Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar 28. nóvember 2024 17:00 Stjórnmálin standa á krossgötum á Íslandi og það eru viðbrögðin við stöðunni sem ráða framtíðinni. Komandi kosningar snúast um það hvert Ísland vilji stefna. Á öllum helstu mælikvörðum standa lífskjör hér á landi mjög framalega. Hér hefur verið viðvarandi hagvaxtaskeið undanfarin ár og útflutningsgreinar okkar styrkst, sérstaklega hugverkagreinar og ferðaþjónusta. Þessi lífskjör ber okkur að verja en þau eru alls ekki sjálfgefin. Förum með forræðið á auðlindum Við þurfum að standa vörð um fullveldi landsins, íslenska tungu og menningu. Skilja samhengið milli velferðar og öflugs atvinnulífs. Í auðlindahagkerfi eru það auðlindirnar sem ráða til um lífskjör framtíðar. Skynsamleg stjórnun þeirra ræður árangrinum. Forsenda þess er að við Íslendingar förum sjálf með forræði okkar auðlinda. Það þarf að tryggja að arðsemi auðlinda renni ekki úr landi heldur skapi hagsæld á Íslandi. Þau eru vel þekkt dæmin um lönd sem misst hafa þetta forræði með tilheyrandi hruni á lífskjörum. Ásókn ýmissa aðila að auðlindum landsins er staðreynd, hvort sem það er í formi uppkaupa á landi, verkefni til útflutnings á vatni eða í formi vindorkugarða en tæplega 40 slík verkefni, öll af stærri gerðinni eru til skoðunar hjá yfirvöldum. Nær öll þessi verkefni eru á forræði erlendra aðila. Ég hef ekkert á móti erlendum aðilum en ólíkt öðrum auðlindahagkerfum hefur sofanda hátturinn hér verið algjör og heimavinnan engin. Löggjöf okkar gagnvart þessari þróun er hriplek og stefnan nær engin. Innleitt regluverk Evrópusambandsins tryggir nú þegar lagalegan grundvöll til rafstrengs milli Íslands og annarra landa og færa má að því gild rök að breytingin sem ESA krefst nú á bókun 35 með EES samningnum staðfesti þessa vegferð endanlega. Ekkert af þessu er að fara fram á forsendum almannahagsmuna eða í þágu þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að segja það en þessi þróun er að fara fram að frumkvæði og á vakt þess flokks sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar. Auðlindanýting í þágu þjóðarinnar Við megum ekki missa sjónar á uppbyggingu fyrri kynslóða. Samfélagsáttmálin um Landsvirkjun hvílir til að mynda á því að þjóðin eigi Landsvirkjun sem nýtir alla bestu orkukostina í þágu þjóðarinnar. Raforkuauðlindin skilar þjóðinni nú þegar miklum arði í þágu velferðar og mun gera það til langrar framtíðar ef rétt er á haldið. Það þarf að grípa þau miklu tækifæri sem framundan eru í orkunýtingu í þágu þjóðarinnar. Ekki í þágu ótímabundins erlends eignarhalds á auðlindum eða á forsendum sem ekki gæta að almannahag. Ábyrg og sjálfbær nýting auðlinda er loforð okkar gagnvart framtíðar kynslóðum. Forsenda þess loforðs er að auðlindir okkar séu nýttar í þágu þjóðarinnar með einum eða öðru hætti, hvort sem er með beinu eignarhaldi eða með auðlindagjöldum. Ef við ráðum okkar málum sjálf eru engin takmörk fyrir því hvaða árangri við getum náð. Þessi staða kallar á mig með sama hætti og þegar ég barðist gegn samningum um Icesave þegar stjórnvöld Samfylkingar og VG gættu ekki að almannahag og vildu leggja ótrúlegar byrðar á landsmenn. Við sem þjóð þurfum að sameinast um það að stilla áttavitan rétt. Næsta kjörtímabil mun ráða því hvort okkur takist sem þjóð að leggja þessa miklu hagsmuni rétt niður. Framtíð okkar og lífskjör hvíla á því hvernig okkur tekst til. Sýn Miðflokksins Í okkar samfélagi er það kjósendur sem hafa það vald að ákveða framtíðarsýnina. Auðlindir okkar eru grundvöllur verðmætasköpunar. Til að vélin skapi velferð má ekki rjúfa samband hennar við þjóðina. Það er einlæg von mín að kjósendur sjái þetta samhengi og þær krossgötur sem við stöndum á núna. Framtíðarsýn Miðflokksins lýtur að þessu heildarsamhengi og því að gæta að almannahagsmunum í þeirri vegferð. Ég vona að þið kjósendur veiti mér og Miðflokknum umboð til þessara verkefna. Við höfum gert þetta áður og náð árangri. Við viljum standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálin standa á krossgötum á Íslandi og það eru viðbrögðin við stöðunni sem ráða framtíðinni. Komandi kosningar snúast um það hvert Ísland vilji stefna. Á öllum helstu mælikvörðum standa lífskjör hér á landi mjög framalega. Hér hefur verið viðvarandi hagvaxtaskeið undanfarin ár og útflutningsgreinar okkar styrkst, sérstaklega hugverkagreinar og ferðaþjónusta. Þessi lífskjör ber okkur að verja en þau eru alls ekki sjálfgefin. Förum með forræðið á auðlindum Við þurfum að standa vörð um fullveldi landsins, íslenska tungu og menningu. Skilja samhengið milli velferðar og öflugs atvinnulífs. Í auðlindahagkerfi eru það auðlindirnar sem ráða til um lífskjör framtíðar. Skynsamleg stjórnun þeirra ræður árangrinum. Forsenda þess er að við Íslendingar förum sjálf með forræði okkar auðlinda. Það þarf að tryggja að arðsemi auðlinda renni ekki úr landi heldur skapi hagsæld á Íslandi. Þau eru vel þekkt dæmin um lönd sem misst hafa þetta forræði með tilheyrandi hruni á lífskjörum. Ásókn ýmissa aðila að auðlindum landsins er staðreynd, hvort sem það er í formi uppkaupa á landi, verkefni til útflutnings á vatni eða í formi vindorkugarða en tæplega 40 slík verkefni, öll af stærri gerðinni eru til skoðunar hjá yfirvöldum. Nær öll þessi verkefni eru á forræði erlendra aðila. Ég hef ekkert á móti erlendum aðilum en ólíkt öðrum auðlindahagkerfum hefur sofanda hátturinn hér verið algjör og heimavinnan engin. Löggjöf okkar gagnvart þessari þróun er hriplek og stefnan nær engin. Innleitt regluverk Evrópusambandsins tryggir nú þegar lagalegan grundvöll til rafstrengs milli Íslands og annarra landa og færa má að því gild rök að breytingin sem ESA krefst nú á bókun 35 með EES samningnum staðfesti þessa vegferð endanlega. Ekkert af þessu er að fara fram á forsendum almannahagsmuna eða í þágu þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að segja það en þessi þróun er að fara fram að frumkvæði og á vakt þess flokks sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar. Auðlindanýting í þágu þjóðarinnar Við megum ekki missa sjónar á uppbyggingu fyrri kynslóða. Samfélagsáttmálin um Landsvirkjun hvílir til að mynda á því að þjóðin eigi Landsvirkjun sem nýtir alla bestu orkukostina í þágu þjóðarinnar. Raforkuauðlindin skilar þjóðinni nú þegar miklum arði í þágu velferðar og mun gera það til langrar framtíðar ef rétt er á haldið. Það þarf að grípa þau miklu tækifæri sem framundan eru í orkunýtingu í þágu þjóðarinnar. Ekki í þágu ótímabundins erlends eignarhalds á auðlindum eða á forsendum sem ekki gæta að almannahag. Ábyrg og sjálfbær nýting auðlinda er loforð okkar gagnvart framtíðar kynslóðum. Forsenda þess loforðs er að auðlindir okkar séu nýttar í þágu þjóðarinnar með einum eða öðru hætti, hvort sem er með beinu eignarhaldi eða með auðlindagjöldum. Ef við ráðum okkar málum sjálf eru engin takmörk fyrir því hvaða árangri við getum náð. Þessi staða kallar á mig með sama hætti og þegar ég barðist gegn samningum um Icesave þegar stjórnvöld Samfylkingar og VG gættu ekki að almannahag og vildu leggja ótrúlegar byrðar á landsmenn. Við sem þjóð þurfum að sameinast um það að stilla áttavitan rétt. Næsta kjörtímabil mun ráða því hvort okkur takist sem þjóð að leggja þessa miklu hagsmuni rétt niður. Framtíð okkar og lífskjör hvíla á því hvernig okkur tekst til. Sýn Miðflokksins Í okkar samfélagi er það kjósendur sem hafa það vald að ákveða framtíðarsýnina. Auðlindir okkar eru grundvöllur verðmætasköpunar. Til að vélin skapi velferð má ekki rjúfa samband hennar við þjóðina. Það er einlæg von mín að kjósendur sjái þetta samhengi og þær krossgötur sem við stöndum á núna. Framtíðarsýn Miðflokksins lýtur að þessu heildarsamhengi og því að gæta að almannahagsmunum í þeirri vegferð. Ég vona að þið kjósendur veiti mér og Miðflokknum umboð til þessara verkefna. Við höfum gert þetta áður og náð árangri. Við viljum standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun