Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. nóvember 2024 16:42 Kynferðisofbeldi gegn börnum er einn alvarlegasti glæpur sem samfélag getur staðið frammi fyrir. Ofbeldi af slíkum toga skilur eftir sig sár á líkama og sál fyrir þolandann um aldur og æfi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er ekki einkamál heldur samfélagslegt vandamál. Öll berum við ábyrgð á því að hlúa að börnum, standa með þeim og skapa samfélag þar sem þau geta alist upp óttalaus. Aðeins með virkri þátttöku okkar allra getum við brotið keðju þöggunar og ofbeldis og lagt grunn að betri framtíð fyrir börnin okkar. „ Kynferðisofbeldi gegn börnum er oftast beitt af einhverjum sem börn treysta eða þekkja og barnið er undirokað á einhvern hátt. Kynferðisofbeldi getur einnig verið beitt af ókunnugum og stundum eru gerendur önnur börn. Kynferðisofbeldi gegn börnum er yfirheiti sem getur haft ýmsar birtingarmyndir eins og til dæmis nauðgun, stafrænt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni, vændi og klám.“ Kæruleiðir kynferðisbrotamála eru að kæra til lögreglu eða tilkynna til barnaverndarnefndar í þeim umdæmum sem að brotin voru framin í. Lögreglu ber síðan að hefja rannsókn á öllum slíkum kærum. Snapchatperrinn Snapchatperrinn svokallaði var mikið í fréttum fyrir nokkrum árum þar sem að upplýst var um að hann var að klæmast við börn á Snapchat. Um var að ræða rannsóknarlögreglumann á sjötugsaldri sem að sagður var vera þekktur barnaníðingur sem náðist á upptöku í fréttaskýringaþættinum Kompás þar sem hann var að reyna að tæla til sín 13 ára tálbeitu þáttarins. Rannsóknarlögreglumaðurinn fyrrverandi hafði stundað það í mörg ár áður en hann var staðinn að verki að reyna að lokka til sín unga krakka. Á endanum var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hvernig má það vera að slíkur ofbeldismaður er ekki fangelsaður og dæmdur til fangelsisvistar fyrr en á sjötugsaldri? Íslendingar, ekki vera fávitar! - Það er á ábyrgð samfélagsins að passa upp á að slíkir menn komist ekki upp með slíka glæpi í tugi ára. Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Kynferðisofbeldi Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi gegn börnum er einn alvarlegasti glæpur sem samfélag getur staðið frammi fyrir. Ofbeldi af slíkum toga skilur eftir sig sár á líkama og sál fyrir þolandann um aldur og æfi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er ekki einkamál heldur samfélagslegt vandamál. Öll berum við ábyrgð á því að hlúa að börnum, standa með þeim og skapa samfélag þar sem þau geta alist upp óttalaus. Aðeins með virkri þátttöku okkar allra getum við brotið keðju þöggunar og ofbeldis og lagt grunn að betri framtíð fyrir börnin okkar. „ Kynferðisofbeldi gegn börnum er oftast beitt af einhverjum sem börn treysta eða þekkja og barnið er undirokað á einhvern hátt. Kynferðisofbeldi getur einnig verið beitt af ókunnugum og stundum eru gerendur önnur börn. Kynferðisofbeldi gegn börnum er yfirheiti sem getur haft ýmsar birtingarmyndir eins og til dæmis nauðgun, stafrænt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni, vændi og klám.“ Kæruleiðir kynferðisbrotamála eru að kæra til lögreglu eða tilkynna til barnaverndarnefndar í þeim umdæmum sem að brotin voru framin í. Lögreglu ber síðan að hefja rannsókn á öllum slíkum kærum. Snapchatperrinn Snapchatperrinn svokallaði var mikið í fréttum fyrir nokkrum árum þar sem að upplýst var um að hann var að klæmast við börn á Snapchat. Um var að ræða rannsóknarlögreglumann á sjötugsaldri sem að sagður var vera þekktur barnaníðingur sem náðist á upptöku í fréttaskýringaþættinum Kompás þar sem hann var að reyna að tæla til sín 13 ára tálbeitu þáttarins. Rannsóknarlögreglumaðurinn fyrrverandi hafði stundað það í mörg ár áður en hann var staðinn að verki að reyna að lokka til sín unga krakka. Á endanum var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hvernig má það vera að slíkur ofbeldismaður er ekki fangelsaður og dæmdur til fangelsisvistar fyrr en á sjötugsaldri? Íslendingar, ekki vera fávitar! - Það er á ábyrgð samfélagsins að passa upp á að slíkir menn komist ekki upp með slíka glæpi í tugi ára. Höfundur er byggingarverkfræðingur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun