Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:32 Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að. Leyfum verðmætum að efla samfélögin þar sem þau eru sköpuð Landsbyggðin greiðir ríflega 80% veiðigjalda og því deginum ljósara að ákall vinstri flokka um stóraukin veiðigjöld eru aðför að landsbyggðinni og ekkert annað en hreinn og klár landsbyggðarskattur. Það segir sig sjálft að þegar rekstrarumhverfi sjávarútvegsins verður gert erfiðara með aukinni skattheimtu eykur það líkur á enn frekari samþjöppun í greininni, það dregur úr fjárfestinga- og framkvæmdagetu og rekstrarhæfni fyrirtækja og dregur þar með úr tækifærum til nýsköpunar og vaxtar. Flytjum ekki fjármagnið frá sveitarfélögunum Samfylkingin talar fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts. Sveitarfélög fá ekki eina krónu af fjármagnstekjuskatti til sín og því augljóst að með slíkum skattahækkunum er verið er að færa fjármagn sem annars væri eftir í hagkerfi sveitarfélaga á landsbyggðinni í auknum mæli til 63 þingmanna til að útdeila eftir sínum geðþótta. Samfylkingin vill því flytja það fjármagn af landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðið til að útdeila þaðan. Samfylking vill skattleggja orkuframleiðslu, fiskeldi, ferðaþjónustu og sjávarútveg meira Í umfjöllun síðustu daga virðist stefna Samfylkingarinnar fyrst og fremst vera aukin skattheimta á landsbyggðina með svokölluðum auðlindagjöldum sem yrðu tekin upp í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu og af þessari upptalningu er ljóst að landsbyggðin, og ekki síst suðurkjördæmi, er gullpottur Samfylkingarinnar. Verndum miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýrinni Þeir stjórnmálaflokkar sem ráða í Reykjavíkurborg hafa því ver og miður leynt og ljóst þrengt verulega að starfsemi Reykjavíkurflugvallar og vilja hana helst þaðan burt. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina að vernda starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs á landinu en tími sjúkraflutninga frá innanlandsflugvelli að Landspítala getur skipt sköpum í alvarlegum, bráðum veikindum. Reykjavík er nefnilega höfuðborg allra landsmanna og Landspítali veitir landsbyggðinni afar mikilvæga þjónustu sem við, allir landsmenn, þurfum að hafa greiðan aðgang að. Bætum grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni hefur verið vaxandi vandamál sem mikilvægt er að bregðast við. Meðal kosningaáherslna Sjálfstæðisflokksins er að veita fjárhagslega hvata fyrir heilbrigðisstarfsfólk vegna starfa á landsbyggðinni, veita skattaívilnanir fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem kemur heim úr námi erlendis og að fjölga heilbrigðismenntuðum til að mæta framtíðarþörf fyrir heilbrigðisþjónustu Af þessari stuttu en alls ekki tæmandi upptalningu er það kýrskýrt að valkostur íbúa á landsbyggðinni er augljós. Helstu tækifæri sveitarfélaga á landsbyggðinni til vaxtar eru samhliða áherslum og stefnu Sjálfstæðisflokksins, með öflugu atvinnulífi, kröftugri verðmætasköpun, lægri sköttum og lágmörkun ríkisafskipta. Gefum atvinnulífi svigrúm og súrefni til vaxtar til að skapa meira fyrir fleiri. Stækkum kökuna. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn, fyrir landsbyggðina! Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Byggðamál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að. Leyfum verðmætum að efla samfélögin þar sem þau eru sköpuð Landsbyggðin greiðir ríflega 80% veiðigjalda og því deginum ljósara að ákall vinstri flokka um stóraukin veiðigjöld eru aðför að landsbyggðinni og ekkert annað en hreinn og klár landsbyggðarskattur. Það segir sig sjálft að þegar rekstrarumhverfi sjávarútvegsins verður gert erfiðara með aukinni skattheimtu eykur það líkur á enn frekari samþjöppun í greininni, það dregur úr fjárfestinga- og framkvæmdagetu og rekstrarhæfni fyrirtækja og dregur þar með úr tækifærum til nýsköpunar og vaxtar. Flytjum ekki fjármagnið frá sveitarfélögunum Samfylkingin talar fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts. Sveitarfélög fá ekki eina krónu af fjármagnstekjuskatti til sín og því augljóst að með slíkum skattahækkunum er verið er að færa fjármagn sem annars væri eftir í hagkerfi sveitarfélaga á landsbyggðinni í auknum mæli til 63 þingmanna til að útdeila eftir sínum geðþótta. Samfylkingin vill því flytja það fjármagn af landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðið til að útdeila þaðan. Samfylking vill skattleggja orkuframleiðslu, fiskeldi, ferðaþjónustu og sjávarútveg meira Í umfjöllun síðustu daga virðist stefna Samfylkingarinnar fyrst og fremst vera aukin skattheimta á landsbyggðina með svokölluðum auðlindagjöldum sem yrðu tekin upp í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu og af þessari upptalningu er ljóst að landsbyggðin, og ekki síst suðurkjördæmi, er gullpottur Samfylkingarinnar. Verndum miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýrinni Þeir stjórnmálaflokkar sem ráða í Reykjavíkurborg hafa því ver og miður leynt og ljóst þrengt verulega að starfsemi Reykjavíkurflugvallar og vilja hana helst þaðan burt. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina að vernda starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs á landinu en tími sjúkraflutninga frá innanlandsflugvelli að Landspítala getur skipt sköpum í alvarlegum, bráðum veikindum. Reykjavík er nefnilega höfuðborg allra landsmanna og Landspítali veitir landsbyggðinni afar mikilvæga þjónustu sem við, allir landsmenn, þurfum að hafa greiðan aðgang að. Bætum grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni hefur verið vaxandi vandamál sem mikilvægt er að bregðast við. Meðal kosningaáherslna Sjálfstæðisflokksins er að veita fjárhagslega hvata fyrir heilbrigðisstarfsfólk vegna starfa á landsbyggðinni, veita skattaívilnanir fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem kemur heim úr námi erlendis og að fjölga heilbrigðismenntuðum til að mæta framtíðarþörf fyrir heilbrigðisþjónustu Af þessari stuttu en alls ekki tæmandi upptalningu er það kýrskýrt að valkostur íbúa á landsbyggðinni er augljós. Helstu tækifæri sveitarfélaga á landsbyggðinni til vaxtar eru samhliða áherslum og stefnu Sjálfstæðisflokksins, með öflugu atvinnulífi, kröftugri verðmætasköpun, lægri sköttum og lágmörkun ríkisafskipta. Gefum atvinnulífi svigrúm og súrefni til vaxtar til að skapa meira fyrir fleiri. Stækkum kökuna. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn, fyrir landsbyggðina! Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun