Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 28. nóvember 2024 21:15 Þökk sé ötulli vinnu Willum Þórs heilbrigðisráðherra hafa margir biðlistar innan leibrigðiskerfisins styðst til mikilla muna. Árið 2022 var bið eftir liðskiptaaðgerð að meðaltali níu mánuðir en stefnir nú í að verða fjórir mánuðir. Bið eftir greiningu á minnisdeild Landspítalans styttist úr níu mánuðum í sex og fjöldi barna sem eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu hjá Barna-geðdeild Landspítalans hefur fækkað um helming. Ávinningur fyrir sjúklinginn og efnahaginn En stytting biðlista er ekki bara sjúklingunum sjálfum til heilla heldur samfélaginu öllu. Tökum sem dæmi einstakling sem er að bíða eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Það er enginn að fara í slíka aðgerð nema eitthvað mikið sé að. Sá sem þetta skrifar er með væg eymsl í öxlinni og þarf að passa sig á að fara varlega þegar hann lyftir einhverju þungu sem að getur verið vesen í þeirri líkamsvinnu sem hann fær tekjur sínar af. En hann er samt hvergi nærri því að þurfa nýjan lið enda ennþá fullkomlega vinnufær. En fólk sem þarf að skipta um lið er yfirleitt ekki sérlega vinnufært, eða bara hreinlega alls ekki vinnufært. Líði langur tími þar sem viðkomandi fær ekki aðstoð er það tími þar sem viðkomandi getur ekki eða einungis takmarkað unnið vinnuna sína og þarf því að taka á sig tekjuskerðingu með því að vera á bótum. Og því lengri tími sem að viðkomandi þarf að vera á bótum þýðir einnig að fjármagnið sem skattgreiðendur þurfa að greiða til þess að halda viðkomandi uppi hækkar einnig. Stytting biðlista hefur því fjárhagslegan ávinning fyrir bæði sjúklinginn og efnahaginn í heild sinni. Aðgerðir erlendis eða hérlendis? Áður en ráðist var í nýliðnar aðgerðir til þess að stytta biðlista var nokkuð algengt að sjúklingar sem voru búnir að bíða mjög lengi eftir aðgerð væru sendir til útlanda til þess að gangast undir skurðaðgerð þar. Ásamt augljósu veseni sem þetta getur haft í för með sér fyrir viðkomandi sjúkling þá er það einnig dýrt. Því þá bætist við kostnaður við sjálfa ferðina, þ.e.a.s. flug, gisting ofl. og svo þarf að greiða fyrir skurðaðgerð á erlendu sjúkrahúsi sem eðli málsins samkvæmt er ekki með neinn samning við Sjúkratryggingar Íslands. Kostnaður við slíkar aðgerðir er því rosalega mikill og greiðist hann úr hinum djúpu sjóðum íslenskra skattgreiðenda. Með því að gera samninga við íslensk einkafyrirtæki á borð við Klíníkina ehf, Stoðkerfi ehf og fleiri hefur þessi utanlands-ferðakostnaður minnkað til mikilla muna og það voru einmitt þeir peningar sem að áður fóru í afar óskilvirkar útlandaferðir sem að hægt var að nota til þess að gera samninga við þessi íslensku fyrirtæki. Hér er ekki um einkavæðingu að ræða, eins og meðlimir sumra vinstri-flokka myndu halda fram. Hér eru fengir einkaðilar sem að sjá um læknisfræðilega verktakavinnu fyrir íslenskt opinbert heilbrigðiskerfi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Höfundur er rithöfundur og framsóknarmaður til sex ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þökk sé ötulli vinnu Willum Þórs heilbrigðisráðherra hafa margir biðlistar innan leibrigðiskerfisins styðst til mikilla muna. Árið 2022 var bið eftir liðskiptaaðgerð að meðaltali níu mánuðir en stefnir nú í að verða fjórir mánuðir. Bið eftir greiningu á minnisdeild Landspítalans styttist úr níu mánuðum í sex og fjöldi barna sem eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu hjá Barna-geðdeild Landspítalans hefur fækkað um helming. Ávinningur fyrir sjúklinginn og efnahaginn En stytting biðlista er ekki bara sjúklingunum sjálfum til heilla heldur samfélaginu öllu. Tökum sem dæmi einstakling sem er að bíða eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Það er enginn að fara í slíka aðgerð nema eitthvað mikið sé að. Sá sem þetta skrifar er með væg eymsl í öxlinni og þarf að passa sig á að fara varlega þegar hann lyftir einhverju þungu sem að getur verið vesen í þeirri líkamsvinnu sem hann fær tekjur sínar af. En hann er samt hvergi nærri því að þurfa nýjan lið enda ennþá fullkomlega vinnufær. En fólk sem þarf að skipta um lið er yfirleitt ekki sérlega vinnufært, eða bara hreinlega alls ekki vinnufært. Líði langur tími þar sem viðkomandi fær ekki aðstoð er það tími þar sem viðkomandi getur ekki eða einungis takmarkað unnið vinnuna sína og þarf því að taka á sig tekjuskerðingu með því að vera á bótum. Og því lengri tími sem að viðkomandi þarf að vera á bótum þýðir einnig að fjármagnið sem skattgreiðendur þurfa að greiða til þess að halda viðkomandi uppi hækkar einnig. Stytting biðlista hefur því fjárhagslegan ávinning fyrir bæði sjúklinginn og efnahaginn í heild sinni. Aðgerðir erlendis eða hérlendis? Áður en ráðist var í nýliðnar aðgerðir til þess að stytta biðlista var nokkuð algengt að sjúklingar sem voru búnir að bíða mjög lengi eftir aðgerð væru sendir til útlanda til þess að gangast undir skurðaðgerð þar. Ásamt augljósu veseni sem þetta getur haft í för með sér fyrir viðkomandi sjúkling þá er það einnig dýrt. Því þá bætist við kostnaður við sjálfa ferðina, þ.e.a.s. flug, gisting ofl. og svo þarf að greiða fyrir skurðaðgerð á erlendu sjúkrahúsi sem eðli málsins samkvæmt er ekki með neinn samning við Sjúkratryggingar Íslands. Kostnaður við slíkar aðgerðir er því rosalega mikill og greiðist hann úr hinum djúpu sjóðum íslenskra skattgreiðenda. Með því að gera samninga við íslensk einkafyrirtæki á borð við Klíníkina ehf, Stoðkerfi ehf og fleiri hefur þessi utanlands-ferðakostnaður minnkað til mikilla muna og það voru einmitt þeir peningar sem að áður fóru í afar óskilvirkar útlandaferðir sem að hægt var að nota til þess að gera samninga við þessi íslensku fyrirtæki. Hér er ekki um einkavæðingu að ræða, eins og meðlimir sumra vinstri-flokka myndu halda fram. Hér eru fengir einkaðilar sem að sjá um læknisfræðilega verktakavinnu fyrir íslenskt opinbert heilbrigðiskerfi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Höfundur er rithöfundur og framsóknarmaður til sex ára.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun