Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar 28. nóvember 2024 10:43 Ríkisstjórnin hefur gert lítið sem ekkert til að auka framboð á húsnæði til að mæta hinni gríðarlegu eftirspurn á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Okkur hefur fjölgað um 15% frá 2017. Um 1.200 íbúðir i Grindavík hurfu vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Til að ná niður verðbólgu og vöxtum er gríðarlega mikilvægt að tryggja nægt framboð á húsnæði um allt land fyrir lág- og millitekjufólk og fyrstu kaupendur. Heimili og fyrirtæki geta ekki búið við vaxtabyrði sem byggir á 8,5 % stýrivöxtum. Skuldsett heimili bera byrðar verðbólgunnar með stórkostlegum hækkunum afborgana húsnæðislána. Þá hafa bankar tekið upp á því að hækka vexti verðtryggðra lána, eftir því sem stýrivextir lækka, og halda þannig uppi okrinu gagnvart fólki sem flúði óverðtryggðu lánin þegar vextir losnuðu og tóku sér verðtryggð lán. Byrðum af baráttunni við verðbólguna er misskipt og stórkostleg eignatilfærsla á sér stað með gríðarlega háa vaxtastigi. Lág- og millitekjufólk, ungt fólk og skuldsett heimili, bera þar byrðar verðbólgunnar en ekki skuldlaust eignafólk og fjármagnseigendur. Byggjum meira húsnæði Fara þarf í stórátak í byggingu húsnæðis í landinu til að mæta hinni gríðarlegur eftirspurn vegna hinnar miklu fólksfjölgunar og húsnæðismissis í Grindavík. Einungis með stórauknu framboði á húsnæði næst jafnvægi á húsnæðismarkaðnum. Svipað átak þarf og þegar stjórnvöld, verkalýðshreyfing og atvinnurekendur tóku höndum saman með Júnísamkomulagsinu 1964 og uppbygging Breiðholts hófst. Þá fyrst náðist að útrýma braggahverfum í Reykjavík og tryggja tekjulágu fólki öruggt húsnæði, tuttugu árum eftir stríðslok. Fráfarandi ríkisstjórn mistókst að glíma við rót verðbólgunnar sem er framboðsskortur á húsnæði fyrir venjulegt fólk. Húsnæðismál eru eitt helsta forgangsmál Flokks fólksins. Undir yfirskriftinni Húsnæði fyrir alla viljum við að byggt verði uppnýtt húsnæðislánakerfi þar sem lögð er áhersla á fasta óverðtryggða vexti á langtímalánum og tryggjum þannig fyrirsjáanleika. Brjótum nýtt land til uppbyggingar húsnæðis í Úlfarsárdal, Keldnaholti og Blikastaðalandi til að binda enda á húsnæðisskort. Sama verði gert á landsbyggðinni eftir þörfum. Flokkur fólksins mun gera húsnæðismál að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum húsnæði fyrir alla. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur gert lítið sem ekkert til að auka framboð á húsnæði til að mæta hinni gríðarlegu eftirspurn á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Okkur hefur fjölgað um 15% frá 2017. Um 1.200 íbúðir i Grindavík hurfu vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Til að ná niður verðbólgu og vöxtum er gríðarlega mikilvægt að tryggja nægt framboð á húsnæði um allt land fyrir lág- og millitekjufólk og fyrstu kaupendur. Heimili og fyrirtæki geta ekki búið við vaxtabyrði sem byggir á 8,5 % stýrivöxtum. Skuldsett heimili bera byrðar verðbólgunnar með stórkostlegum hækkunum afborgana húsnæðislána. Þá hafa bankar tekið upp á því að hækka vexti verðtryggðra lána, eftir því sem stýrivextir lækka, og halda þannig uppi okrinu gagnvart fólki sem flúði óverðtryggðu lánin þegar vextir losnuðu og tóku sér verðtryggð lán. Byrðum af baráttunni við verðbólguna er misskipt og stórkostleg eignatilfærsla á sér stað með gríðarlega háa vaxtastigi. Lág- og millitekjufólk, ungt fólk og skuldsett heimili, bera þar byrðar verðbólgunnar en ekki skuldlaust eignafólk og fjármagnseigendur. Byggjum meira húsnæði Fara þarf í stórátak í byggingu húsnæðis í landinu til að mæta hinni gríðarlegur eftirspurn vegna hinnar miklu fólksfjölgunar og húsnæðismissis í Grindavík. Einungis með stórauknu framboði á húsnæði næst jafnvægi á húsnæðismarkaðnum. Svipað átak þarf og þegar stjórnvöld, verkalýðshreyfing og atvinnurekendur tóku höndum saman með Júnísamkomulagsinu 1964 og uppbygging Breiðholts hófst. Þá fyrst náðist að útrýma braggahverfum í Reykjavík og tryggja tekjulágu fólki öruggt húsnæði, tuttugu árum eftir stríðslok. Fráfarandi ríkisstjórn mistókst að glíma við rót verðbólgunnar sem er framboðsskortur á húsnæði fyrir venjulegt fólk. Húsnæðismál eru eitt helsta forgangsmál Flokks fólksins. Undir yfirskriftinni Húsnæði fyrir alla viljum við að byggt verði uppnýtt húsnæðislánakerfi þar sem lögð er áhersla á fasta óverðtryggða vexti á langtímalánum og tryggjum þannig fyrirsjáanleika. Brjótum nýtt land til uppbyggingar húsnæðis í Úlfarsárdal, Keldnaholti og Blikastaðalandi til að binda enda á húsnæðisskort. Sama verði gert á landsbyggðinni eftir þörfum. Flokkur fólksins mun gera húsnæðismál að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum húsnæði fyrir alla. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar