Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 07:53 Á morgun leggjum við sjálfstæðismenn störf okkar í dóm kjósenda, störf sem við erum stolt af. Við getum ekki bara rifjað upp hitaveituvæðinguna, stofnun og uppbyggingu Landsvirkjunar og frelsi í gjaldeyris- og viðskiptamálum, inngönguna í EES og NATO, þótt fátt eitt sé nefnt. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við náð miklum árangri í þeim málaflokkum sem við höfum haldið á, þótt einhverjir séu fúlir yfir málamiðlunum í öðrum: Undraverður árangur í orkumálum á skömmum tíma m.a. með samþykki rammaáætlunar, stóreinföldun leyfisveitinga, fyrsta jarðhitaleitaátaki aldarinnar og sameiningu stofnana. Landamærin styrkt með aukinni landamæravörslu og löggæslueftirliti, og breytt forgangsröðun í málaflokki hælisleitenda. Umsóknum um vernd hefur fækkað um yfir 60% milli ára, brottflutningur hefur aukist um yfir 70% og frávísanir á landamærum um 1200% frá árinu 2022. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að stuðla að lækkun verðbólgu svo unnt sé að lækka vexti. Það hefur gengið eftir, verðbólgan er í frjálsu falli og vaxtalækkunarferlið er hafið. Þeirri stöðu verður vonandi ekki ógnað með tilraunastarfsemi og meintum töfralausnum. Ný stoð byggð upp í hagkerfinu með öflugum stuðningi við nýsköpun, rannsóknir og tækni. Það hefur skilað okkur fjölbreyttum störfum og auknum útflutningstekjum. Enn traustara samstarf við nágranna- og vinaþjóðir. Þar er EES-samstarfið okkur gríðarlega mikilvægt og hagsmunagæsla fyrir Ísland forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Kjósum um framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur af fortíðinni og við lítum líka björtum augum til framtíðar. Við munum tryggja áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Leggja enn meiri áherslu á ábyrgan ríkisrekstur, útboð og tækni til að fara betur með ríkisfé og fækka ríkisstofnunum úr 160 í 100. Flestir vilja eignast sitt eigið heimili. Við ætlum að skylda sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg til að tryggja nægt lóðaframboð, og lækka byggingarkostnað með einfaldari reglum og frekari skattaívilnunum. Léttum undir með heimilunum með því að afnema stimpilgjald vegna íbúðarkaupa einstaklinga, tryggjum séreignarsparnaðarúrræðið svokallaða og veitum barnafjölskyldum 150 þúsund króna skattaafslátt árlega vegna hvers barns undir þriggja ára. Lækkum erfðafjárskatt og hækkum frítekjumark erfðafjár. Við boðum stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu - fyrsta kosningamálið sem við kynntum. Tökum aftur upp samræmd próf, nýja aðalnámskrá, betri námsgögn, símalausa skóla og móttökuskóla fyrir börn sem tala ekki íslensku. Höldum áfram að tryggja landamærin sem okkur tókst að ná stjórn á og aukum öryggi fólks með öflugri löggæslu. Enginn flokkur hefur staðið eins traustan vörð um þessi mál á Alþingi og Sjálfstæðisflokkurinn. Aukum nýsköpun, tæknilausnir og fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Fáum heilbrigðismenntað fólk til baka úr námi með skattaívilnunum. Mannauðsvandinn verður ekki leystur með áætlunum. Einföldum regluverk og stillum skattheimtu fyrir atvinnulífið í hóf. Jafnlaunavottunin er ofarlega á lista yfir séríslenskar kvaðir á fyrirtæki sem þarf að afnema. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Gerum starfslok sveigjanleg, hækkum frítekjumark vegna atvinnutekna í 350 þúsund á mánuði. Drögum áfram úr skerðingum og hækkum almennt frítekjumark ellilífeyris. Stóreflum samgöngur um allt land, m.a. með því að heimila sveitarfélögum að stofna samgöngufélög um samfélagsvegi. Með Sjálfstæðisflokkinn í brúnni hefur Ísland orðið í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd. Við viljum gera enn betur og biðjum kjósendur að treysta þeim sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Þannig náum við meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Á morgun leggjum við sjálfstæðismenn störf okkar í dóm kjósenda, störf sem við erum stolt af. Við getum ekki bara rifjað upp hitaveituvæðinguna, stofnun og uppbyggingu Landsvirkjunar og frelsi í gjaldeyris- og viðskiptamálum, inngönguna í EES og NATO, þótt fátt eitt sé nefnt. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við náð miklum árangri í þeim málaflokkum sem við höfum haldið á, þótt einhverjir séu fúlir yfir málamiðlunum í öðrum: Undraverður árangur í orkumálum á skömmum tíma m.a. með samþykki rammaáætlunar, stóreinföldun leyfisveitinga, fyrsta jarðhitaleitaátaki aldarinnar og sameiningu stofnana. Landamærin styrkt með aukinni landamæravörslu og löggæslueftirliti, og breytt forgangsröðun í málaflokki hælisleitenda. Umsóknum um vernd hefur fækkað um yfir 60% milli ára, brottflutningur hefur aukist um yfir 70% og frávísanir á landamærum um 1200% frá árinu 2022. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að stuðla að lækkun verðbólgu svo unnt sé að lækka vexti. Það hefur gengið eftir, verðbólgan er í frjálsu falli og vaxtalækkunarferlið er hafið. Þeirri stöðu verður vonandi ekki ógnað með tilraunastarfsemi og meintum töfralausnum. Ný stoð byggð upp í hagkerfinu með öflugum stuðningi við nýsköpun, rannsóknir og tækni. Það hefur skilað okkur fjölbreyttum störfum og auknum útflutningstekjum. Enn traustara samstarf við nágranna- og vinaþjóðir. Þar er EES-samstarfið okkur gríðarlega mikilvægt og hagsmunagæsla fyrir Ísland forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Kjósum um framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur af fortíðinni og við lítum líka björtum augum til framtíðar. Við munum tryggja áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Leggja enn meiri áherslu á ábyrgan ríkisrekstur, útboð og tækni til að fara betur með ríkisfé og fækka ríkisstofnunum úr 160 í 100. Flestir vilja eignast sitt eigið heimili. Við ætlum að skylda sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg til að tryggja nægt lóðaframboð, og lækka byggingarkostnað með einfaldari reglum og frekari skattaívilnunum. Léttum undir með heimilunum með því að afnema stimpilgjald vegna íbúðarkaupa einstaklinga, tryggjum séreignarsparnaðarúrræðið svokallaða og veitum barnafjölskyldum 150 þúsund króna skattaafslátt árlega vegna hvers barns undir þriggja ára. Lækkum erfðafjárskatt og hækkum frítekjumark erfðafjár. Við boðum stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu - fyrsta kosningamálið sem við kynntum. Tökum aftur upp samræmd próf, nýja aðalnámskrá, betri námsgögn, símalausa skóla og móttökuskóla fyrir börn sem tala ekki íslensku. Höldum áfram að tryggja landamærin sem okkur tókst að ná stjórn á og aukum öryggi fólks með öflugri löggæslu. Enginn flokkur hefur staðið eins traustan vörð um þessi mál á Alþingi og Sjálfstæðisflokkurinn. Aukum nýsköpun, tæknilausnir og fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Fáum heilbrigðismenntað fólk til baka úr námi með skattaívilnunum. Mannauðsvandinn verður ekki leystur með áætlunum. Einföldum regluverk og stillum skattheimtu fyrir atvinnulífið í hóf. Jafnlaunavottunin er ofarlega á lista yfir séríslenskar kvaðir á fyrirtæki sem þarf að afnema. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Gerum starfslok sveigjanleg, hækkum frítekjumark vegna atvinnutekna í 350 þúsund á mánuði. Drögum áfram úr skerðingum og hækkum almennt frítekjumark ellilífeyris. Stóreflum samgöngur um allt land, m.a. með því að heimila sveitarfélögum að stofna samgöngufélög um samfélagsvegi. Með Sjálfstæðisflokkinn í brúnni hefur Ísland orðið í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd. Við viljum gera enn betur og biðjum kjósendur að treysta þeim sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Þannig náum við meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun