Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar 28. nóvember 2024 11:42 Það er þekkt að stjórnmálamenn lofi ýmsu fyrir kosningar. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra líklega sett nýtt Íslandsmet á þessu sviði. Í grein á Vísi fjórum dögum fyrir kosningar telur hún upp sex mál sem kvikmyndagerðarfólk hefur barist fyrir undanfarin ár - og styður þau nú öll sem eitt. Lilja gerir raunar gott betur því þessi mál eru nú orðin sérstök baráttumál hennar - og þá væntanlega einnig Framsóknarflokksins. Öll þessi mál eiga það sameiginlegt að Lilja hefði getað hrint þeim í framkvæmd á þeim sjö árum sem hún hefur verið ráðherra menningarmála - en kaus að gera það ekki. Íslensk kvikmyndagerð fagnar að sjálfsögðu hverjum þeim sem leggur faginu lið því við erum sannfærð um miklilvægi greinarinnar til að efla íslenska tungu og menningu. En kúvending rétt fyrir kosningar er auðvitað dálítið grunsamleg og því vaknar spurningin hversu vel þessi loforð passa við verkin sem Lilja hefur unnið sem ráðherra málaflokksins. Skoðum þessi sex atriði sem Lilja nefnir: 1. Lilja segist núna vilja efla Kvikmyndasjóð á árunum 2026 - 2030. Samkvæmt tillögu Lilju í fjárlagafrumvarpi næsta árs átti Kvikmyndasjóður að vera á svipuðum stað og hann var fyrir um tuttugu árum - og framlög til hans áttu enn að lækka næstu árin. Síðustu þrjú árin hefur Lilja skorið sjóðinn niður um 50%. Þennan niðurskurð hefur hún varið í ræðu og riti og heldur því fram að hækkanir áranna á undan hafi verið framlög vegna kóvid. Hún hafi aldrei sett neina fjármuni í að efla Kvikmyndasjóð eins og ný Kvikmyndastefna gerði ráð fyrir. Þrátt fyrir þrýsting frá fagfélögum kvikmyndafólks tókst ekki að fá þessa afleitu stöðu sjóðsins lagfærða. Nú í nóvember gerðist það svo að fjárlaganefnd fékk inn á borð til sín áskorun frá 717 einstaklingum í kvikmyndagerð um að laga stöðu sjóðsins með því að lækka áætlaðar endurgreiðslur úr 6 milljörðum í 5.5 milljarða og setja mismuninn inn í Kvikmyndasjóð. Nefndinni leist vel á þessa leið en fékk þá skilaboð frá menningarráðuneytinu um að hún stæðist ekki lög. Að eigin sögn þótti nefndarmönnum það mjög undarleg niðurstaða en frekar en að eyða tíma í þref um málið ákvaðu þau að finna aðrar leiðir til að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs - og gerðu það með sóma. Með þessu áliti frá ráðuneytinu reyndi Lilja að bregða fæti fyrir það að Kvikmyndasjóður yrði elfdur enda gekk það þvert gegn tillögum hennar um áframhaldandi niðurskurð sjóðsins. Það álit ráðuneytisins (eða Lilju?) að Alþingi megi áætla endurgreiðslur ársins 6 milljarða en sé óheimilt að áætla þær 5.5 milljarða heldur engu vatni og er aðhlátursefni þeirra lögfræðinga sem málið hefur verið borið undir. Eftir að fjárlaganefnd og þingið síðan samþykkti þessi auknu framlög til sjóðsins hefur Lilja stigið fram og þakkað sjálfri sér fyrir að hafa átt þátt í þessari niðurstöðu! Þannig að þótt Lilja hafi ekki eflt Kvikmyndasjóð sem menningarráðherra er auðvitað frábært að hún vilji nú efla sjóðinn í framtíðinni. Kannski of lítið of seint - en batnandi fólki er best að lifa. 2. Lilja segist nú vilja setja peninga í Fjárfestingasjóð sjónvarpsefnis. Það tók fagið margra ára baráttu að fá þennan sjóð stofnaðan en til þessa dags hefur Lilja sem ráðherra málaflokksins ekki sett krónu í sjóðinn þrátt fyrir áköll frá fagfélögum kvikmyndafólks. En nú hefur Lilja semsagt snúið við blaðinu og við fögnum því. 3. Lilja segist nú vilja klára löggjöf um menningarframlag streymisveitna. Þetta mál hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu en frumvarpið er ekki enn tilbúið. Hvers vegna Lilja kom þessu máli ekki í verk er óljóst en nægan tíma hefur hún haft til þess. Ýmis atriði fyrihugaðs frumvarps eru enn á huldu eins og hvort innlendir framleiðendur geti yfirleitt sótt í sjóðinn eða hvort hann verður eingöngu ætlaður erlendum streymisveitum. Ef þetta og önnur atriði eru í lagi fögnum við því að sjálfsögðu að Lilja vilji nú klára málið - og þótt fyrr hefði verið. 4. Lilja segist núna vilja að öll kvikmyndaverk geti fengið 35% endurgreiðslu. Þetta er alger viðsnúningur því þessi sama Lilja setti reglur sem útilokuðu flest íslensk kvikmyndaverk frá því að geta fengið 35% endurgreiðsluna. Hún vill núna breyta reglunum sem hún sjálf setti þvert gegn vilja kvikmyndabransans. Við fögnum að sjálfsögðu þessum sinnaskiptum. 5. Lilja segist núna vilja leggja niður þá reglu að “styrkir Kvikmyndasjóðs dragist frá stofni endurgreiðslunnar, líkt og tíðkast í öðrum ríkjum í Evrópu” svo vitnað sé í grein hennar. Þessu hefur kvikmyndabransinn barist fyrir í mörg ár - en talað fyrir daufum eyrum Lilju Alfreðsdóttur til þessa. Það er enn eitt gleðiefnið að Lilju hafi nú snúist hugur um þetta atriði sem er mjög mikilvægt flestum íslenskum kvikmyndaverkum. 6. Núna segist Lilja vilja að stuttmyndir falli undir endurgreiðslukerfið. Enn eitt málið sem Lilja ráðherra samþykkti ekki þrátt fyrir óskir bransans - en Lilja frambjóðandi hefur nú gert að baráttumáli sínu. Við fögnum að sjálfsögðu þessari breyttu afstöðu til málsins. Öll þessi baráttumál kvikmyndafagsins, sem Lilja hefur nú gert að sínum, eru mjög mikilvæg fyrir framgang og þróun íslenskrar kvikmyndagerðar. Þess vegna fagnar kvikmyndagerðarfólk þessum nýju viðhorfum Lilju - en í ljósi reynslunnar - tökum við þeim með fyrirvara. Höfundur er leikstjóri og framleiðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er þekkt að stjórnmálamenn lofi ýmsu fyrir kosningar. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra líklega sett nýtt Íslandsmet á þessu sviði. Í grein á Vísi fjórum dögum fyrir kosningar telur hún upp sex mál sem kvikmyndagerðarfólk hefur barist fyrir undanfarin ár - og styður þau nú öll sem eitt. Lilja gerir raunar gott betur því þessi mál eru nú orðin sérstök baráttumál hennar - og þá væntanlega einnig Framsóknarflokksins. Öll þessi mál eiga það sameiginlegt að Lilja hefði getað hrint þeim í framkvæmd á þeim sjö árum sem hún hefur verið ráðherra menningarmála - en kaus að gera það ekki. Íslensk kvikmyndagerð fagnar að sjálfsögðu hverjum þeim sem leggur faginu lið því við erum sannfærð um miklilvægi greinarinnar til að efla íslenska tungu og menningu. En kúvending rétt fyrir kosningar er auðvitað dálítið grunsamleg og því vaknar spurningin hversu vel þessi loforð passa við verkin sem Lilja hefur unnið sem ráðherra málaflokksins. Skoðum þessi sex atriði sem Lilja nefnir: 1. Lilja segist núna vilja efla Kvikmyndasjóð á árunum 2026 - 2030. Samkvæmt tillögu Lilju í fjárlagafrumvarpi næsta árs átti Kvikmyndasjóður að vera á svipuðum stað og hann var fyrir um tuttugu árum - og framlög til hans áttu enn að lækka næstu árin. Síðustu þrjú árin hefur Lilja skorið sjóðinn niður um 50%. Þennan niðurskurð hefur hún varið í ræðu og riti og heldur því fram að hækkanir áranna á undan hafi verið framlög vegna kóvid. Hún hafi aldrei sett neina fjármuni í að efla Kvikmyndasjóð eins og ný Kvikmyndastefna gerði ráð fyrir. Þrátt fyrir þrýsting frá fagfélögum kvikmyndafólks tókst ekki að fá þessa afleitu stöðu sjóðsins lagfærða. Nú í nóvember gerðist það svo að fjárlaganefnd fékk inn á borð til sín áskorun frá 717 einstaklingum í kvikmyndagerð um að laga stöðu sjóðsins með því að lækka áætlaðar endurgreiðslur úr 6 milljörðum í 5.5 milljarða og setja mismuninn inn í Kvikmyndasjóð. Nefndinni leist vel á þessa leið en fékk þá skilaboð frá menningarráðuneytinu um að hún stæðist ekki lög. Að eigin sögn þótti nefndarmönnum það mjög undarleg niðurstaða en frekar en að eyða tíma í þref um málið ákvaðu þau að finna aðrar leiðir til að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs - og gerðu það með sóma. Með þessu áliti frá ráðuneytinu reyndi Lilja að bregða fæti fyrir það að Kvikmyndasjóður yrði elfdur enda gekk það þvert gegn tillögum hennar um áframhaldandi niðurskurð sjóðsins. Það álit ráðuneytisins (eða Lilju?) að Alþingi megi áætla endurgreiðslur ársins 6 milljarða en sé óheimilt að áætla þær 5.5 milljarða heldur engu vatni og er aðhlátursefni þeirra lögfræðinga sem málið hefur verið borið undir. Eftir að fjárlaganefnd og þingið síðan samþykkti þessi auknu framlög til sjóðsins hefur Lilja stigið fram og þakkað sjálfri sér fyrir að hafa átt þátt í þessari niðurstöðu! Þannig að þótt Lilja hafi ekki eflt Kvikmyndasjóð sem menningarráðherra er auðvitað frábært að hún vilji nú efla sjóðinn í framtíðinni. Kannski of lítið of seint - en batnandi fólki er best að lifa. 2. Lilja segist nú vilja setja peninga í Fjárfestingasjóð sjónvarpsefnis. Það tók fagið margra ára baráttu að fá þennan sjóð stofnaðan en til þessa dags hefur Lilja sem ráðherra málaflokksins ekki sett krónu í sjóðinn þrátt fyrir áköll frá fagfélögum kvikmyndafólks. En nú hefur Lilja semsagt snúið við blaðinu og við fögnum því. 3. Lilja segist nú vilja klára löggjöf um menningarframlag streymisveitna. Þetta mál hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu en frumvarpið er ekki enn tilbúið. Hvers vegna Lilja kom þessu máli ekki í verk er óljóst en nægan tíma hefur hún haft til þess. Ýmis atriði fyrihugaðs frumvarps eru enn á huldu eins og hvort innlendir framleiðendur geti yfirleitt sótt í sjóðinn eða hvort hann verður eingöngu ætlaður erlendum streymisveitum. Ef þetta og önnur atriði eru í lagi fögnum við því að sjálfsögðu að Lilja vilji nú klára málið - og þótt fyrr hefði verið. 4. Lilja segist núna vilja að öll kvikmyndaverk geti fengið 35% endurgreiðslu. Þetta er alger viðsnúningur því þessi sama Lilja setti reglur sem útilokuðu flest íslensk kvikmyndaverk frá því að geta fengið 35% endurgreiðsluna. Hún vill núna breyta reglunum sem hún sjálf setti þvert gegn vilja kvikmyndabransans. Við fögnum að sjálfsögðu þessum sinnaskiptum. 5. Lilja segist núna vilja leggja niður þá reglu að “styrkir Kvikmyndasjóðs dragist frá stofni endurgreiðslunnar, líkt og tíðkast í öðrum ríkjum í Evrópu” svo vitnað sé í grein hennar. Þessu hefur kvikmyndabransinn barist fyrir í mörg ár - en talað fyrir daufum eyrum Lilju Alfreðsdóttur til þessa. Það er enn eitt gleðiefnið að Lilju hafi nú snúist hugur um þetta atriði sem er mjög mikilvægt flestum íslenskum kvikmyndaverkum. 6. Núna segist Lilja vilja að stuttmyndir falli undir endurgreiðslukerfið. Enn eitt málið sem Lilja ráðherra samþykkti ekki þrátt fyrir óskir bransans - en Lilja frambjóðandi hefur nú gert að baráttumáli sínu. Við fögnum að sjálfsögðu þessari breyttu afstöðu til málsins. Öll þessi baráttumál kvikmyndafagsins, sem Lilja hefur nú gert að sínum, eru mjög mikilvæg fyrir framgang og þróun íslenskrar kvikmyndagerðar. Þess vegna fagnar kvikmyndagerðarfólk þessum nýju viðhorfum Lilju - en í ljósi reynslunnar - tökum við þeim með fyrirvara. Höfundur er leikstjóri og framleiðandi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun