Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 28. nóvember 2024 21:15 Þökk sé ötulli vinnu Willum Þórs heilbrigðisráðherra hafa margir biðlistar innan leibrigðiskerfisins styðst til mikilla muna. Árið 2022 var bið eftir liðskiptaaðgerð að meðaltali níu mánuðir en stefnir nú í að verða fjórir mánuðir. Bið eftir greiningu á minnisdeild Landspítalans styttist úr níu mánuðum í sex og fjöldi barna sem eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu hjá Barna-geðdeild Landspítalans hefur fækkað um helming. Ávinningur fyrir sjúklinginn og efnahaginn En stytting biðlista er ekki bara sjúklingunum sjálfum til heilla heldur samfélaginu öllu. Tökum sem dæmi einstakling sem er að bíða eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Það er enginn að fara í slíka aðgerð nema eitthvað mikið sé að. Sá sem þetta skrifar er með væg eymsl í öxlinni og þarf að passa sig á að fara varlega þegar hann lyftir einhverju þungu sem að getur verið vesen í þeirri líkamsvinnu sem hann fær tekjur sínar af. En hann er samt hvergi nærri því að þurfa nýjan lið enda ennþá fullkomlega vinnufær. En fólk sem þarf að skipta um lið er yfirleitt ekki sérlega vinnufært, eða bara hreinlega alls ekki vinnufært. Líði langur tími þar sem viðkomandi fær ekki aðstoð er það tími þar sem viðkomandi getur ekki eða einungis takmarkað unnið vinnuna sína og þarf því að taka á sig tekjuskerðingu með því að vera á bótum. Og því lengri tími sem að viðkomandi þarf að vera á bótum þýðir einnig að fjármagnið sem skattgreiðendur þurfa að greiða til þess að halda viðkomandi uppi hækkar einnig. Stytting biðlista hefur því fjárhagslegan ávinning fyrir bæði sjúklinginn og efnahaginn í heild sinni. Aðgerðir erlendis eða hérlendis? Áður en ráðist var í nýliðnar aðgerðir til þess að stytta biðlista var nokkuð algengt að sjúklingar sem voru búnir að bíða mjög lengi eftir aðgerð væru sendir til útlanda til þess að gangast undir skurðaðgerð þar. Ásamt augljósu veseni sem þetta getur haft í för með sér fyrir viðkomandi sjúkling þá er það einnig dýrt. Því þá bætist við kostnaður við sjálfa ferðina, þ.e.a.s. flug, gisting ofl. og svo þarf að greiða fyrir skurðaðgerð á erlendu sjúkrahúsi sem eðli málsins samkvæmt er ekki með neinn samning við Sjúkratryggingar Íslands. Kostnaður við slíkar aðgerðir er því rosalega mikill og greiðist hann úr hinum djúpu sjóðum íslenskra skattgreiðenda. Með því að gera samninga við íslensk einkafyrirtæki á borð við Klíníkina ehf, Stoðkerfi ehf og fleiri hefur þessi utanlands-ferðakostnaður minnkað til mikilla muna og það voru einmitt þeir peningar sem að áður fóru í afar óskilvirkar útlandaferðir sem að hægt var að nota til þess að gera samninga við þessi íslensku fyrirtæki. Hér er ekki um einkavæðingu að ræða, eins og meðlimir sumra vinstri-flokka myndu halda fram. Hér eru fengir einkaðilar sem að sjá um læknisfræðilega verktakavinnu fyrir íslenskt opinbert heilbrigðiskerfi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Höfundur er rithöfundur og framsóknarmaður til sex ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þökk sé ötulli vinnu Willum Þórs heilbrigðisráðherra hafa margir biðlistar innan leibrigðiskerfisins styðst til mikilla muna. Árið 2022 var bið eftir liðskiptaaðgerð að meðaltali níu mánuðir en stefnir nú í að verða fjórir mánuðir. Bið eftir greiningu á minnisdeild Landspítalans styttist úr níu mánuðum í sex og fjöldi barna sem eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu hjá Barna-geðdeild Landspítalans hefur fækkað um helming. Ávinningur fyrir sjúklinginn og efnahaginn En stytting biðlista er ekki bara sjúklingunum sjálfum til heilla heldur samfélaginu öllu. Tökum sem dæmi einstakling sem er að bíða eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Það er enginn að fara í slíka aðgerð nema eitthvað mikið sé að. Sá sem þetta skrifar er með væg eymsl í öxlinni og þarf að passa sig á að fara varlega þegar hann lyftir einhverju þungu sem að getur verið vesen í þeirri líkamsvinnu sem hann fær tekjur sínar af. En hann er samt hvergi nærri því að þurfa nýjan lið enda ennþá fullkomlega vinnufær. En fólk sem þarf að skipta um lið er yfirleitt ekki sérlega vinnufært, eða bara hreinlega alls ekki vinnufært. Líði langur tími þar sem viðkomandi fær ekki aðstoð er það tími þar sem viðkomandi getur ekki eða einungis takmarkað unnið vinnuna sína og þarf því að taka á sig tekjuskerðingu með því að vera á bótum. Og því lengri tími sem að viðkomandi þarf að vera á bótum þýðir einnig að fjármagnið sem skattgreiðendur þurfa að greiða til þess að halda viðkomandi uppi hækkar einnig. Stytting biðlista hefur því fjárhagslegan ávinning fyrir bæði sjúklinginn og efnahaginn í heild sinni. Aðgerðir erlendis eða hérlendis? Áður en ráðist var í nýliðnar aðgerðir til þess að stytta biðlista var nokkuð algengt að sjúklingar sem voru búnir að bíða mjög lengi eftir aðgerð væru sendir til útlanda til þess að gangast undir skurðaðgerð þar. Ásamt augljósu veseni sem þetta getur haft í för með sér fyrir viðkomandi sjúkling þá er það einnig dýrt. Því þá bætist við kostnaður við sjálfa ferðina, þ.e.a.s. flug, gisting ofl. og svo þarf að greiða fyrir skurðaðgerð á erlendu sjúkrahúsi sem eðli málsins samkvæmt er ekki með neinn samning við Sjúkratryggingar Íslands. Kostnaður við slíkar aðgerðir er því rosalega mikill og greiðist hann úr hinum djúpu sjóðum íslenskra skattgreiðenda. Með því að gera samninga við íslensk einkafyrirtæki á borð við Klíníkina ehf, Stoðkerfi ehf og fleiri hefur þessi utanlands-ferðakostnaður minnkað til mikilla muna og það voru einmitt þeir peningar sem að áður fóru í afar óskilvirkar útlandaferðir sem að hægt var að nota til þess að gera samninga við þessi íslensku fyrirtæki. Hér er ekki um einkavæðingu að ræða, eins og meðlimir sumra vinstri-flokka myndu halda fram. Hér eru fengir einkaðilar sem að sjá um læknisfræðilega verktakavinnu fyrir íslenskt opinbert heilbrigðiskerfi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Höfundur er rithöfundur og framsóknarmaður til sex ára.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar