan Sveinn skoraði 3 mörk. Janus Daði skoraði hins vegar 5 mörk og gaf jafn margar stoðsendingar.
Í Magdeburg unnu heimamenn frækinn sigur á toppliði B-riðils, Barcelona. Sigurinn var mikilvægur þar sem Íslendingalið Magdeburgar er í brasi og þarf á sigrum að halda til að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni.
Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu heimamenn af í síðari hálfleik og unnu fimm marka sigur, lokatölur 28-23.
Ómar Ingi var markahæstur í liði Magdeburgar með 8 mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Gísli Þorgeir átti einnig mjög góðan leik en hann skoraði 5 mörk og gaf 2 stoðsendingar.
Staðan í B-riðli Meistaradeildarinnar er nú þannig að Barcelona er á toppnum með 15 stig að loknum 9 leikjum. Þar á eftir koma Janus Daði og félagar með 12 stig. Nantes og Álaborg eru með 11 stig, Magdeburg erí 5. sæti með sjö stig á meðan Kielce og Kolstad eru bæði með sex stig. Zagreb rekur svo lestina með fjögur stig.