Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Finnbjörn A. Hermannsson skrifa 29. nóvember 2024 10:10 Almenningur á Íslandi hefur lengi mátt þola fákeppni og afleiðingarnar eru flestum kunnar. Hér á landi er tæpast unnt að tala um eðlilega samkeppni á mörgum grunnsviðum samfélagsins; við nefnum hér rekstur matvöruverslana, bankaþjónustu, tryggingar og eldsneytisverð. Almenningur veit sem er að fákeppni ýtir undir hærra verðlag og að þannig hefur hún neikvæð, bein og milliliðalaus áhrif á hag og afkomu heimilanna. Í nýlegri þjóðmálakönnun Alþýðusambandsins kom fram að tæp 80% landsmanna telja eftirlit með samkeppni á íslenskum neytendamarkaði heldur eða allt of lítið. Aðeins um 6% telja það heldur eða allt of mikið. Þetta er sláandi niðurstaða. Eftirliti haldið í fjársvelti Viðvarandi fákeppni er skýrt dæmi um hvernig stjórnmálamenn láta hjá líða að halda uppi vörnum fyrir almannahagsmuni. Þannig hefur Samkeppniseftirlitið sætt skipulögðu fjársvelti árum saman til að tryggja að stofnunin ráði ekki við það hlutverk sem henni er ætlað að gegna. Samkeppniseftirlitinu var enda þvingað upp á Íslendinga með gerð EES-sáttmálans fyrir rúmum 30 árum. Sérhagsmunaverðir í verslun og viðskiptum hafa séð til þess að halda áhrifum þess í lágmarki og þannig unnið gegn neytendavernd og almannahag. Nýjasta birtingarmynd þess óeðlilega ástands sem einokun og fákeppni skapa hér á landi er hin fordæmalausa undanþága frá samkeppnislögum fyrir aðila í kjötiðnaði sem meirihluti stjórnmálamanna í atvinnunefnd Alþingis tryggði með því að brjóta gegn stjórnarskrá lýðveldisins. „Löndin sem við berum okkur saman við“ Þegar þeim hentar vísa íslenskir stjórnmálamenn iðulega til „landanna sem við berum okkur saman við“. Þegar sá samanburður gengur þvert á þann málstað sem viðkomandi verja þegja þeir. Við treystum okkur til að fullyrða að framganga á borð við þá sem meirihluti atvinnuveganefndar kaus, þvert á allar viðvaranir og ráðleggingar, að viðhafa í sérhagsmunagæslu sinni í „kjötmálinu“ yrði aldrei liðin, og væri raunar óhugsandi, í nágrannalöndunum. Þau samtök launafólks sem við förum fyrir, BSRB og Alþýðusamband Íslands, telja varðstöðu um almannahagsmuni til mikilvægustu hlutverka sinna. Þetta er sú pólitík sem þessi fjölmennu samtök stunda og hún er óháð stjórnmálamönnum og flokkum þeirra. Í aðdraganda þingkosninga hvetjum við almenning til að krefja stjórnmálamenn skýrra svara um hvort og þá hvernig þeir hyggjast styrkja samkeppniseftirlit í landinu. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Sonja Ýr er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samkeppnismál ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur á Íslandi hefur lengi mátt þola fákeppni og afleiðingarnar eru flestum kunnar. Hér á landi er tæpast unnt að tala um eðlilega samkeppni á mörgum grunnsviðum samfélagsins; við nefnum hér rekstur matvöruverslana, bankaþjónustu, tryggingar og eldsneytisverð. Almenningur veit sem er að fákeppni ýtir undir hærra verðlag og að þannig hefur hún neikvæð, bein og milliliðalaus áhrif á hag og afkomu heimilanna. Í nýlegri þjóðmálakönnun Alþýðusambandsins kom fram að tæp 80% landsmanna telja eftirlit með samkeppni á íslenskum neytendamarkaði heldur eða allt of lítið. Aðeins um 6% telja það heldur eða allt of mikið. Þetta er sláandi niðurstaða. Eftirliti haldið í fjársvelti Viðvarandi fákeppni er skýrt dæmi um hvernig stjórnmálamenn láta hjá líða að halda uppi vörnum fyrir almannahagsmuni. Þannig hefur Samkeppniseftirlitið sætt skipulögðu fjársvelti árum saman til að tryggja að stofnunin ráði ekki við það hlutverk sem henni er ætlað að gegna. Samkeppniseftirlitinu var enda þvingað upp á Íslendinga með gerð EES-sáttmálans fyrir rúmum 30 árum. Sérhagsmunaverðir í verslun og viðskiptum hafa séð til þess að halda áhrifum þess í lágmarki og þannig unnið gegn neytendavernd og almannahag. Nýjasta birtingarmynd þess óeðlilega ástands sem einokun og fákeppni skapa hér á landi er hin fordæmalausa undanþága frá samkeppnislögum fyrir aðila í kjötiðnaði sem meirihluti stjórnmálamanna í atvinnunefnd Alþingis tryggði með því að brjóta gegn stjórnarskrá lýðveldisins. „Löndin sem við berum okkur saman við“ Þegar þeim hentar vísa íslenskir stjórnmálamenn iðulega til „landanna sem við berum okkur saman við“. Þegar sá samanburður gengur þvert á þann málstað sem viðkomandi verja þegja þeir. Við treystum okkur til að fullyrða að framganga á borð við þá sem meirihluti atvinnuveganefndar kaus, þvert á allar viðvaranir og ráðleggingar, að viðhafa í sérhagsmunagæslu sinni í „kjötmálinu“ yrði aldrei liðin, og væri raunar óhugsandi, í nágrannalöndunum. Þau samtök launafólks sem við förum fyrir, BSRB og Alþýðusamband Íslands, telja varðstöðu um almannahagsmuni til mikilvægustu hlutverka sinna. Þetta er sú pólitík sem þessi fjölmennu samtök stunda og hún er óháð stjórnmálamönnum og flokkum þeirra. Í aðdraganda þingkosninga hvetjum við almenning til að krefja stjórnmálamenn skýrra svara um hvort og þá hvernig þeir hyggjast styrkja samkeppniseftirlit í landinu. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Sonja Ýr er formaður BSRB.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun